Að fara eftir sannfæringu sinni.

Eftir hrun fóru fram umræður um nýtt Ísland. Flestir vildu aukið lýðræði, rökræðu í stað áróðurs, Margir vildu einstaklingskjör eða að minnsta kosti minnkað flokksræði. Við vildum að stjórnmálamenn okkar hefði stefnu og markmið, sem þeir legðu fyrir okkur, þannig að við gætum metið frammistöðu sína. 

Nýlega sagði Árni Páll Árnason fyrrverandi ráðherra, að meirihlutaræðið hafi aukist eftir hrun. Það hefur flokksræðið gert líka. 

Í kosningu um frávísun á þingályktunartillögu Bjarna Benediktssonar gengu nokkrir þingmenn mjög langt til þess að fara eftir sannfæringu sinni. Ræður þeirra Guðfríðar Lilju og Atla Gísla voru afburða góðar. Framganga Össurar Skarphéðinssonar sem flýtti försinni erlendisfrá sýndi ótrúlega einbeittan vilja og sterka réttlætiskennd. Þó ég viti það ekki fyrir víst, held ég að Katrín Júlíusdótir hefði fellt frávísunartillöguna. Ásta Ragnheiður sínir mikinn kjark að setja emæbtti forseta Alþingis undir. 

Niður á þingi urðu áhorfendur vitni að afar sérstakri uppákomu. Logi Már Einarsson varaþingmaður Samfylkingarinnar, arkitekt frá Akureyri var á staðnum en var ekki heimilað að koma ,,inná" í staðinn fyrir Sigmund Erni Rúnarsson. Marg ítrekað var reynt að hringja í Sigmund, sem var með slökkt á síma sínum. Einhver húmoristinn skaut að yfirspenntum stjórnarliðum að Sigmundur hefði örugglega gert það viljandi svo Logi Már gæti ekki kosið. Éitt augnablik héldu áhorfendur að slagsmál myndu brjótast út, eins og sést hefur á ,,heitari" þingum erlendis. 

Á sama tíma og margir fagna því að hlýðni við formenn stjórnarflokkana minnkar, verða stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar að virða sjálfstæðar skoðanir innan sinna raða. Sterkir einstaklingar geta mótað sér sjálfstæðar skoðanir á málum og hafa þann manndóm að fylgja þeim eftir. Eins og alþjóð veit nú, þá þarf sterk bein fylgja sannfæringu sinni hverju sinni. 


mbl.is Frávísun felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband