Ómerkilegur loddari!

Á sama tíma og allar skoðanakannanir sýna að stuðningur við inngöngu í ESB er að hverfa, leyfir Össur Skarphéðinsson sér að halda fram að stuðningur sé að vaxa. Svilkona hans Ingibjörg Sólrún gerir sér grein fyrir litlum stuðningi við aðild að ESB og vill bíða með umsókn þar til betur árar. Össuri er hins vegar slétt sama. Fyrir hann er ESB umsóknarbeiðnin leikur sem hann fær að skemmta sér við, þessa örfáu mánuði meðan ríkisstjórnin hangir saman.
mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þú hefur rétt að mæla! Ótrúlegt sjónarspil þetta eð ESB.......

Kveðja Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.7.2010 kl. 21:54

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það er merkilegt hve Össur er hrikalega úr takt við það sem fólki finnst í þjóðfélaginu!!! ekki nema von að ríkisstjórn okkar er svona slæm með mann eins og hann sem utanríkisráðherra!!!

Guðmundur Júlíusson, 23.7.2010 kl. 21:55

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Silla og Guðmundur, reyndar er ég sannfærður um að Össur geri sér fyllilega grein fyrir vonlausri stöðu ESB sinna. Fréttir á Blomberg í dag gera dæmið enn vonlausara. Össur er fyrst og fremst að ögra þjóðinni áður en ríkisstjórninni verður sparkað.

Sigurður Þorsteinsson, 23.7.2010 kl. 22:08

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

hvaða frétt er það á Bloomberg?

Guðmundur Júlíusson, 23.7.2010 kl. 22:28

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hann tekur það skýrt fram að það var þingið sem gaf honum þetta umboð... réttara sagt skipun.

Á Alþingi eru lýðræðiskjörnir fulltrúar sem þú og ég kaus... til að fara með okkar umboð.

Ef ríkisstjórnin mundi sveiflast með skoðanakönnunum þá væri landið stjórnlaust..... eða Gallúp mundi vera valdamesta fyrirtæki á Íslandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2010 kl. 22:31

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mér sýnist sem svo að fyrirsögnin segi allt sem segja þarf.

Tek heilshugar undir hana.

Sindri Karl Sigurðsson, 23.7.2010 kl. 22:40

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er það sem ég hef lengi vitað Sigurður og alveg hárrétt hjá þér!

Þrumukvellsleggja ég kaus þetta ekki yfir mig!

Sigurður Haraldsson, 24.7.2010 kl. 00:18

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðmundur, þeir vitnuðu í skjals frá ESB, þar sem fram kom að við þurfum að ganga frá Icesave (sjálfsagt af uppskrift Breta og Hollendinga), og við þurfum að aðlaga sjáfarútvegsstefnuna að  stefnu ESB.

Það er þetta með þrumuna, sem hefur fengið Samfylkingarpestina. Við hrunið hefur farið mikil umræða um virkara lýðræði. Þessi ríkisstjórn hafði eitthvað slíkt á prjónunum en því hefur öllu verið stunguð undir stól. Ákvörðunin um aðildarumsókn að ESB er gott dæmi um þetta. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki aðildarumsókn, en Samfylkingin notar málið sem skiptimynt í viðræðum við VG um völd. Öllum má vera ljóst að þingmenn VG greiddu atkvæði með aðildarumsókn, en eru algjörlega á móti aðild. Innlegg þitt er af sömu hræsnistegund og innlegg Össurs Skarphéðinssonar. 

Sigurður Þorsteinsson, 24.7.2010 kl. 08:48

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já loddari er hann og til heiðurs Ibbu sollu, jóku vitlausu og Seingrími fláráða.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.7.2010 kl. 16:44

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurður.

Þó þú kaust þetta ekki yfir þig þá gerður arðir landsmenn það. Ef þú mundir fá allt hérna á Íslandi eftir þínum smekki þá værir þú einvaldur. Ekki mikið lýðræði í þvi..... en örugglega fínt fyrir þig. Kannski er það það sem þú vilt?

Það verður kosið um samninginn í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Er það ekki fínt lýðræði?

Þú talar um skiptimynt. Það er alveg rétt að Samfylkingin vildi koma ESB málinu að. En VG vildi það ekki. En það er nú einusinni þannig að þegar tveir flokkar eru í ríkisstjórn þá þarf hver flokkur fyrir sig að gefa eftir í einhverjum málum og fá þá önnur mál í staðinn. Um það sníst stjórnarsáttmáli.

Samfylkingin fékk ESB en VG fékk það fram að banna ljósabekki, banna vændiskaup, banna stripp og fleirra í þeim dúr sem eru þeirra hjartans mál.

Og kannski ég tek það fram að ég hef ekki fengið Samfylkingapest. Ég hef aldrei og mun aldrei kjósa þennan flokk.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2010 kl. 18:02

11 Smámynd: Anna Guðný

Það verður kosið um samninginn í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Er það ekki fínt lýðræði?

Ég er búin að sjá og heyra þessa setningu ansi oft síðustu vikur og mánuði, rétt eins og það sé ekkert mál að hætta við ef við kjósum það.

Veit einhver hvað mikið er til í því?

Hafðu það gott

Anna Guðný , 24.7.2010 kl. 21:01

12 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ein ástæða þess að stuðningur við ESB aðild hefur dalað er að AGS prógrammið hefur tekist vonum framar.  Kreppan er búin, er sagt, þó svo að við séum í gjörgæslu AGS með ónýta krónu, höft, lokaða fjármálamarkaði og lánstraust í ruslaflokki. Halda menn virkilega að AGS og Norðurlöndin munu halda áfram að dæla hér inn sparifé útlendinga til að halda Íslendingum utan við ESB?  70% þjóðarinnar er fullviss um að svona mun þetta reddast í framtíðinni. 

Hvað gerist þegar AGS skrúar fyrir kranann? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.7.2010 kl. 21:40

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Anna, ég var einn þeirra sem vildi gjarnan fara í viðræður við ESB eins og það var kallað til þess að kanna hvað kæmi út úr samningaviðræðum. Slíkar viðræður eru fara þannig  fram að við þurfum að sækja um aðild og aðlaga hér áður en umsókn er  afgreidd. Þess vegna var eðlilegt að slíkt ferli yrði borið undir þjóðina. Það var of lýðræðislegt fyrir Samfylkinguna. Eftir hrun þurftum við að einbeita okkur að leysa þau verkefni sem biðu okkar. Þess vegna vill nú stór hluti þjóðarinnar draga þessa umsókn til baka. Bestu kveðjur.

Svo er til hópur sem sér engar lausnir, nema ESB. Andri Geir er einn þeirra. Það verður bara svo að vera. 

Sigurður Þorsteinsson, 24.7.2010 kl. 23:13

14 Smámynd: Sigurður Helgi Ármannsson

Össur Skarphéðinsson  er nu bara atvinnu stjornmalamadur og tar af leidandi atvinnu ligari her er ansi got mindband  http://www.youtube.com/watch?v=Xbp6umQT58A

Sigurður Helgi Ármannsson, 25.7.2010 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband