Nýtt gengisbandalag?

Fyrir nokkrum árum bloggaði ég hér um upptöku á norsku krónunni. Ljóst var að Evran var ekki í boði a.m.k. á næstu árum og allt tal þar um hreinar blekkingar. Auk þess sýndist mér að þær sveiflur sem væru í gengi íslensku krónunni samsvöruðu sér mun betur með þeirri norsku en Evrunni. Það eru kostir og gallar að vera með eigin mynt og við sem þjóð eigum að skoða þá möguleika án flokkspólitískra trúarbragða. Fyrir fáum árum hitti ég gamlan kennara Árna Vilhjálmsson prófessor og við fengum okkur kaffibolla út á Kaffivagninum út á Granda. Hann sagði mér að hann hefði lesið hugleiðingar mínar með ánægju og í framhaldi af því rætt þá lausn og aðrar með nokkrum samkennurum. Þeir tóku umræðuna mun dýpra og lengra. Að mynda myntbandalag Noregs, Íslands, Færeyja, Grænlands og Skotlands. Mér fannst þessi hugmynd afbragð, og í ljósi nýjustu frétta um áhuga Skota á ESS enn áhugaverðari.

 http://www.ruv.is/frett/adild-ad-efta-freistar-skota


Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2016
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband