Manísk efnahagsstjórn

 Geðhvarfasíki getur verið skelfilegur sjúkdómur. Sjúklingurinn tekur sveiflur, fer upp í maníu síðan niður í þunglyndi. Hvort tveggja er hættulegt. Í maníunni líður sjúklingum yfirleitt mjög vel, en þunglyndið sem fylgir getur verið skelfilegt. Þess vegna er líklegast að sjúklingar séu reiðubúnir í meðferð í eða eftir þunglyndið. Eitt af vandamálunum við sjúkdóminn er að margir sækja í uppsveifluna og hætta því meðferð sem til er. Í uppsveiflunni, örlyndinu hafa margir listamenn fengið innblástur, en í niðursveiflunni hafa margir tekið líf sitt svo skelfileg getur hún verið þegar ruglið í uppsveiflunni er skoðað. Meðferð sjúkdómsins fellst í því að jafna þessar sveiflur.  Efnahagslíf Íslendinga er mjög sambærilegt. Eftir fátækt og erfiðleika aldanna fer að rofa til í byrjun tuttugustu aldarinnar. Heimskreppan 1929 hafði að sjálfsögðu haft mikil áhrif hér eins og annars staðar. Iðnbyltingin  var hins vegar að koma til okkar, m.a. í formi vélvæðingar skipaflotans og stækkun skipa. Stríðið færði okkur fyrstu yfirþensluna. Síðan  kom síldin, loðnan, Álverið í Straumsvík, og síðan síðasta uppsveifla sem nú er lokið. Þrátt fyrir að öllum megi vera ljóst að yfirþenslan er hættuleg, þá eru nógu margir sem vilja fara í nýja sveiflu. Álver á Bakka, álver í Helguvík, virkja allt sem mögulegt er. Þessi sókn í þenslu er fíkn. Lækningin fellst í stöðugleika. Það er efnahagstjórn. Leitin að stöðugleika er ekki að keyra í næstu yfirþenslu og heldur ekki að keyra þjóðfélagið á botninn.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mæltu manna heilastur!

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.5.2008 kl. 11:50

2 identicon

Sammála

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband