Af norskum krónum

Það hefur lengi legið ljóst fyrir að íslenska krónan er veik, fyrst og fremst vegna smæðar hennar. Vegna hennar erum við að borga hærri vexti hérlendis en nágrannaþjóðir okkar. Í umræðunni hafa menn verið að blanda saman alls kynns  óskyldum málum. Íslensku krónunni, Davíð Oddsyni, íslenska fánanum, þjóðsöngnum, íslensku landsliðunum í íþróttum og þeir sem ganga lengst blöndu af malti og appelsíni. Þessar blöndur hafa hins vegar ekkert með málið að gera. Úrlausnarefnið er: Erum við að fá verri viðskiptakjör vegna smæðar gjaldmiðilsins okkar. Hafa breytingar á erlendum fjármálamörkuðum orðið til þess að við þurfum að skipta um gjaldmiðil. Þeir sem þetta var ekki ljóst áður, ættu að vera það ljóst nú. Spurningin er aðeins hvaða gjaldmiðil á að taka upp. Upptaka Evru er talin taka nokkur ár og þá er spurningin er annar gjaldmiðill mögulegur nú. Dollarinn kemur til greina vegna mikilla viðskipta okkar erlendis með afurðir í dollurum. Svissneski frankinn kemur til greina vegna stöðugleikans, en það gerir norska krónan líka. Ákveðinn ótti virðist vera að taka umræðuna um norsku krónuna. Sennilega vegna auðæfa Norðmanna í olíunni, en einnig vegna þess að okkur hefur oft fundist sem Norðmenn hafi ekki verið okkur mjög hliðhollir. Mörg rök eru hins vegar fyrir að íslenska ríkisstjórnin taki upp viðræður við þá norsku um sameiginlega mynt. Báðar þjóðirnar standa fjárhagslega vel. Þeir eiga olíu við eigum rafmang og heitt vatn. Lífeyrissjóðir okkar eru afar öflugir, nokkuð sem margar þjóðir geta ekki státað af. Báðar þjóðirnar eru á Evrópska efnahagssvæðinu en ekki í ESB. Það yrði ekki gott fyrir Norðmenn ef við gengjum í ESB, og því hefðu þeir hag af samstarfinu við okkur. Ég sé enga sérstaka ástæðu til þess að bíða með ákvarðanir hvað þetta varðar. Ef íslenska krónan var of lítil á síðasta ári, og öllum má vera ljóst að er of lítil nú, mun hún ekkert stækka umtalsvert á komandi mánuðum. Látum reyna á viðræður við Norðmenn, við getum borið höfuðið hátt í þeim viðræðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband