Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samskipti við erlenda fjölmiðla

Það er hægt að gagnrýna margar ákvarðanir Geirs Haarde, en það hlýtur að hafa verið erfitt að vera í hans stöðu eftir hrunið að halda sjó. Reglulegir blaðamannafundir voru til góðs og Björgvin Sigurðsson stóð sig vel við hlið hans í fjarveru Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem Geir Haarde fékk hrós fyrir var góð framkoma hans í viðtölum við erlenda fjölmiðla. Hann hefði átt að nýta sér þennan styrkleika enn frekar. Þegar kom fram á þetta ár minnkaði upplýsingaflæðið til almennings og það varð ríkisstjórninni að falli. Við tók ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Ný ríkisstjórn hefði átt að læra af mistökum fyrri ríkisstjórnar, það hefur hún ekki gert.

Það er sjálfsagt hægt að gagnrýna framgöngu Geirs Haarde í þessu viðtali og í öðrum viðtölum við erlenda fjölmiðla. Við getum borið þessi viðtöl saman við þau viðtöl sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur átt við erlenda fjölmiðla á undanförnum mánuðum.


mbl.is Hefðu átt að minnka umsvifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna komin fram

jóhanna sig

Forsætisráðherra sem auglýst var eftir hér á blogginu er komin fram, heil á húfi, en ansi þreytt. Geir Haarde fékk gagnrýni í byrjun árs fyrir að sjást of lítið og tala of lítið við þjóðina. Þessi gagnrýni var réttmæt. Hafi hann sést lítið þá er eins og Jóhanna hafi gufað upp. Jóhönnu er vorkunn. Hún hafði ætlað sér að hætta, eftir afar farsælan feril sem stjórnmálamaður, en þar sem enginn annar var tilbúinn þá var hún neydd í starfið. Það hljómar ekki vel að vera neydd í starf leiðtoga, og útkoman er eftir því. Hún verður þreyttari með hverri vikunni, en á sama tíma bíður þjóðin. Það þarf að taka ákvarðanir og sjá til þess að þeim sé fylgt eftir. Það þarf að upplýsa þjóðina og hvetja hana til dáða. Þetta er hlutverk leiðtogans. Hann er ekki hér og eftir vill ekki sanngjarnt að ætlast til þess að Jóhanna taki það hlutverk að sér, þegar ferillinn er þegar á enda.

Þjóðin þarf á leiðtoga að halda núna. Sumir blanda saman leiðtoga og foringja, en leiðtoginn notar lýðræðið til þess að fá fólk með sér, foringinn fer á stað og biður fólkið að fylgja sér, eða skipar því áfram.

Það er gott að Jóhanna sé komin fram, þótt beygð sé. Verkefni forsætisráðherra nú er sennilega eitt það vandasamasta sem upp hefur komið, það er leitun að þeim sem gætu höndlað það hlutverk nú. Krafan um uppstokkun í stjórn landsins mun aðeins verða háværari með hverri vikunni.  


Eru útrásarvíkingarnir enn við völd?

Valdinu var hér áður skipt í dómsvald, framkvæmdavald og löggjafarvald. Með þeirri þróun sem hefur orðið í heiminum á síðustu áratugum, var fjölmiðlavaldinu oft bætt við sem fjórða valdinu og síðar kemur fimmta valdið á síðustu árum þ.e. fjármálavaldinu. Við Íslendingar kynntumst þessu valdi mjög sterkt á síðustu árum. Mikilvægt er að þessir valdsþættir séu í jafnvægi og þeir virði landamæri, ef ekki á illa að fara. Hérlendis kom skýrt fram að dómsvaldið, framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið var oft álitið aðeins vera til óþurftar fyrir þá sem fóru með fjármálavaldið, og fjölmiðlarnir voru síðan í eigu þeirra. Það vill enginn til baka, til þessa tíma en umræðan hefur ekki farið fram hvernig fyrirkomulag við viljum hafa.

Lýðræðisleg umræða er aldrei sterkari en í aðdraganda kosninga, og einmitt nú ættum við að vera að fjalla um hvernig þjóðfélag viljum við lifa í á komandi árum. Mál eins og styrkjamál Sjálfstæðisflokksins eru eitt af þeim málum sem geta tekið umræðuna frá þeim megin verkefnum sem við þurfum takast á við. Ekki það að þetta styrkjamál eigi ekki að ræða, en það eru mun brýnni og stærri mál sem skipta þjóðina meira máli fyrir þessar kosningar.

Hvernig ætlum við að taka á vanda heimilanna? Hvernig ætlum við að koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný? Hvernig ætlum við að haga samstarfi okkar við nágrannaríki okkar, innan ESB eða utan?Hvað gerum við með íslensku krónuna? Hvernig höldum við sem flestum íslendingum á Íslandi? Hvernig getum við varið velferðina? Hvernig tökumst við á við atvinnuleysið? Í þessari kosningabaráttu er lítil áhersla á þessa þætti. Fjölmiðlarnir hafa sett kastljósið á styrkjamál Sjálfstæðisflokksins. Styrkjamál annarra flokka hefur fallið í skuggann, svo og fjármálaleg staða flokkanna.

Er það mögulegt að Stöð 2 hafi haft upplýsingar um styrkjamálið í nokkra mánuði? Ef svo er, er það tilviljun að upplýsingar um það sé sett fram um páskana rétt fyrir kosningar? Er það tilviljun að Jón Ásgeir Jóhannesson var bæði stór eigandi í FL Group og er nú stór eigandi í Stöð 2? Gæti verið að upplýsingarnar hafi verið auðfengnar. Þá er spurningin um tilganginn?

Verða kosningaúrslitin í Alþingiskosningunum 2009 í boði útrásarvíkinganna?


Leiðtogi kveður

Nú yfirgefur Ingibjörg Sólrún vettvang stjórnmálanna a.m.k. tímabundið. Mjög ólíklegt er að hún komi aftur í framvarðarsveit Samfylkingarinnar. Rétt rúmlega fimmtug, hefði Ingibjörg átt að vera að upplifa sín öflugustu ár í pólitíkinni. Komin með reynslu og þroska. Mér hefur oft fundist hafa  verið vegið að Ingibjörgu með óvægnum og ósanngjörnum hætti. Vonandi eru þau vinnubrögð á undanhaldi í ísenskri pólitík. Vonandi nær Ingibjörg aftur starfsþreki sínu og kemur til baka, þó ekki nema til þess að vera í bakvarðarsveitinni. Ég á von á að hún eldist betur í pólitíkinni, en t.d. Jón Baldvin, sem ætlar sér að verða erfitt pólitískt gamalmenni.
mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörkukona

Hræddur er ég um að róðurinn verði Frjálslyndaflokknum erfiður í þessum kosningum. Kolbrún var nærri komin á þing í síðustu kosningum sem uppbótarþingmaður. Að mínu mati yfirburðarframbjóðandi flokksins. Hvort það dugar henni nú, verður að koma í ljós.

 


mbl.is Kolbrún leiðir Frjálslynda í kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðeigandi skoðanakönnun

Það er algjörlega óviðeigandi að spyrja Sjálfstæðismenn, Vinstri Græna, Framsóknarmenn og þá sem eftir eru í Frjálslyndaflokknum um hvort þeirra Ingibjörgu eða Jón Baldvin fólk vildi sem formann Samfylkingarinnar. Margir þeirra hafa ekki mikið álit á þessum stjórnmálaleiðtogum. Það kemur nú ekki á óvart að ef spurt er milli þeirra meðal Samfylkingarmanna að Ingibjörg fengi yfirburðarstuðning. Hins vegar hefði líka verið áhugavert ef spurt hefði verið um stuðning við Jóhönnu, Dag eða Össur.
mbl.is Tæp 46% vilja hvorugan frambjóðandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lætur verkin tala

Ármann hefur komið sterkur út á sínu fyrsta þingi. Það er sagt að það taki 2-3 ár að koma sér almennilega inn í þingstörfin, en Ármann hefur sannarlega látið til sín taka. Það er líka mjög jákvætt að hann ástundar ekki þetta pólitíska pex, sem kennt er við sankassaleik.


mbl.is Ármann vill 2-3. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur

Það hefur vakið athygli mína aukin lýðræðiskrafa m.a. á Alþingi. Að dregið verði úr ofurvaldi ráðherrana og meira samráð verði m.a.  haft við minnihluta. Um leið og Framsóknarflokkurinn dregur lappirnar og samþykkir ekki allt sem minnihlutastjórnin fer fram á  fara allir á límingunum. Þegar örlítill dráttur varð á myndun ríkisstjórnarinnar var  strax farið að tala um að Framsóknarflokkurinn væri að kúa Samfylkinguna og Vinstri Græna. Framsókn væri með yfirgang. Nú þegar einn þingmaður Framsóknar vill bíða með Seðlabankafrumvarpið í 2 daga þá kemur ásökunin aftur um kúgun á minnihlutastjórninni.

Nú er ég ekki að mæla leikritahöfunum á Alþingi bót, en lýðræðissinnar verða að getað sýnt ákveðið umburðarlyndi.

Hef reiknað með að við fáum vinstri stjórn næstu 4 árin, en verð að játa að mér finnst virðingin milli stjórnarflokkanna og Framsóknar vera afskaplega takmörkuð. Í bloggheimum hamast Samfylkingarfólk á formanni Framsóknarflokksins, það er nú vart gert til þess að laða menn til samstarfs. Ef fólk vill ekki vinstri stjórn þá er miklu hreinlegra að segja það beint út.


Væri það ekki gott?

Það er fyllilega eðlileg krafa að ákveðin uppstokkun verði í kerfinu, þar sem það varði okkur ekki þegar hrunið kom. Það er líka eðlilegt að tekið verði á flokksræðinu, og að framkvæmdavaldið valti ekkí yfir löggjafarvaldið. Það er almenn krafa um að úr flokkspólitísku þvargi dragi á Alþingi. Hins vegar er það slæm krafa að allir Alþingismenn segi af sér, þannig að engin reynsla verði eftir þar. Það væri mikill fengur af manni eins og Tryggva Herbertssyni á þing, og væri mér nokk sama fyrir hvaða flokk hann færi fram. Ég sé ekki hvaða ábyrgð Tryggvi hafi átt í bankahruninu. Fram hefur komið að hann varaði við yfirtöku Glitnis, og ekki var hann lengi í starfi sem ráðgjafi Geirs. Tryggvi hefur hins vegar getið sér gott orð sem hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskólans.

 


mbl.is Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband