Fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra ræðst á Jóhönnu.

Margir halda að ráðherrar skrifi sínar eigin ræður. Það er alrangt. Þeir hefðu ekki tíma til slíks. Þannig er  talið að Hrannar B. Arnarsson skrifi megnið af ræðum Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann hefur enga sérstaka ástæðu til þess að gorta sig af frammistöðunni. Þvert á móti. Jóhanna er orðin fræg fyrir lélegar ræður, og að segja ranga hluti á röngum tíma. Öll viska hennar kemur fram í  þögninni.

Um helgina slær Jóhanna allt út í dómgreindarleysi, eða réttara sagt Hrannar, sem skrifar ósköpin. Jóhanna las upp:

,, Vegna órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og traust samstarf við formann og stærsta hluta VG hefur þetta hins vegar ekki stöðvað framgang mikilvægra mála ríkisstjórnarinnar.

En það er hættulegur leikur að spila pólitískan einleik á kostnað samstarfsfélag sinna í trausti þess að samstaða annarra og stuðningur við óvinsælar en óhjákvæmilegar ákvarðanir tryggi að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni ekki.

Hættulegur leikur sem gæti endað öðruvísi en menn ætla. Þeir stjórnarliðar sem líta á samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna sem plagg sem ekki þarf að taka mark á eru að leika sér að eldinum.“

Með þessum ræðuskrifum hefur Hrannar  ráðist harkalega að Jóhönnu, yfirmanni sínum. Hann veit vel að Jóhanna var sjálf ,,órólegasta deildin"  í Alþýðuflokknum á sínum tíma.  Davíð Oddson einn gat talað hana til, en þó ekki nema að hluta. Hún endaði með því að kljúfa Alþýðuflokkinn og skaða jafnaðarmenn í áraraðir. Með svona ræðuskrifum lætur Hrannar Jóhanna líta út eins og bjána. Flestir þekkja söguna og svona framkoma er bara til þess að grafa undan forsætisráðherranum og gefa í skyn að hún sé farin að missa minnið. Minni á eignin framgöngu. Mismunurinn á Órólegu-Jóhannu og órólegudeild VG nú er, að Jóhanna var í andstöðu án þekkingar, en núverandi órólega í deild  VG eru vel upplýstir einstaklingar.

Hrannar hlýtur að fá reisupassann eftir helgina. 

 


mbl.is Lilja biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrannar er líka bara pappakassi úr 365 mafíunni.  Veistu ekki hvaða starfi hann gengdi þar áður en hann fluttist til innan samsteypunna ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 18:44

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ekki hugmynd!

Sigurður Þorsteinsson, 30.1.2011 kl. 19:24

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hrannar B Arnarson á langa og ljóta sögu "ehf" misferla og eru margir honum sárir frá þeim tíma. Þessi "ehf" flétta Hrannars er þó ekki frá tímum útrásarguttanna, sem komu landinu á kaldann klaka, nei saga Hrannars er mun eldri en það. Sennilega með fyrstu "ehf" fléttum sem samdar voru á Íslandi. Að sjálfsögðu fékk hann feldar niður stórar skuldir á þessum tíma, mest þó skattaskuldir hjá ríkinu.

Gunnar Heiðarsson, 30.1.2011 kl. 19:55

4 identicon

var hann ekki markaðsstjóri?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 19:55

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er hægt að líta á þetta innlegg Jóhönnu einnig sem árás á Steingrím, sem bregst ílla við og líkir þessu við að menn séu hræra í görnunum á hvor öðrum. Hvað sem það nú þýðir

Sigurður Þorsteinsson, 30.1.2011 kl. 21:14

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú ég man eftir Hrannari og Helga HJörvar þeir sáu um að rukka inn áskriftir fyrir blað sem ég man ekki lengur hvað heitir, mér var sent blaðið án þess að tala við mig, og svo var ég krafinn um greiðslur. Ég neitaði og það endaði í Neytendasamtökiunum, sem vissu að mér bar ekki að greiða þessa skuld, því það var hvergi hægt að sjá að ég hefði samþykkt að kaupa þennan snepil. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2011 kl. 21:20

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gamli flokkurinn hennar Jóhönnu hét Þjóðvaki, svo sofnaði hann bara. Það gerðist bara ekki neitt. Aðalráðgjafar Jóhönnu, þeir Hrannar B. Arnarsson og Helgi Hjörvar vilja annað hvort breyta nafninu á Samfylkingunni, eða stofna nýjan flokk með hundunum í VG og Samfylkingu og skýra hann Þjóðlífsflokkinn. Þá verður þú rukkuð um flokksgjaldið, með góðu eða illu.

Sigurður Þorsteinsson, 30.1.2011 kl. 23:39

8 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Vildi aðeins leggja þetta í púkk. 

Björn Valur segir á blogg-síðu sinni, að það sé orðin venja hjá forsætisráðherra að hnýta í samstarfsfólk sitt í ríkisstjórn. „Ég geri mér hinsvegar grein fyrir því að svona málflutningur er meira ætlaður til heimabrúks en annars svo ég læt það ekki pirra mig að neinu marki.“

Jón Atli Kristjánsson, 31.1.2011 kl. 08:11

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður minn seint verð ég flokkuð með Vinstri grænum eða Samfylkinguna, kaus að vísu einhverntímann kratana í bæjarstjórnarkosningum, en það var vegna þess að ég fór á allar kosningaskrifstofurnar með spurningalista og þeir voru eina framboðið þá sem svaraði öllu sem ég spurði um, enginn hinna svaraði, þetta var fyrir tíma Frjálslynda flokksins, nema að Sjálfstæðísmenn vildu að ég kæmi inn og spjalla, þeir ræddu málin út og suður, en það var alveg ljóst að þeir bara sögðu það sem hentaði fyrir mig, ég fann það á öllu, svona ekta jamm og já við viljum..............

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2011 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband