Nú reynir á siðferðisstyrkinn!

Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garði hefur beðist afsökunar á því að hafa sagt að Steingrímur Sigfússon hefði verið eins og kelling í framlagi sínu til fundar á Suðurnesjum. Oddný G. Harðardóttir sem sjálfsagt lítur á sig sem kerlingu, er heiftarlega móðguð að kerlingum sé líkt við Steingrím Sigfússon, sköllóttan og segjandi ekkert sem haldreipi var í. Það verður að viðurkennast að Oddný G. Harðardóttir setur niður við þessa móðurskýi. Í stað þess að taka undir skammir bæjarstjórans á dugleysinu í Steingrími vælir Oddný eins og kerling.

Nú reynir á siðferðisstyrk Oddnýjar. Mun hún biðja Suðurnesjamenn afsökunar á ræfilsdómi ríkisstjórnarflokkana hvað varðar atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Það er eins og hluti þingmeims hafi andúð á íbúum á svæðinu. Það reynir á manndóm Oddnýjar nú, en ekki kerlingardóm. 

Í nútíma málfari er orðið kerling oft notað um duglitla eða duglausa einstaklinga. 


mbl.is Ásmundur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert nú meiri karlpúngurinn Sigurður. Viðurkenndu bara að þú ert karlremba og hættu þessum útúrsnúningi og sjálfsréttlætingum. ðÉg nota þetta orð í nákvæmlega sömu merkingu og þú en ég geri mér samt vel grein fyrir að þetta flokkast undir karlrembu. Á sama hátt og sagt er um lélegan keppnismann að hann hlaupi,hendi eða slái eins og stelpa.
Svona talsmáti flokkast undir sexism hjá siðaðri þjóðum en okkur. Skilgreiningin er:Sexism is a form of discrimination based on gender. While many people use the term specifically to describe discrimination against women

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2010 kl. 20:30

2 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

jæja, Jóhannes

Hvað er það sem er kynjamisrétti í þessum skrifum Sigurðar.  Af hverju er Sigurður karlremba, ég skil ekki hvað þú ert að fara.

Guðmundur Jóhannsson, 31.10.2010 kl. 21:18

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef það hefur farið fram hjá þér Guðmundur þá er verið að ræða notkunina á orðtakinu "að einhver sé eins og kerling" í merkingunni að standa sig ekki

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2010 kl. 21:27

4 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Já, það fór ekki fram hjá mér.  Ég veit hvað orðtakið "að vera eins og kerling" merkir.  Svaraðu spurningunni Jóhannes.

Guðmundur Jóhannsson, 31.10.2010 kl. 21:42

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég spurði 16 ára dóttur mína hvernig hún skildi orðið kerling. Hún svaraði ,,karl eða kona sem hefur litla getu og oft andlega innihaldsrýr. Í þjóðsögum sem ég hef lesið þýðir orðið stundum gömul kona". 

Annars eru að verða 35 ár síðan ég hóf að kenna. Það er talsverður munur að kenna stúlkum og strákum. Eitt af því sem ég tók fljótleg eftir var fremur leiðigjarn orðbragð stúlkna sem voru oftast á gelgjuskeiði,  þeirra sem höfðu fengið slakt uppeldi, voru andlega seinþroska eða höfðu litla andlega fyrirstöðu. Þær kölluðu hvor aðra tussur. Þetta orðbragð þekkist varla hjá strákum.

Ég reikna því með því Jóhannes að þú skilir betur orðið kerling og notkun þess í nútíma máli, þegar þú kemst til manns.  

Sigurður Þorsteinsson, 31.10.2010 kl. 22:19

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hanna Lára (o.fl.) virðist sjá ýmislegt með öðrum gleraugum en flestir aðrir - ætli girðingastaurar virki klámfengnir á hana? Nú eða holur í malbiki?

Margt í orðfari hestamanna hlýtur þá að virka á hana sem argasta klám.

Reiðleiðir - reiðbuxur - ríða við einteyming - hópreið - að ríða berbakt - ríðandi til Þingvalla .................................

Og ekki ætti hún að lesa gamlar frásagnir þar sem m.a. má finna "dónaskap" á borð við þann að konur buðu gestum klofið ( sem þýddi það að molasykur var klipptur í tvennt fyrir gestinn) .

Það kostar klof að ríða röftum = erfið verk reyna á mann.

Allt er þetta spurning um málvenjur og þurfti bæjarstjórinn ekkert að biðjast afsökunar.

Eðlilegt að hann sé ekki sáttur (frekar en aðrir landsmenn ) með framgöngu VG í málum Suðurnesjamanna - og reyndar annara landsmanna.

Það er rétt Sigurður - unglingar nota gjarnan fúkyrði í samtölum sínum og vanda hverju öðru ekki kveðjurnar - ofnotkun slíkra orða verður marklaus - þau gætu þess vegna notað orðið grjót í staðinn nú eða fjöður. Fjöðrin þín -

Strákar velja sér önnur orð - orð sem eiga að vera niðrandi en verða líka marklaus - ræfill - aumingi - -

Jóhannes - "kelling" hefur ákveðna skýrskotun - en ekki til kvenna.

Kerlingarbækur eru allt annað mál - margar kerlingarbækur voru hreint og klárt heilbrigð skynsemi - t.d. ein - það boðar dauðsfall að opna regnhlíf inni í húsi  ( hér er verið að koma í veg fyrir skemmdir ) eins átti það að boða illt að nota húfu af öðrum ( þar var verið að hefta útbreiðslu lúsar )´7 ára ógæfa að brjóta spegil ( hér er verið að hvetja til varkárni með brothætt húsgagn ) - það fer að rigna ef hrífa er skilin eftir með tindana upp ( hér verið að koma í veg fyrir slys).

Kerlingabækur ??? frábærar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.11.2010 kl. 05:57

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó Ziggi, þetta var rétt og ég skil orðið kelling eins og þú.

Halldór Jónsson, 6.11.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband