Færsluflokkur: Bloggar

Nýtt gengisbandalag?

Fyrir nokkrum árum bloggaði ég hér um upptöku á norsku krónunni. Ljóst var að Evran var ekki í boði a.m.k. á næstu árum og allt tal þar um hreinar blekkingar. Auk þess sýndist mér að þær sveiflur sem væru í gengi íslensku krónunni samsvöruðu sér mun betur með þeirri norsku en Evrunni. Það eru kostir og gallar að vera með eigin mynt og við sem þjóð eigum að skoða þá möguleika án flokkspólitískra trúarbragða. Fyrir fáum árum hitti ég gamlan kennara Árna Vilhjálmsson prófessor og við fengum okkur kaffibolla út á Kaffivagninum út á Granda. Hann sagði mér að hann hefði lesið hugleiðingar mínar með ánægju og í framhaldi af því rætt þá lausn og aðrar með nokkrum samkennurum. Þeir tóku umræðuna mun dýpra og lengra. Að mynda myntbandalag Noregs, Íslands, Færeyja, Grænlands og Skotlands. Mér fannst þessi hugmynd afbragð, og í ljósi nýjustu frétta um áhuga Skota á ESS enn áhugaverðari.

 http://www.ruv.is/frett/adild-ad-efta-freistar-skota


Blindu mennirnir lýsa fílnum!

Skynjun okkar mannskepnunarinnar er svo takmörkuð að henni hefur verið lýst með dæmisögunni af blindu mönnunum sem lýstu fílnum. Snerting þeirra mótaði sýn þeirra á fílnum hvort sem hún var á rananum, fótunum, eyrunum, fílabeini eða öðrum líkamshlutum. Viðtalið sem þar sem laganemarnir ungu sem heimsóttu Norður Kóreu lýsa upplifun sinni, útskýrir fyrir okkur líka hvernig fólk í gegnum árin upplifði og lýstu fyrir öðrum hvað það sá, en ekki síður það sem það sá ekki. 

Hér eftir eigum við ekki bara lýsingu blindu mannanna, heldur líka ungu lögfræðinemanna sem fóru til Norður Kóreu. Í þeirra augum var skynjun alls heimsins á Norður Kóreu röng, þeir höfðu jú verið þar, þó undir strangri gæslu væri!

  


mbl.is Alveg bannað að krumpa foringjann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brynjar Nielsson sem dómsmálaráðherra!

Vonandi er tími fagmennsku gengin í garð. Þar sem þeir bestu eru valdir í störf í stað annarra sjónarmiða. Nýlega var Már Guðmundsson ráðinn sem Seðlabankastjóri. Held að fáir dragi fagmennsku hans í efa, þó kusk hafi fallið á hvítflibbann, þegar hann þáði styrk til þess að greiða dómskostnað sinn úr sjóðum Seðlabankans. Samþykkt  lá ekki fyrir í bankastjórn Seðlabankans um það mál.  Í síðustu ríkisstjórn var valin sú leið til þess að velja sem hæfustu ráðherranna að fá utanþingsfólk að hluta sem ráðherra. Ragna Árnadóttir varð dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Bæði voru vinsæl sem ráðherrar og farsæl, þrátt fyrir að Gylfi setti nokkuð niður þegar kom að Icesavesamningum. Í þingliði síðustu var þó afburðafólki haldið frá ráðherrastólunum, þar sem þingmennirnir hefðu skyggt á formenn stjórnarflokkana, þingmenn eins og Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir. Þekking þeirra, reynsla og hæfni hefði á nokkurs efa getað skilað okkur betri niðurstöðu en síðasta ríkisstjórn skilaði. 

Það er hárrétt ákvörðun hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að óska eftir því að dómsmálahluti innanríkisráðuneytisins verði færður öðrum, a.m.k. á meðan mál er í gangi gegn fyrrum aðstoðarmanni hennar. Auðvitað getur Bjarni Benediktsson tekið það að sér og myndi skila því verki með sóma. Hins vegar er hann með það stór og mikilvæg verkefni að óráðlegt er að bæta dómsmálaráðuneytinu við þau verkefni. Í þingliði stjórnarflokkanna er toppmaður til þess að fara með málaflokkinn. 

Brynjar Níelsson hefur mikla reynslu og þekkingu á málaflokknum og myndi skila þess hlutverki með einstakri prýði. Hann hefur kjark  og getu til þess að stuðla að breytingum til þess að gera gott samfélag enn betra.  

brynjar Níelsson
mbl.is Sigmundur fellst á beiðni Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinningur í neytendamálum.

Í kvöld fjallaði Stöð 2 um landbúnaðarmál. Það lofaði ekki góðu þegar fyrrum framkvæmdastjóri samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson leiddi fréttina. Heimir byrjaði að segja okkur að formaður þingflokks Framsóknarflokksins héldi því fram að sumt kjöt gæti reynst Íslendingum hættulegt! 

Nú er það svo að allnokkuð er flutt inn af frosnu kjöti, en ferskt kjöt má ekki flytja inn. Nú spurði ég í hóp fagmanna á matvælasviði út í þetta bann, og varð talsvert vísari. Væri áhugavert að fjölmiðlar myndu upplýsa okkur neytendur vel um hvað sérfræðingar óttast með innflutningi á fersku kjöti.

Til þess að kóróna fréttaflutninginn var fenginn helsti óvinur neytenda á Íslandi, formaður sjálfra Neytendasamtakanna sem virðist eiga þá ósk heitasta  að verða sjálfdauður í embætti.  Hann byrjar að gagnrýna með fullum rétti að merkja þurfi upprunaland þess kjöts sem selt er. Hins vegar slær út í fyrir honum þegar hann fer að tala um innflutning á fersku kjöti, og reynir að koma því inn hjá áhorendum að til standi að flytja inn fersk kjöt frá Bandaríkjunum en ekki Evrópu. 

Langt skal seilst til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga! 


Ættfræði og íþróttalýsingar

Fyrir nokkrum árum kynntist ég braselíubúa (braselíana). Hann bjó hérlendis í nokkur ár. Knattspyrnan var í blóðinu hjá honum rétt eins og tangóinn, og sambatónlistin. Fljótlega eftir að hann kom ákváðu einhverjir stríðnir að líkja eftir knattspyrnulýsingum þeirra frá Suður Ameríku. Goool var spangólað með mikilli ástríðu. Hann glotti og sagði sallarólegur að hvert land hefði sína sérstöðu. Hjá þeim væri það spangólið, en hér væri það ættfræðin. Þessu var nú ekki sérlega vel tekið af landanum og hann spurður hvort hann gerði virkileg athugasemdir við Bjarna Fel og aðra íþróttafréttamenn. Hann svaraði í miðri knattspyrnulýsingu, hlustið:

Við heyrðum, þulinn telja upp nöfn þeirra sem fengu boltann hverju sinni, og hvort boltinn færi í horn, innkast eða dæmt var fríspark, rétt eins og við sæjum það ekki sjálfir. 

Við sem höfum dvalið langtímum erlendis, þekkjum annars konar íþróttalýsingu eins og í Bretlandi eða Þýskalandi. Þá hefur íþróttafréttamaðurinn faglega þekkingu á íþróttinni, sem er afskaplega gagnlegt rétt eins og að það gagnast fréttamanni sem fjallar um efnahagsmál að vita eitthvað um efnahagsmál sjálfur.

Við erum enn sem komið er ekki efni á að koma okkur upp slíkum þulum t.d. í knattspyrnu. Það er vissulega áhugavert að hlusta á menn eins og Heimi Hallgrímsson, Gunnleif Gunnleifsson og Guðna Bergsson í hálfleik eða eftir leik og þá koma oft á tíðum góðir og gagnlegir punktar.

Þangað til verðum við að sætta okkur við að við eigum nokkuð í land að ná okkur eftir hrunið og þeir sem vilja meira en það sem boðið er uppá, geta horft á erlendar stöðvar.  


mbl.is Krul: Sagði þeim að ég vissi hvar þeir myndu skjóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð og siðferðilegt mat.

Góð laun í starfi eru oft réttlæt með að starfinu fylgi svo mikil ábyrgð. Yfirmaður getur oft haft afgerandi áhrif og því fyllilega réttlætanlegt að taka tillit til þess varðandi launagreiðslur. Slíkum störfum fylgir líka krafa um siðferðilega ábyrgð. Á þetta reynir fyrst og fremst þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá vill oft vera að yfirmaðurinn telur algjöran óþarfa að nefna þessa ábyrgð. 

Þegar Már Guðmundsson fer í mál við Seðlabankann út af launadeilu á hann að vita að því fylgir áhætta. Hann getur unnið málið, en hann getur líka tapað því. Ef hann verður fyrir kostnaði af þessum sökum þá er það algjörlega hans mál. Ef hann lætur Seðlabankann borga slíkan kostnað er hann að bregðast því trausti sem til hans er borið og þeirri ábyrgð sem á hans herðar eru settar. Þá skiptir engum máli í hvaða trúfélagi hann er, með hvaða knattspyrnuliði hann ákveður að styðja eða hverjar stjórnmálaskoðanir hann hefur. Hann er óhæfur. Sjái hann ekki sóma sinn í því að taka pokann sinn, verða aðrir að sjá til þess að hann geri það. 


mbl.is Óskaði eftir endurgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli Stef og Reynir Trausta saman í laxveiði?

Á DV og Visi.is hefur gúrkutíðin mikla gengið í garð á báðum fjölmiðlunum. Nú ber svo við að Elliðaárnar eru opnaðar og þá ákveður Dagur borgarstjóri að tími sé kominn til þess að breyta hefð fyrrum borgarstjóra, að láta almenning opna árnar. Nei það er of mikil jafnaðarmennska í því, svo Dagur ákveður bara að opna árnar sjálfur. 

Nú hefðum við ætlað að Fréttablaðið og DV myndu koma þessari áherslubreytingu vel á framfæri, en þá vill svo einkennilega til að þeir félagar Reynir Traustason og Ólafur Stephensen eru sennilega báðir farnir í frí. Manni grunar að Jón Ásgeir, nei ég meina Ingibjörg Pálma hafi sent þá kumpána í lax. 

Þögnin á þeim bæ, heinlega öskrar á mann. Maður er nú ekkert sérstaklega að láta það trufla sig við veiðarnar, sem ekki hafa gengið  sérlega vel. Ætli maður skipti bara ekki um flugu og velji eina gráhærða, með rauðum kraga. 


Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins tjáir sig!

Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að íslenskir eiginmenn múslímskra kvenna á Íslandi, sem Sigþrúður þekkir til, beri ábyrgð á kúgun og ofbeldi gagnvart konunum - ekki samlandar þeirra. 

.... og hvað þýðir þetta?

Þýðir þetta að kristnir eiginmenn kúgi konur sínar meira en múslímar, eða eiginmenn af öðrum trúarbrögðum?

Þýðir þetta að kúgun kvenna í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi sé minni en t.d. í löndum þar sem kristin trú er ráðandi?

Á bak við fullyrðingar framkvæmdastýrunnar hljóta að liggja rannsóknir, sem fjölmiðlar ættu að birta.

Ef til vill eru fullyrðingar um kúgun kvenna í löndum múslimalöndum eru rangar, þá þarf sannarlega að taka til í fjölmiðlum á Vesturlöndum, og væri þá ekki tilvaldið að fá Sigþrúði Guðmundsdóttur til þess leiðrétta þessa fjölmiðla.

Auðvitað eru múslimar misjafnir eins og aðrir, en við skulum lita á eitt viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Vísi.is.  sjá hér 

Sigþrúður ætti að slá á þráðinn í eitthvert af fjölmörgum kvennaathvörfum í Kabúl, eða til Ingibjargar Sórúnar til þess að fá upplýsingar um hverrar trúar þessir kúarar eru þarna úti.  

Nú er full ástæða til þess að fjalla um þessi mál af virðingu fyrir öllum trúarhópum. Við erum fjölþjóðasamfélag, en við eigum að vera óhrædd að taka umræðuna t.d. um kröfur um íslenskukunnáttu, um aðlögun að íslensku samfélagi ofl. rétt eins og aðrar þjóðir gera í vaxandi mæli. Þá er mikilvægt að farið sé sem réttast með staðreyndir. Það á við um Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfs rétt eins og alla aðra.  

 


mbl.is Íslenskir karlar beita ofbeldinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö stæstu baráttumál samfylkingarinnar fundin!

svín

 

 

 

 

 

 

 

Það hefur verið mikil tilvistarkreppa í samfylkingunni frá því að Kvennalistinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið ákváðu að sameinast. Þessi sameining dugði að vísu aðeins í örfáar mínútur og þá var samfylkingin farin að molna í frumeindir sínar. Alþýðuflokkurinn kunni ekki að meta Kvennalistakerlingarnar og kommúnistarnir í Alþýðubandalaginu ætluðu sér ekki að verða jafnaðarmenn. Hver höndin hefur verið á móti annarri og nú heita brotin og brotabrotin hinum ýmsu nöfnum. Það sem eftir er af samfylkingunni veit ekkert fyrir hvað þeir standa, hvert þeir stefna eða hver baráttumálin ættu að verða. Einhverjum snillingnum, sennilega almannatengli datt í hug að finna tvö mál sem restin gat verið sátt um. 

1. Að mótmæla núverandi framkvæmd við að gelda svín og kenna bændum og  Framsóknarflokknum um.

og 2. Að verða aðalbaráttuafl fyrir múslima hérlendis - og kenna Framsóknarflokknum  og kristnu fólki um andstöðu við múslima að vilja ekki stuðla að þeir geti komið sér upp glæsilegri aðstöðu og kalla alla þá sem hafa eitthvað út á slík að setja fasista og þá sérstaklega Framsóknarmenn sem samfylkingunni er sérlega í nöp við. (Aumingja Framsóknarmennirnir eru að verða að einskonar gyðingum nútímans). 

Þetta hefur fallið í góðan jarðveg bæði meðal þeirra fáu stuðningsmanna sem enn styðja samfylkinguna og þó sérstaklega fulltrúum flokksins í fjölmiðlaheiminum sem nánast  fjalla ekki um neitt annað en baráttumálin tvö.

Nú er bara að sjá hvort þessi baráttumál, og hatrið,  hristi þetta lið saman, það er að segja þá fáu sem eftir eru í flokknum. 

 

Brúðkaup

 


Rekinn heim fyrir að neita að hylla þjóðfánann!

Vísir.is segir frá því að ungur bandarískur piltur hafi verið rekinn tímabundið úr skóla vegna þess að hann neitaði að fara með hollustueiðinn eða Pledge of Allegance. Á þessu máli eru a.m.k. tvær hliðar.  Það er mikil munur að bera virðingu fyrir einhverju, t.d. landi og þjóð eða blind dýrkun. Margir þeirra sem verða æfir og missa sig þegar einhver talar af virðingu um Íslandi, land og þjóð, dýrka ESB nánast skoðanalaust og víla ekki fyrir sér að falsa niðurstöður undriskrifasöfnunar til stuðnings sínum málstað. Á sama tíma er hluti þeirra blindir stuðningsmenn t.d. einhvers fótboltafélags í Englandi. Þessir sömu aðilar virðast síðan hata lönd eins og Bandaríkin, eða ákveðna hópa eins og bændur, landsbyggðarfólk, kristið fólk eða Framsóknarfólk. Sannarlega öfgafull viðhorf. Það sem kemur síðan hvað mest á óvart, að einmitt þessir hatursfullu öfgasinnar kalla stundum þá sem ekki eru þeim sammála fasista. Lífið er stundum skondið.

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband