Jóhanna komin fram

jóhanna sig

Forsætisráðherra sem auglýst var eftir hér á blogginu er komin fram, heil á húfi, en ansi þreytt. Geir Haarde fékk gagnrýni í byrjun árs fyrir að sjást of lítið og tala of lítið við þjóðina. Þessi gagnrýni var réttmæt. Hafi hann sést lítið þá er eins og Jóhanna hafi gufað upp. Jóhönnu er vorkunn. Hún hafði ætlað sér að hætta, eftir afar farsælan feril sem stjórnmálamaður, en þar sem enginn annar var tilbúinn þá var hún neydd í starfið. Það hljómar ekki vel að vera neydd í starf leiðtoga, og útkoman er eftir því. Hún verður þreyttari með hverri vikunni, en á sama tíma bíður þjóðin. Það þarf að taka ákvarðanir og sjá til þess að þeim sé fylgt eftir. Það þarf að upplýsa þjóðina og hvetja hana til dáða. Þetta er hlutverk leiðtogans. Hann er ekki hér og eftir vill ekki sanngjarnt að ætlast til þess að Jóhanna taki það hlutverk að sér, þegar ferillinn er þegar á enda.

Þjóðin þarf á leiðtoga að halda núna. Sumir blanda saman leiðtoga og foringja, en leiðtoginn notar lýðræðið til þess að fá fólk með sér, foringinn fer á stað og biður fólkið að fylgja sér, eða skipar því áfram.

Það er gott að Jóhanna sé komin fram, þótt beygð sé. Verkefni forsætisráðherra nú er sennilega eitt það vandasamasta sem upp hefur komið, það er leitun að þeim sem gætu höndlað það hlutverk nú. Krafan um uppstokkun í stjórn landsins mun aðeins verða háværari með hverri vikunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband