RÚV segir tvær konur hafa yfirgefið flokksforystuna.

Yfirgefið sagði fréttamaður RÚV. Önnur Ólöf Nordal ákveður að halda saman fjölskyldu í Sviss, ef hún væri hér heima, væri hún í fjarbúð, því eiginmaðurinn er vinnur í Sviss. Það er vissulega margir sem taka þá ákvörðun að annað hjóna búi á Íslandi og annað erlendis, börnin síðan á sitt hvorum staðnum. Mögulegt já, en æskilegt varla. Hin konan er Ragnheiður Elín Árnadóttir var formaður þingflokksins, en Illugi Gunnarsson sem var það áður kemur inn aftur. Sé bara ekkert að því, ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins skipta um þingflokksformann.

Framsetning RÚV er hins vegar í anda þess sem frá RÚV kemur, oft eins og unnið á skrifstofu Samfylkingarinnar. 


mbl.is Kveður þingið í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hef nú lengst af reynt að missa ekki af fréttum RÚV. En nú undanfarin ár nenni ég æsjaldnar að hlusta á þennan Samfylkingarspuna.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.9.2012 kl. 20:19

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta útskúfunarspil Bjarna Ben-Sjálfstæðisflokksins, á Ragnheiði Elínu Árnadóttur hef ég engan skilning á. Það kemur mér ekki á óvart, að konan sem ekki er heilaþvegin kvenremba, sé útskúfuð úr flokki "Sjálfstæðis".

Ólöf Nordal er í sérréttinda-hópi, því hún getur haft það fínt á þingkonu-launum, meðan maðurinn starfar erlendis á ofurlaunum. Hún getur heimsótt hann reglulega á kostnað svikinna skattborgara á Íslandi.

Margir láglaunaðir þrælar og sviknir lífeyris-bankamafíurændir einstaklingar hafa þurft af illri nauðsyn, að yfirgefa sína fjölskyldu, til að hafa framfærslu-raunhæf laun, og til að ráða við ólöglegu neytenda-vertryggingar-lánin á Íslandi, með  óverðtryggðum  launum.

Þrælahald!

Það vill enginn yfirgefa fjölskyldu sína, nema það sé lífs-nauðsynlegt! Afleiðingarnar af því eru sundrung og sorg allra innan fjölskyldunnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.9.2012 kl. 21:15

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Gjörsamlega óþolandi og ólíðandi að fréttastofa Ríkisútvarpsins geti ekki verið trúverðug og hlutlaus.   Slíku hefur ekki verið að dreifa hjá RUV síðustu misserin og hér á landi er engan hlutlausan fréttamiðil að finna.   Fréttaflutningur er afar óvandaður, fréttatilkynningar ríkisstjórnarinnar og tengdra aðila fluttar óritskoðaðar og án þess að fréttastofan leggi svo mikið sem eina mínútu í rannsóknarblaðamennsku.   Fréttastofan verður æ ofan í æ uppvís að því að vera ekkert annað en áróðurskrifstofa Forsætisráðherra og Samfylkingarinnar.

Jón Óskarsson, 8.9.2012 kl. 21:21

4 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Hvað var vitlaust farið með..? Annarri var sparkað út og hin yfirgefur forystuna í vor. Þar með yfirgefa báðar forystuna. Hver á sinn hátt. Sé ekki alveg hversvegna þið eruð að væla.Voðalega er fólk orðið hársárt. Hvar vinnur annars persónulegur aðstoðarmaður BB..??

Snæbjörn Björnsson Birnir, 9.9.2012 kl. 10:05

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er ómenntaður maður, en ég sé hvað rúv (með litlum staf) er að fara með þessu orðalagi, þó að þú  sjáir það ekki Snæbjörn.

Eyjólfur G Svavarsson, 9.9.2012 kl. 14:26

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Anna Ragnheiður Elín er hin mætasta manneskja. Hún kemur vel fyrir og hefur beitt sér fyrir málefni eins og málefni staðgögnumæra. Hins vegar þegar velja á þingflokksformann í flokki, þá þarf væntanlega að velja þann besta völ er á hverju sinni. Ef ég ætti að velja á milli Ragnheiðar Elínar og Illuga, þá er valið auðvelt, fyrst og fremst vegna styrkleika Illuga. Þessi skipti þurfa ekki að segja nokkurn skapaðan hlut um hvort Ragnheiður verði ráðherra.

Mér finnst ómálefnalegt hjá þér að halda því fram að Ólöf, fari út til mannsins síns á kostnað skattborgara. Þú hlýtur að hafa eitthað sem rökstyður þessa fullyrðingu. Hvort fólk á peninga, eða eignir gerir fólk ekki að glæpamönnum.

Svona okkar á mill, ef ég væri í hennar sporum, maki minn er á ofurlaunum búsettur erlendis, og börn í spilinu, það val væri auðvelt fyrir mig.

Snæbjörn

 Festir sem til þekkja vita að Ragnheiður Elín var skipt útaf fyrir Illuga, ekki vegna skoðanna hennar heldur vegna þess að hún hefur ekki þá reynslu og þekkingu sem Illugi hefur, og munar þar talsverðu. Það er ekki kallað að einhver sé að yfirgefa forystu flokksins. Ólöf ákveður að draga sig i hlé, og það er heldur ekki kallað að yfirgefa forystu flokksins.

Ég veit að þú hefur búið lengi erlendis og þess vegna hafi máltilfinningu þínni hrakað.

 Þegar VG skipti Guðfríði Lilju út fyrir Björn Val  var verið að skipta út greindri konu fyrir hlýðinn aula. Þá var þetta spurning um að vera sammála eða ósammála formanni VG. Atli Gísla, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Daði ákváðu að yfirgefa samkomuna, ekki vegna þess að makar þeirra eru í hálauna vinnu erlendis, heldur vegna þess eins og þau sögðu, innanflokks skortir lýðræðisleg vinnubörgð. 

Sigurður Þorsteinsson, 9.9.2012 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband