Í hátíðarstúku

Okkur hafur verið tekið afskaplega vel af ESB. Fengið fréttir af því reglulega að að öllum líkindum fengjum við sérstaka flýtimeðferð við inngöngubeiðni okkar. Okkur hefur verið sýndur alveg sérstakur sómi, með því að fá að svara 8500 spurningum frá ESB, og stór hluti af stjórnkerfi landsins hefur verið upptekið við þetta dæmi. Á sama tíma er þessi vanþakkláti almenningur bara fúll og meginþorri þjóðarinnar vill hvorki vita né sjá um þessa aðildarumsókn. Eitt aðildarlanda ESB sýndi Íslandi þann sérstaka sóma að setja okkur á lista yfir ofurduglegar þjóðir eða samtök, þótt sumir Íslendingar kunni ekki að meta hverjir eru á þeim lista með okkur.

Nú verður okkur sagt að það að umsókn okkar að ESB sé sérstakt fagnaðarefni, og við förum niður á Austurvöll með íslenska fána og fögnum ríkisstjórninni. Jóhanna kemur út á svalirnar og veifar til mannfjöldans og Steingrímur veifar líka, en lítur flóttalegur í kringum sig, þar sem einhverjir óþægir VG aðilar hafa mótmælt aðildarumsókninni. Öll þjóðin er eins og í hátíðarstúku, stolt yfir því að ríkisstjórnin hafi náð þessum merka árangri. Þakka þér Jóhanna og þakka þér Steingrímur.


mbl.is Ísland fær ekki flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Jamm - þau hafa staðið sig í þessu.  Geri mér fulla grein fyrir að þú varst að hæðast, en sem betur fer erum við með stjórnmálamenn sem hafa vit fyrir þér.

Einar Solheim, 24.2.2010 kl. 13:54

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er vissulega mjög ánægð meðað við skulum vera komin á þennan stað í ferlinu. Mér finnst í raun ágætt að við fáum ekki flyrimeðferð, það gerir vinnuna vandaðri, auk  þess sem okkur gefst þá berti tími til að kynna okkur valkostina og átta okkur á þeim breytingum sem aðild mundi valda. Við getum svo vel sótt okkur betir kosti að mörgu leiti með því að ganga inn, en til þess að svo megi verða er afar nauðsynlegt að gefa sér tíma og vanda alla skoðun á hverju máli fyrir sig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2010 kl. 13:54

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hólmfríður, sjálfsagt 70% þjóðarinnar var með því að við könnuðum hvað ESB aðild þýddi fyrir okkur, kosti og galla. Ég taldi fulla ástæðu til þess að ráðamenn virti vilja þjóðarinnar, en reyni stöðugt að hafa vit fyrir henni.

 Síðan kom hrun, samskipti við Evrópuþjóðir og upplýsingar um ESB og nú er nálægt 70% á móti aðild. Á sama hátt verða ráðamenn að gera sér grein fyrir því að þessi umsókn er ekki það sem þóðin vill.

Veit að margir vinir mínir í Samfylkingunni eru miklir lýðræðissinnar, þessi framkvæmd getur ekki verið þeim þóknanleg.

Sigurður Þorsteinsson, 24.2.2010 kl. 14:12

4 Smámynd: Ragnar G

Ég fagna því að ESB vilji tala við okkur eftir þann yfirgang sem útrásarvíkingar okkar hafa sínt bræðrum okkar á meginlandinu. Ég vona að það komi jákvætt út úr þessum viðræðum við ESB og samningurinn verði okkur hagstæður.

Eg fagna þessum degi og vondandi á ég eftir að draga Evrópuflaggið upp stoltur og glaður.

Ragnar G, 24.2.2010 kl. 17:31

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Raggi við getum örugglega sest niður yfir kaffi og rætt um kosti og galla ESB. Sennilega erum fyrst og fremst ekki sammála um hvað við teljum að komi út úr þeim viðræðum. Við erum hins vegar örugglega sammála um það að þessi ríkisstjórn er ekki að koma að enduruppbyggingu atvinnulífsins eins og hún ætti að gera.

Sigurður Þorsteinsson, 24.2.2010 kl. 17:49

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég vil benda Ragnari á að frekja og yfirgangur útrásarvíkinganna var 100% í boði ESB og regluvaldi þess.

Það er gott að við erum búin að fá svar frá þessum herrum í Brussel, af því má ráða að til að fá samning um inngöngu þurfum við fyrst að breyta öllum lögum hjá okkur til samræmis við ESB löggjöfina. Um hvað eigum við þá að semja og um hvað eigum við þá að kjósa? 

Gunnar Heiðarsson, 24.2.2010 kl. 20:26

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þið eruð búinn að gefast upp þá það lýðræðið er þrotið enda var það hvort sem er aldrei mikið.

Sigurður Haraldsson, 24.2.2010 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband