Afneitun

Ég ætla að taka undir með Steinunni Valdísi, það er algjörlega ólíðandi að mótmæla fyrir utan heimili manna. Fjölmiðlar og almenningur á að veita stjórnmálamönnum aðhald en við þurfum einhvers staðar að setja mörk.

Tek einnig undir með Steinunni Valdísi að það er afar langt gengið að kalla þann stuðning sem hún fékk mútur.

 Það með er samúðin með Steinunni Valdísi búin. Steinunn Valdís tók þátt í síðustu Alþingiskosningum þar sem fjölmiðlar útrásarvíkinga settu línuna, með þátttöku Samfylkingarinnar. Það átti ekki að fjalla um uppbygginguna, eða hrunið. Kosningarnar snérust um stuðning við stjórnmálaflokkana og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokksins. Steinunn Valdís lét ekki sitt eftir liggja og hjó til vinstri og hægri. .... þangað til að einhverjir fjölmiðlar vildu kanna stuðning við einstaka frambjóðendur. Þá voru frambjóðendur Samfylkingarinnar fljótir að fela sig og vildu ekki tjá sig fyrir en eftir kosningar. Af einhverjum einkennilegum ástæðum tóku þingmenn Samfylkingarinnar ekki málið upp eftir kosningar.

Skuldastaða Samfylkingarinnar var afar slæm á tímabili. Engin rannsókn fór á hvernig hún var rétt við. Jóhanna Sigurðardóttir lýsti því yfir nýlega að helsta sök Samfylkingarinnar í hruninu, hafi verið að hafa sýkst af nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins. Nú veit ég ekki hvaðan Steinunn Valdís telur sig hafa fengið sýkinguna, en ég á bágt með að trúa að almenningur taki mark á slíkri skýringu.  


mbl.is Segir ásakanir á hendur sér rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Að sjálfsögðu í afneitun, eins og allir hennar flokksfélagar.

Hörður Einarsson, 22.4.2010 kl. 21:42

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

SAMSÆRISFILKINGIN ER ALTAF HEILÖG,EKKI TEKUR HÚN MARK Á ÞJÓÐINNI, ÞESS VEGNA SAGÐI jÓHANNA AÐ KOSTNINGARNAR VÆRU ÓÞARFAR,ÞETTA ER ALLTAF AÐ VERÐA ÓTRÚLEGRA OG ÓTRÚLEGRA ÞETTA LIÐ LIMSKUÐUST TIL AÐ SKRIFA UNDIR VILJA YFIRLÝSINGU UM AÐ BORGA iCESAFE. aUÐVITAÐ ER STEINUN SAKLEYSIÐ UPPMÁLAÐ EINS OG VENJULEGA

Eyjólfur G Svavarsson, 22.4.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband