Lýðræðismælikvarðinn.

Það er með ólíkindum að Jóhanna og Steingrímur hafi raunverulega talið að Ólafur Ragnar myndi staðfesta ákvörðun Alþingis um Icesave. Hlaup þeirra undan þjóðinni til forsetans með plöggin voru aumkunarverð. Þeir sem hlustuðu á rökstuðning Ólafs Ragnars við síðustu Icesaveafgreiðslu, áttu að vera viss um að þjóðaratkvæðagreiðslan var það eina í stöðunni. Jóhanna og Steingrímur, sjá ekki, heyra ekki og skilja ekki. Rétt eins og aparnir þrír. 

Á Bessastöðum var boðið upp á hina mestu skemmtun. Ólafur var öryggið uppmálað og það var hrein unun að sjá hvernig Ólafur rúllaði samfylkingarsnúðunum Jóhanni Haukssyni og Ómari Valdimarssyni upp. Hann gerði úr þeim apa, eða þeir voru a.m.k. eins og apar í lokin. 

Dagurinn er sigur fyrir lýðæðið. Þjóðinni er treystandi til að taka ákvörðun. Það kom í ljós hverjir treysta almenningi og hverjir ekki. Hverjir trúa á opna og lýðræðislega umræðu og hverjir ekki. Hverjir styðja lýðræðið og hverjir ekki. Það eru ekki Jóhanna og Steingrímur. Það er ekki Samfylkingin. Það er heldur ekki hundadeildin í VG. Við hin erum sigurvegarar dagsins. 

 

 


mbl.is Vonsvikinn og undrandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég missti af sjónvarpi frá Bessastöðum, þorði satt að segja ekki að fylgjast með í beinni.  En ég er alveg sammála þér með að þau Jóhanna og Steingrímur eru alveg úr takti við fólkið í landinu, hver væri það ekki eftir 28 ára slímsetu á alþingi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 11:12

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er sammála þér Sigurður. Ég horfði á útsendinguna, það var leiðinlegt að heyra til og sjá flest fjölmiðla fólkið með grátstafinn í kverkunum, en þeyr reyndu aftur og aftur að gera lítið úr ákvörðun forsetans. Nú vitum við að þetta fólk styður ekki lýðræðið.!!!

Ég er sammála þér,Ásthildur Cesil.

Eyjólfur G Svavarsson, 21.2.2011 kl. 17:08

3 Smámynd: Sverrir Baldur Torfason

Held að flestir ef ekki allir séu sammála þér nema auðvitað samfylkingamenn sem sjá ekkert nema Esb. Ég held að þjóðin eigi eftir að segja nei, það verður örugglega tæpt en þó meirhluti.

Sverrir Baldur Torfason, 21.2.2011 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband