380 milljarðar fyrir það eitt að brosa

Að gefa sér forsendur um 3% vaxtalækkun við að ganga í ESB, er afar hæpið. Eyris Invest gerði slíka útreikninga fyrir Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins. Það þarf a.m.k. mun meiri rökstuðning fyrir þessari niðurstöðu. Það væri rétt eins hægt að gefa sér forsendur fyrir 5% vaxtalækkun ef við myndum brosa meira  það skilaði okkur þá 380 milljarða lækkun. Við eigum að skoða kosti og galla með inngöngu í ESB með opnum huga og taka síðan ákvörðun. Þetta innlegg inn í þá umræðu stenst enga skoðun.

15,5% stýrivextir er innlend ákvörðun, sem er með miklum ólíkindum. Þá ákvörðun verður að skýra mun betur fyrir almenningi og fyrirtækjum. Sú ákvörðun er í höndum Seðlabanka og peningamálanefndar, þessir aðilar hafa brugðist þjóðinni. Án mun nánari skýringa er sú ákvörðun skemmdarverk við íslenskt efnahagslíf.

 

 

 


mbl.is Vaxtaávinningur af ESB-aðild: 228 milljarða lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

15.5% vextir eru ekki eingöngu innlend ákvörðun.  Handrukkarinn IMF hefur þar hönd í bagga.  Þeir sem komnir eru í skuldaánauð verða að haga sér eins og lánadrottnar vilja.

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.4.2009 kl. 07:29

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Andri, því hefur verið vísað á bug að ákvarðanirnar séu teknar af AGS, við höfum mest um þær að segja.

Sigurður Þorsteinsson, 24.4.2009 kl. 09:07

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sælir félagar, er það ekki bara norsk ákvörðun að hafa stýrivexti svona háa ?  Norðmenn eru ekki og hafa ekki verið okkur sérlega hliðhollir og því með ólíkindum að hafa norskan mann sem Seðlabankastjóra.  Það hefur akkúrat ekkert breyst frá því Davíð Oddsson og félagar fóru úr Seðlabankanum.  Trúverðugleiki þjóðarinnar átti að batna og ég veit ekki hvað, en við erum í sömu ömurlegu sporunum.

Ég er þér sammála Sigurður með að umsókn að ESB og stýrivextir eru tvö aðskilin mál og að ætla að vextir lækki um heil 3% við aðildarumsókn þegar vextir ættu að vera lægri nú þegar um sem nemur 10 prósentustigum, þá er betra að láta það ógert að sækja um aðild að ESB.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.4.2009 kl. 10:55

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sigurður,  Voru vextir ekki hækkaðir hér upp í 18% af kröfu IMF?  Erlend blöð taka einmitt hið háa vaxtastig hér sem dæmi um að IMF láti ekki lönd sem lánað er til vaða upp með allt.  Margir erlendir aðilar hafa áhyggjur að IMF sé ekki nógu kröfuharður gagnvart stjórnvöldum í löndum sem fá lán. Þessi frétt birtist nýlega í The Times. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.4.2009 kl. 11:31

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Uffe Ellemann Jensen fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur sagði einhverju sinni að við ættum ekki að fara inn í ESB af fjárhagsástæðum einum saman, heldur einnig af pólitískum ástæðum. Ég skildi hann þannig að ef við skoðuðum fjárhagslegan ávinning okkar af ESB þá væri alls ekki víst að niðurstaðan yrði okkur hagkvæm. Við sem þjóð þurfum að taka þessa umræðu og ljúka henni. Greina faglega kostina og gallana og ræða þessa pólitísku umræðu.

Vangaveltur um hag með því að  gefa sér þær forsendur að ef við göngum ekki í ESB muni hagvöxtur á Íslandi verða 10% meiri á einhverju árabili eru ekki vitræn umfjöllun.  

Mér finnst ESB umræðan í dag vera á þeim nótum, takið afstöðu án þess að fara yfir málið.

Sigurður Þorsteinsson, 24.4.2009 kl. 11:35

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Andri jú það er rétt hjá þér, en þá var talsverð óvissa með verðbólguna og AGS nýkominn inn. Síðan þá hefur tekið við fyrst mjög lækkandi verðbólga og síðan verðhjöðnun. Fyrrum starfsmenn AGS hafa upplýst að hægt sé að vinna með AGS og teknar ákvarðanir séu fyrst og fremst í okkar höndum. Jöklabréf og aðrar útistandandi skuldir eru vissulega að trufla þessa þróun, en það eykur ekki greiðslugetu okkar ef fyrirtækin hrynja.

Sigurður Þorsteinsson, 24.4.2009 kl. 11:49

7 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband