Gleðidagar

Þetta eru miklir gleðidagar. Gay pride var að vanda fjölmenn hátíð, þar sem samkynhneigðir og fjölskyldur komu saman. Þessi gleðiganga eykur víðsýni, sem ég held að sé til nú til staðar hjá þjóðinni. Þessi hátíð á sannarlega rétt á sér, þó ég skilji ekki af hverju fólk þarf endilega að tengja að vera nánast á alsbertinu í göngunni. Boðað var að Páll Óskar yrði ekki í göngunni, von væri á Jóhönnu Sigurðardóttur. Hefði nú átt von á henni fullklæddri, en hún mætti víst ekki, en sex Jóhönnur mættu í staðinn. Fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar hefur ekki gert rétt í því að ráðleggja Jóhönnu að vera fjarverandi, það hefði einmitt verið sterkur leikur.

Það verður mikill gleðidagur í dag þegar 700 fjölskyldur fá matarúthlutanir frá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Þar er eflaust brýn þörf, þar sem nú hefur verið sumarleyfi. Sjálfsagt eru einhverjir sem tilneyddir hafa þurft að taka þátt í hluta Detox og létta sig síðustu vikurnar.

Einu áhyggjurnar sem ég hef haft síðustu dagana er frekar óskemmtileg frétt sem ég heyrði sem hundaeigandi. Gamall hundur fannst eftir að hafa verið drepinn og af honum hafði verið tekið skottið. Ég heyrði að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir væri að koma úr fríi, sjálfsagt endurnærð eftir gleðidaga, og ég óttaðist að hún færi að tengja þessa frétt, t.d. við frétt um mótþróa Ögmundar Jónassonar. Hafa því samband við ein vin minn á Morgunblaðinu og hann fullvissaði mig um að Þóra Kristín myndi ekki tengja þessa frétt við frétt af Ögmundi. Það væri hægt að gera síðar og yrði líklegra að hún tengdi þessa frétt við stjórnarandstöðuna. Það sem hefði komið ljós við þennan hund, er að hann hafi verið orðinn afgamall og sennilega þurft að aflífa hann en einhver haldið að hér væri kominn gamall refur og rifið af honum skottið. Góð tengisaga.

Nýlega var búinn til mikil spenna um ESB. Frétt eftir frétt sagði okkur að um mjög spennandi og tvísýna kosningu yrði að ræða. Menn tóku sér jafnvel frí í vinnu til þess að fylgjast með úrslitunum. Síðan komu þau. Það urðu einhverjum blaðafulltrúum mikil vonbrigði þegar Össur Skarphéðinsson kom fram eftir að útslitin komu  fram og sagði. ,,Þetta var nú alveg ljóst, við erum 63 á þingi og tiltölulega auðvelt að finna út niðurstöðuna fyrirfram". Voru þá fjölmiðlar að búa til spennu sem aldrei var til staðar?

Nú á að halda gleðidögunum áfram. Kjósa á  um Icesave. Við skoðun á samningum komu margir ágallar í ljós, og sennilega mikil fljótfærni af þeim Svavari Gestssyni og Indriða Þorlákssyni að rumpa þessum samningi af. Það var að sjálfsögðu útilokað að hafna þessum samningi. Bæði átti þjóðin von á glæsilegri niðurstöðu, en svo sagði Steingrímur okkur að honum hafi verið treyst fyrir verkefninu. Staðan var algjört klúður fyrir ríkisstjórnina.  Fjölmiðlafulltrúar ríkisstjórnarinnar sem hefðu getað verið í að stuðla að bættri ímynd Íslands, hafa tekið allan tímann í það að ,,photosjoppa" þetta Icesave mál. Jóhann og Steingrímur vilja samþykkja samninginn óbreyttan og Ögmundur og Guðfríður Lilja vilja fella hann. Síðan kemur að því að mýkja. Steingrímur og Jóhanna eru tilbúin að skoða einhverja fyrirvara og Ögmundur vill frá samstöðu  allra 63 þingmannanna um athugasemdir. Síðan verður aðalgagnrýnin á stjórnarandstöðuna að vilja ekki samþykkja þessa ,,málamiðlun". Stjórnarandstaðan er þá komin í hlutverk ,,vonda karlsins".  Svona uppskrift klikkar ekki.

Gleðin hefur tekið völd.   


mbl.is Andstaða líka í Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Ja , nú veit ég ekki Siggi minn. Kannski klikkar þetta ekki nema lýðnum verði ef til vill ljóst að undirrót icsave er frjálshyggja Sjálfstæðismanna. Hvað heldur þú?

Guðrún Katrín Árnadóttir, 12.8.2009 kl. 22:02

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Gulla mín. Ég held að menn hafi brennt sig illilega á því að til sé nokkuð sem heitir markaðsbrestir. Til þess þarf reglur, lög og eftirlitskerfi sem ekki voru til staðar. Það verður hins vegar ekki opinbera kerfið okkar sem nær okkur út úr þessari lægð. Sem betur fer virðast menn vera að ná sáttum í Icesave. Hafi einhvern tímann verðið þörf á að nýta lýðræðið til þess að ná árangri, langt fyrir ofan hagsmuni flokkanna þá er það nú.

Ég hræðist ástandið ef ekki verði að hefja endurreisnina.

Sigurður Þorsteinsson, 13.8.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband