VG kveður!

Það er komið að kveðjustund hjá VG. Það má öllum vera ljóst að það er fararsnið á VG ráðherranum. Svandís er farinn og mun ekki koma aftur. Katrín tekur yfir verkefni sem ógerningur er fyrir Katrínu að leysa. Á sama tíma er mikil eftirspurn eftir Katrínu í stól Forseta Íslands. Hvar sem menn eru í flokki ætti hún að hafa mikinn stuðning. Það bætir ekki úr sök, þegar Guðmundur félagsmálaráðherra ræðst á Bjarna Benediktsson varðandi Palestínumennina sem hafa fengið landvistarleyfi. Ef þessir aðilar koma til Íslands hafa þeir rétt, en þeir verða á að koma sér hingað. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að flytja þá heim, hvorki lagalega eða siðferðilega. Þegar Útlendingastofnun vísar hafnar umsókn aðila um pólitískt hæli það vippar félagsmálaráðherra sér til Keflavíkur og dregur þá brottreknu út úr flugvélunum til þess að fá að greiða áfram fyrir veru þeirra á landinu. Á sama tíma berst Guðmundur Ingi Guðbrandsson gegn ölum framfærum í orkumálum. Með þessu telur að hann sé að sýna einhverja mennsku, þegar öllum er ljóst að það vantar alla karlmennsku í hann. Það er komið að leiðarlokum. Það er dagaspursmál hvenær tilkynnt verður um að Viðreisn taki við af VG í ríkisstjórninni. Reiknað er með að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir taki við sem Utanríkisríkisráðherra,  Guðbrandur Einarsson taki við sem félagsmálaráðherraÞá er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir öflugur fulltrúi á sviði lögfræðinnar, verður hún næsti Dómsmálaráðherra?  


Þeir lægst launuðu og við hin!

Í nokkurn tíma hafa félagar í Eflingu fengið mestu launahækkanirnar. Þau hafa notað Stefán Ólafsson en hann reiknar bara ekki rétt! Það eru ekki Eflingarfélagar sem eru þeir lægst launuðu það eru sauðfjárbændur og síðan margir innan listgeirans, Prófessorinn má ekki bara berjast fyrir þau sem setja peninga í veskið hans! Við getum slegið tvær flugur í einu í þessum samningum ef vilji er til að ná sátt. Í samningunum þarf að taka á húsnæðismálunum fyrst og fremst. Hækkun húsnæðis hefur magnað verðbólguna og hér þarf að taka til hendinni Ólafur Margeirsson hefur komið með afar góðar  hugmyndir hvernig lífeyrissjóðirnir geti stuðlað að hagkvæmari húsnæðiskjörum fyrir alla. Því miður tekur hann aðeins leiguhúsnæði inn í sitt dæmi, en þessa hugmynd er líka hægt að nýta til  að fjármagna uppbyggingu þeirra sem vilja koma sér upp eigin húsnæði. Líka unga fólkið okkar! Hér getur launþegasamtökin og atvinnurekendur tekið sig saman og breytt áherslum í lífeyriskerfinu. Þetta mun lækka verðbólguna umtalsvert og það er er ekki síst mikilvægt þegar útvega þarf Grindvíkingum húsnæði. Í þessu fælist mesta kjarabótin. Gleymum bara ekki þeim lægst launuðu, þ.e. sauðfjárbændum og unga listafólkinu okkar! 


Sóknarfæri!

 

Það er sannarlega mikilvægt að ná árangri í næstu kjaraviðræðum. Vilhjálmur Birgissonm verkalýðsforyngi á Akranesi hefur sett fram hugmyndir til þess að ná verðbólgunni niður, og undir það tekur Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ. Það er full ástæða til þess að skoða áhugaverðar áherslur. Það verða allir aðilar að koma að málinu. Atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin, ríkisvaldið, sveitarfélögin og almenningur. 

1. Gera samkomulag um að gjaldskrá hækki ekki umfram ákveðið mark. t.d. 2,5%. Aðilar verða þá að hagræða til þess að ná settum markmiðum. 

2. Markviss stefna til þess að lækka húsnæðiskostnað þannig að unga fólkið okkar og þeir sem minna mega sín sjái möguleika á að fjárfesta í húsnæði án þess að þurfa að eiga fjársterka foreldra. Þarna þarf að lækka lóðaverð sem hefur hækkað á nokkrum árum úr því að vera 4 til 5% af húsnæðiskostnaði í að verða 25 til 30%. Gæluverkefni eins og Borgarlínu þarf að skera niður í eðlilega framkvæmd. Milliliðir þurfa að hverfa. Áhugaverðar hugmyndir um að lífeyrissjóðirnir komi að fjármögnun leiguhúsnæðis, eru áhugaverðar en þessa nálgun þarf að útvíkka til þeirra sem vilja kaupa fasteignir. Þá þarf að minnka kerfið þannig að tíminn sem þarf til þess að byggja muni styttast umtalsvert. Það eru til fleiri leiðir til þess að ná árangri á þessu sviði. 

 

3. Með þessum tveimur markmiðum verður hægt að hafa launahækkanir mjög hóflegar, enda stóru markiðunum náð. 

4. Aðilar vinnumarkaðarins taki sig sama til þess að koma í veg fyrir hækkanir á markaði. 

Þetta er að sjálfsögðu þjóðarsátt sem allir verða að koma að. Þjóðarsátt sem heimilin í landinu eiga skilið fá. Vilji er allt sem þarf. 

 

 

 


Er hægt að endurvinna traust?

VG eignaðist á sínum tíma afburða fólk á Alþingi okkar Íslendinga. Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður, sem hafði virðingu langt út fyrir alla flokkapólitík, hann kom inn á Alþingi 2007,  Lilja Mósesdóttir doktor í hagfræði, hún kom inn á þing 2009, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hún hafði útskrifast  í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum 1996. M. Phil.-próf í heimspeki frá Cambridge-háskóla í Bretlandi 2000, var afburða skákmaður og forseti skáksambandsins frá  2004–2008 og forseti Skáksambands Norðurlanda 2006–2008. Með þeim á Alþingi var Ögmundur Jónasson Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013. Í kosningunum 2009 fékk VG 14 þingmenn. Með þetta afburðafólk innanborðs höfðu margir ofurtrú á VG. Málið snerist hins vegar ekki um um greind, þekking og visku, heldur um völd. Steingrímur Sigfússon sem seint verður seint sakaður um að hafa komist á þing fyrir greind sína, náði völdum í VG. 2007 kemur líka Katrín Jakobsdóttir inn á þing. Hún verður seint sökuðuð um greindarskort. Þegar til átaka kom á þingi og innan VG um Icesave, og Svavar Gestsson var valinn af Steingrími til að fara og semja  um Icesave, studdi Katrín Steingrím, og þá gegn fagliðinu. Í stað þess að velja Atla Gíslason sem lá beinast við valdi Steingrímur Svavar Gestsson, sem flestir þekktu til hafði enga hæfileika, reynslu þekkingu eða getur að semja um nokkurn skapaðan hlut. Atli var ógn við Steingrím.  Hvað sögðu samstarfsmenn Steingríms um hann. Myndi ekki treysta honum yfir götu! Hvað þýðir það. Jú, ef þú væri á gagnsstétt, ekki labba yfir ef Steingrímur Sigfússon er í næsta bíl. Þekki nokkra samstarfsmenn hans á Alþingi bæði samherja og mótherja. Slóttugur, refur, en sú umsögn sem flestir hafa nefnd í mín eyru er, óþverri, hvað sem það svo þýðir. Katrín kom inn á Þing 2007 og henni er vorkunn tveimur árum síðar að styðja Steingrím,hann var jú flokksformaðurinn.  Síðar yfirgaf Steingrímur skútuna, hann átti ekki möguleika í Katrínu. Bjarni og Katrín hafa náð vel saman og þeir sem þekktu til þegar Covid kom til sögðu það mikla gæfu að hafa þau tvö við völd Nú kastar Katrín teningnum. Hún styður populistana gegn Bjarna. Margir sem hefðu stutt Katrínu í embætti Forseta Íslands munu ekki gera það. Hún hjólar í sinn nánasta samstarfsmann. Mun það hafa áhrif?  Afsökun Katrínar er að VG gæti þurrkast út í næstu kosningum. Er það afsökun? 


Populisminn

 

Var búinn að ákveða að skrifa blog um populisma. Svo las ég ljóð eftir snillinginn og skáldið Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Fæ að setja það hér inn. Er hægt að skrifa betur? 

 
Alhæfingarhálfvitar og skoðanir í neytendapakkningum
 
 
Áður en kemur til tjáskipta skulum við ævinlega gæta þess
að skoða aðeins aðra hlið þess málefnis sem um ræðir.
Það hálfa er nóg.
Þannig er auðveldara að ná utan um efnið.
Losum okkur við alls konar útúrdúra og staðreyndatínslu
– málavextir eru íþyngjandi.
Það sýnir sig að við sem alhæfum alltaf út frá annarri hliðinni
eigum miklu betra með að ná til fólks,
skoðanir okkar eru einfaldar,
við höfum sneitt af þeim alls kyns flækjur og lagað þær
að þörfum neytenda.
Þannig virkar tjáningarfrelsið.

Hvað þýðir ályktun miðstjórnar ASÍ? 

 

 

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að sitja hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í Ísrael og Palestínu. Með þessari ákvörðun hafa þau stillt Íslandi upp með þeim ríkjum sem heimila ísraelskum stjórnvöldum að hafa alþjóðalög að engu í hernaðaraðgerðum sínum, stunda þjóðernishreinsanir, drepa almenna borgara, hrekja þá frá heimilum sínum og svipta þá lífsnauðsynjum. Ákvörðunin samræmist ekki stefnu Íslands um að viðurkenna og virða sjálfstæði Palestínu.

Nú sátu ríki eins og Þýskaland, Bretland, Holland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland hjá eins og Ísland. Telur þá miðstjón ASI að það þessar þjóðir: "Heimili ísraelskum stjórnvöldum að hafa alþjóðalög að engu í hernaðaraðgerðum sínum, stunda þjóðernishreinsanir, drepa almenna borgara, hrekja þá frá heimilum sínum og svipta þá lífsnauðsynjum? Mun miðstjórn ASI senda þessum ríkjum þessa ályktun? 


Skipta lögin einhverju máli?

 

Gróf valdbeiting á sér víða stað í þjóðfélaginu. Inn á heimilunum en líka í samskiptum einstaklinga, félaga og stofnana í þjóðfélaginu. Til þess að verja brotaþola setur Alþingi lög. Þrátt fyrir það getur valdbeiting átt sér stað í langan tíma, stundum mörg ár áður en hægt er að stöðva athæfið sem oft á tíðum verður vart kallað annað er ofbeldi.

Þessa dagana er verið að taka á tveimur slíkum málum.

Annað er málefni Biskups.

Fyrrverandi biskup tekur þá ákvörðun að láta undirmann sinn framlengja ráðningarsamning sinn, sem á sér enga lagastoð. Í starfi er hún sökuð um misbeitingu valds á mjög grófan hátt. Áfrýjunarnefnd Kirkjunnar hefur fellt sinn dóm, og þeim dómi verður ekki áfrýjað. Ljóst að framgagna  biskups mun kalla á málaferli þar sem brotaþolar munu sækja rétt sinn. Meint misbeiting valds hefur staðið í langan tíma, nokkrir þolendur og meintur gerandi er sjálfur biskup og nokkrir fylgifiskar hennar.

Hitt dæmið varðar meinta grófa valdníðslu Samgöngustofu, nánar sagt Siglingasviðs Samgöngustofu. Þegar skip er skráð hjá Samgöngustofu er hægt að gera það miðað við þegar skipið fær haffærisskírteini og þá er skipið fullklárað, eða þegar smíði skips fer á stað og þá er talað um þegar kjölur er lagður á skipi. Þetta getur skipt máli ef reglugerðarbreytingar verða á meðan smíðum skips stendur. Í þessu tilfelli hófst smíði skips 1999, en svo verður reglugerðarbreyting í ársbyrjun 2001. Smíði skipsins lýkur síðan 2003. Samgöngustofa flokkar glæsilegasta farþegaskips landsins eftir nýju reglugerðinni, sem skemmtibát sem má flytja 12 farþega þegar farið er út fyrir Faxaflóahöfn, í stað þess að flokka skipið rétt skráð sem farþegaskip en það var flutt inn sem slíkt, sem má flytja 120 farþega þegar farið er út fyrir Faxaflóahöfn. 

Samkvæmt Stjórnsýslulögum, sem fjalla um samskipti opinberra aðila annars vegar og einstaklinga og fyrirtækja hins vegar er tilgreind Rannsóknarreglan: ,,Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því“.

Í þessu tilfelli þarf Samgöngustofa að fá staðfestingu á hvenær kjölur er lagður á skipinu.  Skipasmíðastöð skipsins er eini aðilinn sem getur gefið út skipasmíðaskíteini  þar sem m.a. fram kemur hvenær kjölur skipsins var lagður. Samgöngustofa fékk nafn, símanúmer, netfang ofl upplýsingar skipasmíðastöðvarinnar og síðan skipasmíðaskírteini skipsins. Fyrir dómi kom framkvæmastjóri skipasmíðastöðvarinnar og sagði að skírteini það sem Samgöngustofa hafði undir höndum væri unnið af honum. Hann fullyrti að Samgöngustofa hafi aldrei leitað til þeirra, hvorki símleiðis eða skriflega.

Hins vegar hafði Samgöngustofa samband við sendiráðsritara Mexíkó í London, og fékk hjá honum tvær yfirlýsingar sem sögðu að annars vegar hefði smíði skipsins sem 40 metra langt, hafi tekið 27 daga og hins vegar 4 mánuði. Skipaverkfræðistofa hérlendis taldi fráleitt að smíði skips tæki minna en 3-4 ár. Fyrir dómi kom í ljós á bak við yfirlýsingar sendiráðsritarans um smíði skipsins voru engin gögn, ekkert! Hvergi í heiminum eru sendiráðsritarar látnir gefa út skipasmíðaskírteini!

Þetta mál hefur tekið 5 ár. Í Landsrétti kom fram að Samgöngustofa hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni og nú er búið að taka málið fyrir í Hæstarétti sem sjálfsagt skýrir betur hvernig opinberir aðilar eig að sinna rannsóknarskildu sinni. Samgöngustofa mun eiga von fleiri málaferlum vegna annarra mála, þar sem valdi hefur verið misbeitt.

Á bak við svona mál eru fjölskyldur, þ.m.t. börn. Mörg hjónabönd rofna hjá þolendum í svona málum, önnur halda en bogna. Það er mikilvægt að lögin séu til staðar, en margra ára barátta stafar m.a. af því að gott fólk grípur ekki inní þegar ofbeldið á sér stað. Ábyrgð þessa fólks er mikil, með aðkomu þeirra væri óþverrahátturinn minni og stundum gæti inngrip komið í veg fyrir mjög  vonda hluti. Þetta fólk ætti að setja sig inn í hlutina og athuga þá lagaumgjörð sem viðkomandi starfsemi býr við. Síðan er þetta oft spurning um kjark. Það sem uppúr stendur er að lögin skipta svo sannarlega máli. 


Í ofbeldissambandi.

 

Samskipti hins opinberra, ríkis, sveitarfélaga annars vegar og einstaklinga og fyrirtækja hins vegar er oft eins og sambönd fólks. Þau geta verið góð, en þau geta líka verið afar slæm. Þegar þau eru hvað verst eru þessi sambönd hreinræktuð ofbeldissambönd.

Nú í þessum mánuði fer eitt mál vegna samskipta fyrir Hæstarétt. Fyrirtæki þarf að kæra Samgöngustofu fyrir ofbeldissamskipti. Um er að ræða Siglingasvið Samgöngustofu. Fyrsta dómsmál fyrirtækisins vegna vinnubragða Samgöngustofu snérist um að starfsmenn Samgöngustofu tilkynntu meint brot fyrirtækisins til Landhelgisgæslunnar  fyrir að sigla með of marga farþega í Faxaflóa. Landhelgisgæslan fór með varðskip og tók umrætt skip og færði til hafnar. RÚV var kallað til og fjallað var um málið sem stórhættulegt athæfi. Lögreglusjórinn á Höfuðborgarsvæðinu höfðaði mál gegn skipstjóra skipsins. Dæmt var í málinu og skipstjórinn sýknaður. Í  ljós kom að starfsmenn Samgöngustofu höfðu skilgreint ,,sér svæði“ þar sem þeir vildu að skipið fengi að sigla á innan Faxaflóahafnar, en slík takmörkun hafði bara enga lagastoð. Þetta er svona eins og einstakir lögreglumenn myndi ákveða að taka einhvern bílstjóra, og sekta hann fyrir að aka á 50 kílómetra hraða, þar sem 60 kílómetra hraði væri leyfilegur, sem geðþóttaákvörðun. Embætti Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ákváðu  að sætta sig við dóminn og áfrýja ekki.  Þessi dómsniðurstaða hafði engin áhrif á Samgöngustofu, né Landhelgisgæsluna sem, töldu sig ekki bundna af þessari dómsniðurstöðu og  héldu áfram að taka viðkomandi skip. Fjölmiðlamenn RÚV komu síðan og sýndu aftur ,,meintan glæp“ í beinni. Aðgerðir sem olli fyrirtækinu umtalsverðu tjóni. 

Aðalágreiningur Samgöngustofu og fyrirtækisins í stuttu máli er sú að á meðan byggingu skipsins stóð, breyttist alþjóðleg reglugerð gerð skipa. Bygging skipa tekur oft 3 til 5 ár. Í svona tilfellum gildir sú reglugerð þegar kjölur skipsins var lagður, þ.e. í byrjun byggingartímans. Umrætt skip ætti þess vegna að flokkast sem ,,gamalt skip" rétt eins og flest öll farþegaskip á Íslandi, og kröfur gerðar til skipsins miðað við gömlu reglugerðina.  Samgöngustofa vill hins vegar að þetta tiltekna skip verði flokkað eftir nýju reglugerðinni, sem það stenst að sjálfsögðu ekki, nokkra skoðun. Þegar skipið fékk fyrst bráðabirgða haffæriskírteini fyrir siglingu til landsins frá Mexíkó var það  skráð sem  ,,nýtt skip“. Nýir eigendur kaupa síðan skipið og sækja um rétta skráningu fyrir skipið sem nota átti í  hvalaskoðunar og norðurljósasiglingar. Slíkar leiðréttingar hafa oft verið gerðar hérlendis og erlendis. Samgöngustofa neitaði hins vegar og  hefur málið tekið rúm 5 ár. Í sumar féll síðan dómur í Landsrétti og þar kemur fram að Samgöngustofa hefur ekki kannað smíðasögu skipsins hjá viðkomandi skipasmíðastöð, og hefur ekki einu sinni haft samband við skipasmíðastöðina þrátt fyrir að fá allar  upplýsingar um síma og netfang. Niðurstaða Landsdóms er afgerandi. Samskipti Samsögustofu og fyrirtækisins höfðu verið kærð sem Stjórnsýslubrot til Innviðaráðuneytisins. Niðurstaða Innviðaráðuneytisins sagði að ekkert væri athugavert við samskiptin. Landsréttur var á öðru máli og felldi úrskurð Innviðaráðuneytisins úr gildi.

Í Stjórnsýslulögum er sett á opinbera aðila þá skylda að rannsaka mál áður en þeir taka ákvörðun. Í þessu dæmi hefði Samgöngustofa átt að leita eftir staðfestingu frá skipasmíðastöðinni hvenær kjölur varlagður.  smíði skipsins. Þ.e. hvenær var kjölur lagður. Slíkt hefði átt að gera með því að fá skipasmíðaskírteini frá skipasmíðastöð skipsins . slíkt skírteini hefur Samgöngustofa fengið en  ákveður að taka ekki mark á því. Fyrir það fær Samgöngustofa ákúru frá Landsrétti. Þegar hafa mál fallið í Hæstarétti þar sem mikilvægi þess að opinberir aðilar virði Stjórnsýslulögin og virði rannsóknarskildu sína. Um það fjallar Hæstiréttur aftur nú í næstu viku.

Í þessu máli hafa margir aðilar í stjórnkerfinu brugðist. Samgöngustofa, Innviðaráðuneytið, fjölmiðlar og Samgöngunefnd Alþingis. Það er óásættanlegt að samskipti opinberra aðila við einkaaðila og fyrirtæki séu byggð á grófu ofbeldi. Það býr ekki til gott samfélag.

Hér má sjá nánar fjallað um málin það sem þetta fyrirtæki hefur þurft að fara í gegnum í samskiptum við opinbera aðila. 

 
 

Hræddi félagsmálaráðherrann

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, seg­ir lík­ams­árás gegn gesti á ráðstefnu á veg­um Sam­tak­anna '78 vera grafal­var­legt mál. Það komi hon­um hins veg­ar ekki á óvart að svo hafi orðið miðað við aukna hat­ursorðræðu í garð hinseg­in fólks í sam­fé­lag­inu. Hann sagðist hafa orðið ógurlega hræddur!

Tilefnið var sannarlega alvarlegt. Það að lemja mann til óbóta, hvort sem hann er samkynhneigður eða gagnkynhneigður er sannarlega mjög vont mál. 

Félagsmálaráðherra er hins vegar ekki bara ráðherra samkynhneigðra, hann ætti að vera félagsmálaráðherra okkar allra, sem hann er ekki. Sjóndeildarhringurinn nær bara um rassgatið á honum sjálfum og hans fólki. Gagnkynhneigðir karlmenn mega sætta sig við árásir og misrétti, og það er eins og ráðherranum sé slétt sama. Hvar var ráðherrann í máli Gylfa Sigurðssonar knattspyrnumanns, eða Kolbeins Sigurþórsson eða Arons Gunnarsson? Dæmin eru fleiri. Nei, félagsmálaráðherrann gerir ekkert í málinu, þar sem þolendurnir eru ekki samkynhneigðir. Nýjasta dæmið er Albert Guðmundsson og KSÍ setur hann út úr landsliðinu. 

Er ekki kominn tími til að félagsmálaráðherrann Guðundur Ingi Guðbrandsson fái sér annað starf!


Kópavogsborgarlínan

Kópavogsborg var hugmynd sem ég bloggaði um á sínum tíma, en þá komu upp hugmyndir um að sameina Kópavogskaupstað og Reykjavíkurborg. Þessa hugmynd setti ég fram við borgarfulltrúa í Reykjavík á sínum tíma, þegar viðkomandi taldi það lausn allra mála að sameina Kópavogskauptað og Reykjavíkurborg. Að taka heitin og úr yrði Kópavogsborg. Viðkomandi fór í fýlu. Eins og nafnið skipti öllu máli. Nú þegar Reykjavíkurborg er með allt niður um sig fjárhaglsega, gæti komið að þeim tímapunkti að Kópavogur tæki Reykjavíkurborg yfir. Borgarlínan eitt og sér kallar auðvitað á algjöra endurskoðun á verkefninu. Annað hvort voru áætlanir gerðar af þeim sem ekkert vissu hvað þeir voru að gera, eða vítsvitandi var að blekkja til þess að ná verkefnilð færi af stað hvað sem það kostaði  Áætlaður kostnaður er kominn úr 120 milljörðum í 330 milljarða.

Sá sérfræðingur sem hefur haldið haus í ferlinu er reynsluboltinn og samgönguverkfræðingurinn Þórarinn Hjaltason, en hann þekkjum við Kópavogsbúar af afar góðu. Þar fer fram reynsla, þekking og viska. 

Nú þarf að endurmeta samgöngusáttmálann. Þá væri það hugmynd að endurnefna verkefnið því að nafnið Borgarlínan er alvarlega löskuð Er Kópavogsborgarlínan ekki tilvalið heiti á endurbættu verkefni? Dæmi sem þarf alveg að hugsa upp á nýtt, og þá með vönduðum vinnubrögðum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband