Fjölþjóðamenning á Íslandi.

Það er full ástæða að við Íslendingar hugleiðum hvernig við viljum að Ísland sé nú og í náinni framtíð. Nú eru takmarkanir á hverjir geta sest hér að en samt búa hér fjöldi útlendinga og eru flestir sáttir við það ástand. Víða í Evrópu hafa komið vandamál í fjölþjóðamenningunni, þegar einstaklingar aðlagast ekki samfélögunum. Fyrir nokkrum mánuðum tók Angela Merkel kanslari Þýskalands þetta upp í ræðu og vakti mikla athugli.

Við erum að leita eftir erlendum fjárfestum til þess að styrkja íslenskt atvinnulíf og nú kemur fjárfestir og þá vekur það sérstaklega umtal að viðkomandi sé kínverji. Það hefur kallað á viðbrögð sem varla samræmast séstakri ást á fjölþjóðamenningu. 

Ef við breytum aðeins fréttinni og segjum svertingi kaupir Grímstaði á Fjöllum og hyggst byggja hótel í Reykjavík. Væri það slæmt eða gott? Ég er viss um að slík umfjöllun þætti ekki viðeigandi. 


mbl.is Byggir einnig upp í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er tvennt sem vekur athygli þarna: Annað er þetta sem þú bendir á og vissulega er gaman að fylgjast með því hversu varkárir fréttamenn eru í allri umfjöllun. Einnig furða ég mig á því hversu litla umfjöllun þetta fær hjá fjármálaelítunni sem argar daga og nætur á erlenda fjárfestingu og pólitísk öfl sem hafa sungið efri röddina í þeim dúett svo lengi sem ég man.

Í öðru lagi þá hlær núna í mér skálkurinn þegar það kemur í ljós að það eru gróðurlítil firnindi og víðerni sem íslenskir pólitikusar hafa nú ekki talið margrar messunnar virði sem vekja hrifningu þessa manns!!!

Eigum við kannski að trúa því að þeir Ómar Ragnarsson og Guðmundur Páll Ólafsson séu ekki alheimsfífl eins og mér hefur skilist á rekstrarfélagi Sjálfstæðisflokksins að þeir hljóti að vera?

Kannast einhver við einkunnina sem það fékk landið sem sökkt var við Kárahnjúkavirkjun?

Það þótti nú ekki merkilegt land. "Ég verð bara að segja eins og er að ég sá nú enga sérstaka fegurð þarna" sagði hæ.........frá Lómatjörn eftir að hafa farið um í skoðunarferð.

Árni Gunnarsson, 26.8.2011 kl. 08:32

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Árni sú barátta sem hefur farið fram um virkjanir og náttúruvernd hefur skilað sér í breyttu almennigsáliti. Það er sannfæring mín að það verður stigið varlegar til jarðar hvað það varðar í framtíðinni. Þeir Ómar Ragnarsson og Guðmundur Páll Ólafsson hafa unnið þar mikið og gott verk, fyrir okkur öll. Hins vegar bloggar Ómar um kaup þessa kínverja og þá skil ég ekki hvað hann er að fara. Heyrði umræður um þetta mál í gærmorgun, þá var verið að ræða að banna þeim sem eru skáeygðir að fjárfesta á Íslandi. Glöggur aðili í umræðnum, benti á að ef reglugerð yrði ekki nokkuð rúm, þá gæti svo farið að Björk Guðmundsdóttir fengi ekki lengur að fjárfesta hér, því hún hefur þótt sáleit til augnanna.

Sigurður Þorsteinsson, 26.8.2011 kl. 08:59

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gott að við gátum orðið sammála að nokkru. Hinsvegar var ég að lesa blogg Ómars um þetta mál og sá nú ekki ástæðu til þess ofstopa sem þar birtist í hans garð af þinni hálfu.

Eitt veit ég að ég skil flestum öðrum betur og tengist málefnum innflytjenda.

Og það er að við - þessi menntaða þjóð! - þurfum að láta af þeim ræfildómi og því þroskaleysi að geta ekki rætt mál innflytjenda af einurð, hreinskiptni og án þess að öskra: "rasisti, rasisti, rasisti" í hvert sinn sem efasemdir heyrast um mikilvægi þess að gera Ísland að alþjóðlegum skemmtigarði innan þriggja vikna.

Við eigum að vera menn til að ræða þessi innflytjendamál. takast á um þau og mynda okkur skýra stefnu.

Við verðum að þola það að öfgaraddir á báða vegu nunu heyrast allt frá upphafi til enda og þær munu verða bæði háværar og heimskulegar.

Árni Gunnarsson, 26.8.2011 kl. 09:36

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Árni stefnumótun þarf að vera til staðar hvað má selja og hvað ekki. Hvað á að vera eign þjóðarinnar og hvað ekki. Í Danmörku er þjóðverjum t.d. ekki heimilt að kaupa sumarhús. Ég vil að við tökum þennan slag. Geta og eiga útlendingar að geta keypt Geysi, eða Gullfoss, eða Dettifoss. Ef við opnum landið fyrir erlenda fjárfesta þá þurfa mörkin að vera skýr. Ég kaupi hins vegar ekki að það skipti máli hvort kaupendurnir séu hvítir eða svartir, með skásett augu eða ekki. Sérreglur um Kínverja vegna þess að þeir séu nú stórveldi geta ekki gengið upp.

Ómar fjallaði um fjölþjóðamenningu varðandi hryðjuverkin í Noregi. Þá gekk fjölþjóðamenningin upp. Síðan þegar kemur að álytamálum hér þá er snúið við blaðinu. Það finnst mér arfaslakur málfutningur,og hræsni. 

Sigurður Þorsteinsson, 26.8.2011 kl. 09:48

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fjölþjóðamenning er gildishlaðið orð og það vekur efasemdir hjá mér að allir þeir skilji það til hlítar sem nota það.

Ef farið yrði að ráði Ágústs Einarssonar hagspekings og fyrrverandi rektors á Bifröst þá yrðu "fluttar inn" þrjár milljónir útlendinga "til að gefa hagvextinum innspýtingu."

Ekki fylgdi þessari tillögu sem sett var fram í lærðri ritgerð hvort þessir útlendingar yrðu fluttir inn nauðugir í gámum eða borgað fyrir að flytjast hingað. Það er nefnilega öllum heimilt að setjast hér að eftir því sem ég best veit.

Ef um yrði að ræða 3 milljónir Kínverja sem kæmu hingað á svona mánaðartímabili og við þessi Íslendingagrey yrðum innan við 10% þá held ég að hér yrði undarlegt "fjölmenningarsamfélag."

Það er afar mikilvægt að fólk skilji sínar eigin tillögur.

Eða, er það ekki?

Árni Gunnarsson, 26.8.2011 kl. 14:37

6 Smámynd: Snorri Hansson

Ég get ekki séð að það sé ómögulegt að útlendingar kaupi Gullfoss eða Dettifoss. Ekki fara þeir með þá!? Ekki virkja þeir þá án leifis. En þeir gætu fengið leifi til að koma upp góðu aðgengi salernum og veitingasölu,jafnvel hóteli auðvitað með samþykki skipulagsyfirvalda og ég sé ekki neitt neikvætt við það. Við eigum að verja sjálfstæði þjóðarinnar og hafa lögin í lagi en það er ekkert að því að útlendingar egi hitt og þetta.

Snorri Hansson, 26.8.2011 kl. 17:48

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst þetta ekki góð hugmynd Snorri. Mér finnst hinsvegar að þú hafir rétt til að viðra þessa skoðun þína sem og hverja aðra enda þótt mér hugnist þær ekki endilega. Það er nefnilega nauðsyn að ræða öll mál og allar skoðanir. Og það verðum við að reyna að gera án þess að brjálast og nota fáryrði.

Árni Gunnarsson, 26.8.2011 kl. 20:14

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mér finnst innlegg Snorra mjðg áhugavert.

Sigurður Þorsteinsson, 26.8.2011 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband