Afkáranleg ekkifrétt

Í síðasta mánuði var verðhjöðnun.  Það er ekkert í kerfinu sem kallar á verðbólgu nema annars vegar að gengið veikist, sem þýðir dýrari innflutning og hins vegar allt of háir stýrivextir Seðlabankans. Einhver verðbólgumarkmið upp á 2,5% árið 2010 er bara alls ekki áhugaverð. Þetta er svona álíka áhugaverð frétt og segja frá spretthlaupara sem setti það markmið árið 2010 að hlaupa 100 m hlaup á 11 sek., en í besti tími hans í síðasta mánuði er 10,8 sek.

Það væri nær að þeir sem stjórni Seðlabankanum fari með stýrivextina í hámark 4-6%. Stýrivextir í Bretlandi eru 0,5%. Vandamál okkar er að atvinnuvegirnir eru að stöðvast, með kolrangri vaxtastefnu Seðlabankans.

Vandamál íslensku þjóðarinnar eru hátt atvinnuleysi, og að efnahagskerfið er að dragast svo mikið saman að hætta er á hruni.


mbl.is Verðbólga í 2,5 prósent 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi það nú, Hvar eru fréttirnar af þessum fundi? Var ekki búið að lofa að upplýsa þarna hverjir væru eigendur jöklabréfanna. Það er ein af stóru spurningunum? Hverjum erum við að afhenda allann gjaldeyri sem þjóðarbúið aflar. Er virkilega búið að eyðileggja alla fréttamensku í þessu landi?

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Aðalbjörn Björnsson

Af hverju eru menn að þykjast vera eitthvað sem þeir eru ekki; þú ert bara íhaldsmaður Siggi. Það er bara einn flokkur sem er með framtíðarsýn; Samfylkingin: sækjum strax um aðild því við vitum öll að best er að vera í samfélagi Evrópuþjóða; er betra að bíða í 5-10 ár þar sem ljóst er að framtíðin er þar, í Evrópusambandinu.

Aðalbjörn Björnsson, 18.4.2009 kl. 00:56

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Viðar því miður er þessi fundur vægast sagt vandræðalegur. Seðlabankinn stóð sig ekki í stykkinu á síðasta ári. Hélt að háir vextir leystu þann vanda sem við áttum þá við að etja, en þeir gerðu það ekki. Vandinn var ofþensla sem ríkistjórnin hefði átt að taka á, en gerði ekki. Hafi Seðlabankinn gert mistök þá, er hann að gera skelfileg mistök nú með hærri vexti en nokkurt land ber í heiminum í dag, og það á samdráttartímum. Jöklabréfin, Icesave reikningarnir fréttir eru rétt handan við hornið, við hornið.. við hornið .. seinna.

Alli, heill og sæll kæri vinur. Ég flokkast nú seint til þess að vera íhaldsmaður, á Evrópskan staðal tel ég mig vera frjálslyndan jafnaðarmann. Styð heilshugar að við látum reyna á aðildarumsókn ESB, en ég held að niðurstaðan muni valda aðildarsinnum miklum vonbrigðum. Ef ég lít yfir viðhorf innan flokkana þá verða skilyrðin ströng, og hvaða lausnir eigum við þá. 

Vandamálið í dag eru 18 þúsund atvinnulausir, fjöldi námsmanna verða atvinnulausir í sumar og fjöldi fyrirtækja mun tína tölunni á árinu. Ég óttast að tala atvinnulausra nálgist 30 þúsundin þegar líða tekur á árið. Hvar á allt það fólk sem við erum að mennta í framhaldskólum og háskólum að fá vinnu á næstunni. Sem jafnaðarmaður sætti ég mig ekki við slíkt ástand. Ísland á ekki að vera með meira en 1-2 % atvinnuleysi, annað er stefnumótunarskekkja. Glæpur gagnvart þjóðinni. Ég sé ekkert í spilunum nú sem bendir til þess að aðstaða verði sköpuð fyrir lítil og miðlungsstór fyrirtæki til þess að hefja endurreisnina. Samsetningin í ríkisstjórninni er svo langt til vinstri að Össur telst vera eini sem nálgast að vera frjálslyndur. Bind reyndar vonir við hann í nýsköpun í næstu ríkistjórn (Kristján hefur reyndar staðið sig með ágætum)  

Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2009 kl. 01:32

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Alli, þetta er reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Ég hlustaði á Steingrím Sigfússon í ágætu viðtali um daginn á INNTV þar sagðist hann leggja áherslu á blandað hagkerfi. Samkvæmt þessu flokkast hann sennilega sem frjálshyggjumaður í þessari ríkisstjórn.

Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband