Færsluflokkur: Bloggar

Forsetinn ásakar RÚV um ófagleg vinnubrögð

Það er alvarlegt mál þegar Ólafur Ragnar ásakar RÚV um ófagleg vinnubrögð, og að fréttrastofan hafi veri misnotuð. Í þeim tilfellum sem ég man eftir að RÚV hafi verið gagnrýnt, hafa forráðamenn RÚV alltaf vísað mistökum á bug. Í venjulegum fyrirtækjum gera starfsmenn mistök og það er hluti af styrkleika hvers fyrirtækis ef starfsmenn eða forráðamenn taki ásakanir eða ábendingar alvarlega og biðjist afsökunar. Fjölmiðlar eru mun líklegri til þess að gera mistök, en önnur fyrirtæki. Ástæðan er að starfmenn þurfa að vera afar vel að sér og um flesta fjölmiðlamenn er sagt (einnig af þeim sjálfum), að þeir þekki til mjög margra mála, en sú þekking er takmörkuð.

Ólafur hefur sagt að eiginmaður Þóru Arnórsdóttur haf fjallað um Ólaf á vafasaman hátt mánuðinn áður en Þóra bauð sig fram. Ég á erfitt með að trúa slíku dómgreindarleysi bæði af hendi Svavars, Þóru og síðan forráðamanna RÚV.


mbl.is Forseti gagnrýnir fréttir RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með fóbíu gegn byggingarkrönum!

Mikil deyfð hefur verið í byggingariðnaðinum eftir hrun. Fjöldi iðnaðarmanna hefur séð þá einu leið að flytja úr landi og þá helst til Noregs. Margir óttast að stór hluti þeirra fagmanna komi aldrei aftur. Eftir sitja iðnaðarmenn með lítil verkefni. Flest loforð sjórnmálanna um uppbygginu og framkvæmdir hafa verið svikin.

Í mínu sveitarfélagi Kópavogi lofaði Samfylkingin með Guðríði Arnardóttur stórframkvæmdum í byggingarmálum. Bæjarfélagið átti að hafa frumkvæði og leiða stórfelldar byggingarframkvæmdir til þess að skapa störf. Samfylkingin komst til valda, en það stóð aldrei til standa við kosningaloforðin. Ekki ein einasta bygging ekki eitt einasta starf.

Svo springur meirihlutinn vegna annarra óheilinda keisaraynjunnar. Um leið og nýr meirihluti tók við og Gunnar tók við sem formaður í framtakslausu Framkvæmdaráði af Guðríði. Á rúmum mánuði er bærinn búinn að úthluta byggingarlóðum fyrir rúman milljarð.

Kjúklingarnir væla. Ekki byggingarkrana, ekki byggingarkrana. Jú, jú, það á að byggja yfir unga fólkið sem vantar nú íbúðir, jú, jú, það er svo sem í lagi að skapa störf fyrir iðnaðarmenn, en bara ekki byggingarkrana.
,,Viljið þið þá byggja neðanjarðar" spurði Gunnar á síðasta bæjarstjórnarfundi. Það er aftur gaman að búa í Kópavogi.


Ekki bara skjóta, hengja hana líka!

Fyrir allnokkrum árum ræddi ég við félaga minn sem þá bjó í Kópavogi og starfaði hjá Kópavogsbæ. Við höfðum verið sammála um að ýmisir þættir mætti betur fara í rekstri, en hann var oftar en ekki sá sem verja þurfti kerfið. Nú hringdi hann og sagði mér frá því óréttlæti sem fjármálastjóri bæjarins þurfti að búa við. Hún hafði fengið lóð úthlutað, en þar sem einn nágranninn hafði gert ,,allt vitlaust", varðandi loðamörk, hefði fjármálastjórinn þurft að fresta byggingarframvæmdum í rúmt ár. Ástæðan, þrýstingur frá bæjaryfirvöldum, þar sem þeir vildu ekki að yfirmenn bæjarins væri í deilum við íbúa vegna lóðamála.

Auðvitað gat ég tekið undir að þarna hafi fjármálastjórinn verið beittur órétti. Nú kemur þetta mál upp, og þá er það túlkað sem svo að það hafi verið fjármálastjórinn sem hafi verið að sukka. Það þarf ekki djúpa hugsun, til þess að draga þá ályktun að ef fjármálastjórinn hafi verið neyddur til þess að hefja ekki framkvæmdir á lóð sinni í eitt ár, að hann þurfi ekki að borga gatnagerðargjöldin fyrr en að ári liðnu, og hafi bærinn verið svo rausnarlegur að hafa vextina 6% i stað þess að hafa þá 6,5% eða 6,75% þá tel ég þá það ekki sýna neinn rausnarskap af hendi Kópavogsbæjar. 

 Það að Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar komi enn og aftur í fjölmiðla til þess að ráðast  að Guðrúnu Pálsdóttur er einstaklega lítilmannlegt. Slíkum árásum á bæjarstarfsmaður afar erfitt með að svara opinberlega, og því er Guðríður að vega að mannorði Guðrúnar Pálsdóttur.

Guðríður Arnardóttir varð ekki bæjarstjóri í Kópavogi fyrst og fremst  vegna þess orðspors sem hún hefur getið sér innan sveitarfélagsins, til þerrar stöðu vann hún sér inn alveg ein og hjálparlaust. 


mbl.is „Ekki vönduð stjórnsýsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Seðlabankinn að berjast gegn hækkunum ríkisstjórnarinnar?

Þrælgóð grein eftir Illuga Gunnarsson í Morgunblaðinu í dag. Þar bendir hann réttilega á að það skiptir miklu máli hvernig brugðist er við of hárri verðbólgu. Ef þennsla er of mikil í þjóðfélaginu, sem þýðir að allt verðlag hækkar, er full ástæða fyrir Seðlabankann að hækka stýrivexti til þess að slá á þennsluna. Þá minnkar eftirspurn og efnahagskerfið nær jafnvægi.

Ef verðbólga hækkar hins vegar vegna þess að bensín hækkar á alþjóðamarkaði og að opinberir aðilar ríki og sveitarfélög eru að hækka skatta og gjöld þarf að grípa til allt annarra ráða. Ekki síst þegar atvinnuleysi ríkir og efnahagskerfið er í lægð. Þá ætti frekar að lækka stýrivextir en hækka þá. 

Það litlar líkur til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti, heldur hækki þá og auki þannig á erfiðleika heimila og fyrirtækja. 


Ekkert einkamál Sjálfstæðisflokksins!

Nú þegar Landsdómur hefur fellt sinn dóm er full ástæða til þess að draga af honum lærdóm. Geir er sýknaður í öllum þáttum málsin, nema því að hafa ekki nægjanlega oft Kallað ríkisstjónina saman til þess að fjalla um alvarleg mál og síðan samráðsvinnubrögð. Landsdómur hefur að þessu leiti vísað í Stjórnarskrána. Þessi vinnubrögð hafa verið ástunduð í áratugi, en það réttlætir lítið.Dómurinn er krafa um formlegri og faglegri vinnubrögð.

Eftir stendur glæpur Samfylkingarinnar að koma í veg fyrir að sitt fólk færi fyrir dóminn, auk fjármálaráðherrans. Það sýnir lákúrulegra vinnubragða Samfylkingarinnar og siðferðisbresti.

Hitt er að frá hruninu hafa komið upp mál sem verða að fara fyrir Landsdóm. Það ber hæst Icesave málið. Til þess að taka á því máli verður að skipa rannsóknarnefnd sem fer faglega yfir málið og í framhaldi að kæra í málinu. Steingrímur Sigfússon hefur lýst því yfir að ef menn telji að rangt hafi verið að málum staðið þá ætti að rannsaka Icesave.

Sú rannsókn hefur ekkert með hefnd að gera. Hún hefur með uppgjör þjóðarinnar að gera.


mbl.is Landsdómi ekki beitt í hefndarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð niðurstaða

Nú liggur niðurstaðan í landsdómsmálinu fyrir. Geir Haarde er sakfelldur fyrir því að funda ekki nægjanlega um hrunið og sjá til þess að fundargerðir séu skýrar. Að öðru leiti er Geir sýknaður. Nú er komin tilefni til þess að kanna hvernig núverandi ríkisstjórn sérstaklega Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon héldu á Icesave. Skipa þarf nefnd sem rannsakar þetta í ljósi þessa dóms og stefna Steingrími og Jóhönnu ef í ljós kenur að þau hafa brotið af sér.

Í framtíðnni eigum við svo að skoða aðrar leiðir til þess að fjalla um frammistöðu ráðherra.


mbl.is „Skammar þeirra verður lengi minnst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjar lögðu hendur á einn helsta talsmann ríkisstjórnarinnar.

Samráð og opin stjórnsýsla voru einnkunarorð Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún tók við sem forsætisráðherra. Þá kom lýðræði, jafnrétti og skjaldborg fyrir heimilin. Allt þetta og miklu meira hafði Jóhanna í fartaskinu, en allt þetta hefur Jóhanna forðast eins og heitan eldinn. Að sjálfsögðu stóðu íslenskir fjölmiðlamenn ekki jafnfætis þeim kínversku í heimsókn kínverksa forsætisráðherrans. Einn helsti aðdáandi ríkisstjórnarinnar úr íslenskri fjölmiðlastétt gerðist svo ósvífinn að ætla að spyrja Wen um meðferðina á einhverjum afar vinstrisinnuðum stjórnarandstæðingi í  Kína. Á sama tíma og  Wen er á leið með Kína hægt í áttina til nútímans, markaðsvæðingu og lýðræðislegri stjórnarhátta, er Jóhanna á leið með Ísland í hina áttina, í heim kommúnismans. Nú eru Kína og Ísland brátt að mætast á mismunandi vegferð. Kínverskir örggisverðir tóku sig til og hrintu vesalings fjölmiðlamanninum ítrekað og gott ef þeir spörkuðu ekki í afturendann á honum. Einhverjir töldu sig sjá hann líta fyrst til Jóhönnu og síðan til Jóhanns Haukssonar, en þar var enga hjálp að hafa. Bara bros.

Það var ekki að sjá nein sérstök svipbrigði á Jóhönnu. Stuttu síðar skálaði hún hins vegar hin ánægðasta við Wen í kampavíni. Viðræðurnar höfðu þá skilað einhverjum áþreyfanlegum árangri. 


mbl.is Samþykktu kínverskan forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælendur í fríi í dag.

Íslenskir mótmælendur eru hlýðnustu mótmælendur í heimi. Ef mótmæla á eða ekki, senda Hrannar Arnarsson og Álfheiði Ingadóttur sms á liðið sitt. Fótgönguliðið hefur engar hugsjónir. Hvort lýðræði er í Kína eða ekki skiptir það engu máli, svo framarlega sem það sjálft sé í ríkisstjórn. Þá koma mótmæli sér illa. Í staðinn mæta örfáar hræður erlendis frá og Birgitta Jónsdóttir mætir af gömlum vana með nokkrar vinkonur sínar, sem koma og mótmæla svona á  yfirborðinu, í stað þess að fara í labbitúr í Elliðárdalinn. Svo veifar Brigitta Jóhönnu vinkonu sinni og góðgerðarmanni vinarlega. Þá er allt búið.

Jóhanna segir að viðbúnaður verði ekkert sérstakur.  Tugir manna sjást á ferli alvopnaðir og önnur eins gærsla hefur aldrei sést á Íslandi. Fjölmiðlarnir spyrja einskis, því þeir eru orðnir því vanir að Jóhnna segi ósatt. Barra skjaldborgarafbrigðið. 

Mótmælendur eru í fríi í dag. Það passar ekki forystunni að það sé verið með læti, og fjölmiðlar hlýða líka. Það eina sem skyggir á gleði dagsins fyrir forsætisráðherrann, er að Kínverjar vilja vinna með okkur á sama tíma  og við fáum daglegar hótanir frá ESB. 


mbl.is Wen gætt af öryggisvörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttvægt meinsæri?

Meinsæri þekkist einna best í harðasta kjarna glæpamennskunnar. Fíkniefnasölu, mannsali eða manndrápum. Harðasta gengið hefur misst allt siðferðismat og kemur sér saman um að koma sökinni á  einn. Samræmir málflutning sinn, þannig að fyrir dómi að aðeins einn er dæmdur, stundum alsaklaus.

Nú kemur ásökun um meinsæri á allt öðrum vettvangi. Vettvangi bæjarmála. Sigrún Bragadóttir fyrrum framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs segir í viðtali í Vikunni nýlega að Þórður Þórðarson lögmaður Kópavogs hafi hringt í sig og sagt sér að haga málfluningi sínum þannig að hún skelli allri skuld á Gunnar Birgisson fyrrum bæjarstjóra Kópavogs. Hjá honum voru tveir starfmenn Kópaogskaupstaðar Sigrún Guðmundsdóttir bókari hjá Kópavogsbæ og Jón Júlíusson íþróttafulltrúi og fyrrum bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og að þau væru þessari aðferð samþykk. 

Í meinsærismálum er sönnunargeta erfið , en Sigrún sagðist vera með upptökur af símtali sínu við bæjarlögmanninn. Auðvitað eru slíkar upptökur ólöglegar. Í Morgunblaðinu nýlega er fjallað um þessa upptöku eftir að blaðamaður hafði sjálfur hlustað á meint viðtal bæjarlögmannsins og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins. Þar með er málið komið í nýjan farveg. Bæjarlögmaður getur ekki setið í starfi sínu með meint meinsæri á bakinu, ekki frekar en að vera grunaður um kynferðisafbrot. Hann hefur ekki trúnað lengur. Það sem gerir málið enn verra er að bæjarlögmaðurinn fær sér lögmenn og gerir samkomulag um að hinar ólöglegu upptökur verði ekki frekar birtar opinberlega. Ef bæjarlögmaðurinn hefði ætlað sér að sitja áfram hefði hann átt að krefjast þess að upptökurnar væur birtar, en að þagga málið gerir stöðu hans vonlausa. 

Í meinsærismálum eru oftast höfuðpaurar sem eru bak við tjöldin, stórlaxarnir. Það er eðlilegt að spyrja hverjir eru höfðupaurarnir í þessu máli. Eru það stjórnarmenn í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs, eru það bæjarfulltrúar eða eru það jafnvel hærra settir aðilar. Næsta skref getur ekki verið annað en að segja bæjarlögmanninum upp starfi, en jafnframt að fara fram á rannsókn á málinu. Ég á ekki von á öðru en allir bæjarfulltrúar í Kópavogi muni krefjast afsagnar bæjarlögmannsins og rannsókn á því hvort hann einn hafi komið að hinu meinta meinsæri. 

Lengra niður geta íslensk stjórnmál varla sokkið. 


Stjórnmálamaðurinn sem kom inn úr kuldanum.

Árni Páll er að gera sér grein fyrir því að hann var á leiðinni inn í kommúnismann. Lygina og óheilindin. Honum var sparkað og nú berst hann fyrir því að Samfylingin verði aftur jafnaðarmannaflokkur. Innst inni veit hann að baráttan er töpuð. Alþýðuflokkurinn er dauður og Þjóðvaki og Alþýðubandalagið hefur tekið við. Árni Páll er kominn í Gulakið.
mbl.is Fór hörðum orðum um tillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband