ESB - Rökræða eða kappræða

Eftir efnahagshrunið kom upp mjög sterkur vilji meðal þjóðarinnar að taka upp ný vinnubrögð í þjóðmálunum. Aukið lýðræði og rökræðu í stað flokkslegrar kappræðu. Þannig komu minnihlutastjórn VG og Samfylkingar með hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem aðeins  þurfti til ósk 15% þjóðarinnar. Eitthvað virðist þessi lýðræðisást hafa minnkað því þjóðin var ekki talin nægjanlega vel að sér til þess að vera treyst til þess að taka afstöðu til þess hvort við ættum að sækja um aðild að ESB. Icesave málið er næsta mál og það er afar vond tilfinning sem segir mér , að þeir flokkar sem lögðu svona mikið upp úr þjóðaratkvæðagreiðslu munu ekki taka í mál að málið verði lögð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar gæti ég alveg trúað því að ef fram kæmi krafa um að banna kattarhald þá fengjum við hugsanlega að greiða atkvæði. Getur verið að stjórnmálamennirnir okkar hafi gleymt baráttumálunum í búsáhaldabyltingunni?

Vinnubrögðin sem taka átti upp var rökræðu í stað kappræðu. Afar líðið hefur farið fyrir rökræðu um ESB, umræðan er öll á tilfinningasviðinu. Við eigum að ganga í ESB til þess að taka þátt í samstarfi þjóðanna, vegna þess  að ESB sé framtíðin og vegna þess að íslenska krónan sé veikur gjaldmiðill. Þrátt fyrir það viðurkenna að ekki séu neinar líkur til þess að evran verði tekin upp hér næstu 10-20 árin. Rökræðan snýst um að taka kosti þess og galla að gagna ESB og á grundvelli þeirra upplýsinga er tökum við  ákvörðun um hvort innganga sé okkur æskileg eða ekki.

Mín tilfinning er sú að ESB umræðan sé fremur að fara í átt til kappræðu fremur en til rökræðu. Sem dæmi um þá þá lágkúru sem farið er niður á er blogg Kjartans Jónssonar um frétt Mbl. um að Kristilegir demókratar í Bayern hafi lýst andstöðu við aðild Íslands í ESB. Kjartan heldur því fram að CSU sé sambærilegur á stærð og Borgarahreyfingin hérlendis, og ber síðan á sérlega sóðalegan hátt CSU saman við breskan fasistaflokk. Þeir sem til þekkja vita að CSU hefur lengstum haft um 60% fylgi í Bayern eða Bæjaralandi. Vonandi verður svona öfgafullur málflutningur ekki það sem koma skal á Íslandi. Set link hér á lágkúru Kjartans Jónssonar.

http://kjarri.blog.is/blog/kjarri/entry/916357/


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kjartan þessi eyddi út athugasemd sem ég sendi inn hjá honum um CSU og lokaði á mig. Athugasemdin var svona:

"CSU er mikilvægur hluti af Kristilegum demókrötum í Þýzkalandi og hafa þannig t.a.m. tvo ráðherra í þýzku ríkisstjórninni. Það hentar Einar auðvitað að gera lítið úr þeim fyrst að það hentar honum pólitískt en það má líka minna á að Kristilegir demókratar í Þýzkalandi sem slíkir hafa sagt að ekki eigi að bæta við fleiri ríkjum í Evrópusambandið í nánustu framtíð.

Hollenzkir stjórnmálaflokkar eru einnig andsnúnir umsókn Íslands nema Icesave-málið verði fyrst leyst og talið er að sama muni eiga við um brezk stjórnvöld."

Þetta mátti s.s. ekki segja. En hví?

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Úps, þetta var ekki rétta athugasemdin, hún var svona:

"CSU er mikilvægur hluti af Kristilegum demókrötum í Þýzkalandi og hafa þannig t.a.m. tvo ráðherra í þýzku ríkisstjórninni. Það má líka minna á að Kristilegir demókratar í Þýzkalandi sem slíkir hafa sagt að ekki eigi að bæta við fleiri ríkjum í Evrópusambandið í nánustu framtíð.

Hollenzkir stjórnmálaflokkar eru einnig andsnúnir umsókn Íslands nema Icesave-málið verði fyrst leyst og talið er að sama muni eiga við um brezk stjórnvöld."

:)

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

CSU fékk reyndar 43% atkvæða í fylkiskosningunum í fyrra sem var versta niðurstaða þeirra síðan 1954.  CSU er mið-hægri flokkur, en ekki öfgaflokkur.

http://en.wikipedia.org/wiki/Bavaria_state_election,_2008

Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 16:13

Þessa litlu athugasemd reyndi ég að setja þarna inn, en henni var samstundis eytt.  Þarna er ekkert annað en rógburður sem á sér stað.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 16:18

4 Smámynd: Páll Blöndal

Hjörtur,
Hvernig væri að þú yfir höfuð leyfðir athugasemdir á bloggi þínu, í stað þess að kvarta og kveina yfir því að þínum athugasemdum sé hent út hjá öðrum?

Páll Blöndal, 18.7.2009 kl. 17:01

5 Smámynd: Elle_

Já, Sigurður, ég er ekki hissa á hvað þú segir um Kjartan Jónsson þennan.  Ég las ómanneskjuleg skrif hans í gær og skrifaði nokkur orð inn þar: Gagnrýndi stuðning hans við skammarlegan pistil Páls nokkurs Blöndals, þar sem Páll þessi kallar fólk öllu illu.  Þar er Kjartan Jónsson efstur í ´commentunum´ og styður fúkyrði Páls um fólk:
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/916135/

Kjartan þessi eyddi þessum nokkru orðum mínum.  Þeir passa vel saman í hrotta-lýsingum á fólki.  Páll þessi eyddi líka bloggi manns í gær sem sagði honum á fullu til syndanna um að kalla fólk öllu illu.  Ég las ómanneskjulega pistla þeirra í fyrsta sinn í gær og fer ekki aftur þangað.  Það er of niðurdragandi.  Bara ógnvekjandi. 

Elle_, 18.7.2009 kl. 17:29

6 Smámynd: Elle_

Já, og langar að bæta við að ég tek undir með ykkur þremur, Axel, Hirti og Sigurði.  Það þarf að óttast fólk hinsvegar sem hefur engin rök og stígur ekki í vitið.  Og ekki síst hatar fólk.

Elle_, 18.7.2009 kl. 17:48

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hjörtur þetta er svona afleggjari af nýja lýðræðis Samfylkingarstefnunni. Allar skoðanir eiga að koma fram, svo framalega sem þær eru allar á sömu línu og flokkurinn setur. Játa að það er langt síðan að svona öfgamaður hefur komið fram.

Sigurður Þorsteinsson, 18.7.2009 kl. 18:22

8 Smámynd: Rafn Gíslason

Er ekki komin tími til að menn tali fyrir sínum málum með rökum og á uppbyggilegan hátt, mér fannst lítið vera um það á þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna og mér hefur fundist menn hér á blogginu vera uppteknari af því að hreyta ónotum í hvern annan en að tala fyrir sínum málstað, er þetta kannski fyrirboði um hvernig umræðan verður þegar að hinni endanlegu atkvæðagreiðslu kemur sé svo þá boðar það ekkert gott.

Rafn Gíslason, 18.7.2009 kl. 18:25

9 Smámynd: Elle_

Kæri Rafn, það verður þannig ef við þurfum endalaust að vera að verja okkur gegn ómanneskjulegum yfirgangi öfgamanna eins þeim 2 öfgamönnum Kjartani og Páli.  Og sé að einn þeirra er mættur að ofan og farinn að skammast í Hirti.  Hann tók Axel Þór fyrir í gær.

Elle_, 18.7.2009 kl. 18:42

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hef ekkert undan Páli að kvarta.  Hann veit að ég svara honum um hæl með annaðhvort betri útskýringum, eða einhverju grínskoti.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 18:58

11 Smámynd: Rafn Gíslason

EE elle og Axel: Ég held að þeyr bloggarar sem ekki geta haldið sig við málefnalegar umræður þeir dæma sig sjálfir úr leik.

Rafn Gíslason, 18.7.2009 kl. 19:17

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Páll:
Öllum er frjálst að stjórna því hvort og þá hvernig athugasemdir eru sendar inn á þeirra blogg. Í athugasemd minni hér að ofan er ég alls ekki að kvarta undan því að Kjartan þessi hafi lokað á athugasemdir frá mér, það sér væntanlega hver sem sjá vill, heldur aðeins að velta fyrir mér fyrir forvitnissakir hvað hafi valdið því. Reyndar veit ég það, ég hef ekki réttar skoðanir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 21:58

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl

Held að það sé afskaplega mikilvægt  að við notum rökræðuna meira,en kappræðuna. Við eigum fullt af vel upplýstu fólki, sem hefur reynslu sem þarf að nýta. Hér á blogginu hafa komið fram innlegg sem hafa fengið mig til þess að skoða nýjan vinkil, það gerist með skoðanaskiptum og rökræðum. Því miður eru er of mikið af flokksdindlum sem líta á skoðanaskipti sem truflun.

Hjörtur hef alloft fundist þú koma með mjög áhugaverða vinkla á mál, og það myndi vera áhugavert að sjá innlegg við sum blogg þín. Þú getur jú valið hvort þú birtir þau eða ekki.

Sigurður Þorsteinsson, 19.7.2009 kl. 02:39

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eftirfarandi aths. minni eyddi Kjartan þessi út af síðu sinni:

"Bayern er nánast aldrei kallað hér Bavaría nema hjá illa upplýstum fréttamönnum. Bæjaraland er íslenzka nafnið. Svo vita allir, sem hafa snefil af þekkingu á þýzkum stjórnmálum, að CSU hefur til langs tíma verið stóri flokkurinn í Bayern, flokkur Franz-Josef heitins Strauß og e.k. systurflokkur Kristilegra demókrata í öðrum Länder Þýzkalands. Annað er það nú ekki, sem ég voga mér að segja hér. – Jón Valur Jensson, 18.7.2009 kl. 18:39"

Sjá nánar um allt málið þessa vefsíðu Axels Þórs: Alvarlegur rógburður, sögufölsun og ritskoðun hjá bloggara.

Jón Valur Jensson, 19.7.2009 kl. 02:55

15 Smámynd: kop

Já, öfgafullur málflutningur er leiðinlegur. Svo kemur öfgamaðurinn JVJ og vælir yfir því að innleggi hans hafi verið eytt. Maður sem stundar sjúklega ritskoðun á sínu bloggi.

Það að JVJ skuli vera á móti ESB, eru reyndar mikil meðmæli með ESB.

kop, 19.7.2009 kl. 10:56

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

... stynur hetjan kop upp úr koppi sínum. Ekki sjúkur sá!

Jón Valur Jensson, 19.7.2009 kl. 20:28

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mig langar að skjóta hér inn, að Bæjaraland heitir Bayern á Þýðsku en Bavaria á Ensku. Það er því rétt hjá Jóni Val, að þeir Íslendingar sem nota Bayern eða Bavaria eru illa upplýstir. Ef það eru fréttamenn sem nota þessi heiti, eru þeir líklega að þýða erlendan texta og eru svo hugsunar-skertir að þeir nota erlendu heitin.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.7.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband