Fátæktarvæðingin - árin hans Stefáns

stebbi ólafs

Hún er skelfileg skýrsla Barnaheilla um fátækt barna á Íslandi. Á árunum eftir hrun 2008-2012 var okkur sagt að slegin yrði skjaldborg um heimilin í landinu og þó sérstaklega þá sem minna máttu sín. Framkvæmdin var svo allt önnur. Allur tíminn fór í gæluverkefni ESB, Stjórnlagaþing og síðan endurhæfingu óhæfra stjórnmálamanna. Þekktasta af slíkum verkefnum þegar Svavar Gestsson var sendur til Bretlands til þess að æfa sig í samningagerð og kom með Svavarssamninginn fræga um Icesave. 

Til þess að tryggja framkvæmdina varðandi þá sem minnst mega sín var kallaður fram á gólfið Stefán Ólafsson sem mikið hefur rannsakað og skrifað ósköp um jöfnuð og fátækt. Stefán tók að sér að vera formaður stjórnar Tryggingarstofnunar og þáði feita bita úr lófa valdhafa. Sem þakklætisvott skrifaði Stefán ótt og títt til þess að dásama valdhafa, á meðan hann úðaði í sig veitingunum af borði Steingríms og Jóhönnu. 

Það er engin hætta á að Stefán Ólafson biðji þjóðina afsökunar. Börnin sem ekki gátu haldið upp á afmælið sitt, eða þurftu að fara í biðraðir með foreldrum sínum eftir matargjöfum til hjálparstofnanna ættu að minnast þessara ára sem áranna hans Stefáns Ólafssonar, þau ár eru sem betur fer liðin.  


mbl.is Fátækt íslenskra barna aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo er Jóhanna af öllu fólki að saka aðra um kosningasvik.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2014 kl. 17:32

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Því miður eru þessi ár ekki liðin-   þau eru orðin of mörg ---

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.4.2014 kl. 17:44

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þessi ríkisstjórn varður að taka á kjörum þeirra sem verst eru settir. Nú kemur fram í greiningu að þeir sem fengu meginhluta þeirra sem fengu niðurfellt vegna 110% leiðarinnar var hátekjufólk. Þess vegna eru VG og samfylking æf yfir núverandi skuldaleiðréttingu. Fátækt á Íslandi er okkur til skammar og á þeim málum þurfum við að taka og það af alefli.

Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2014 kl. 17:55

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Erla árin hans Stefáns í valdastól, eru liðin. Hann daðraði svo við þá hugmynd að taka við Jóhönnu og fékk lítinn sem engan hljómgrunn. Mér skilst þó að konan hans hafi stutt hann í þá stöðu.

Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2014 kl. 18:06

5 identicon

Ógeðfellt lið, minnir óneitanlega á The Aniaml Farm.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 20:48

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kristján, voru þar ekki svínin sem náðu völdum, eigingjörn, hrokafull og spillt. Jú, þú gætir haft rétt fyrir þér.

Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2014 kl. 23:02

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mig minnir að Stefán Ólafsson hafi haldið því fram að bilið milli ríkra og fátækra hefði vaxið fyrsta áratug aldarinnar. Því var harðlega mótmælt.

Nú er sami Stefán gerður ábyrgur fyrir þeirri fátækt sem hann var að benda á.

Við lifum á merkilegum tímum.  

Ómar Ragnarsson, 18.4.2014 kl. 23:29

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar Barnaheil - save the chilren kortlagði stöðu barna á árunum eftir hrun 2008-2012 og niðurstaðan er: Á Íslandi jókst hættan á fátækt og félagslegri einangrun barna um 2,8% frá 2008 til 2012.

Hvar er Stefán Ólafsson gerður ábyrgur fyrir að bilið milli ríkra og fátækra hafi vaxið í byrjun aldarinnar. Skýrsla Barnaheilla fjallar ekkert um það.

Á ráða og ráðgjafatíma Stefáns Ólafssonar versnaði staða örykja og aldraðra og nú kemur niðurstaða Barnaheilla að staða barna versnaði líka. Ábyrgð Stefáns er mikil.

Bara til þess að halda því til haga þá fannst mér Þjóðlagaþing afar áhugaverð og hugmyndin um Stjórnlagaþing líka, þó ég hafi ákvaðnar athugasemdir við það.

Það eru til takmarkaðir fjármunir og takmarkaður tími, er ósáttur við að þeim tíma og fjármunum var veitt á þann hátt að kjör þeirra sem verst stóðu urðu verri er ég ósáttur við.

Sigurður Þorsteinsson, 19.4.2014 kl. 05:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband