Öfgahreyfingar í trúmálum.

Ég minnist þess í eitt sinn þegar ég ákvað að fara með nemendur mína í kirkju. Faðir eins nemandans hafði samband við mig og sagði mér að sonur hans væri ekki kristinn. Hefði af þeim sökum  ekki fermst. Þetta kom mér á óvart vegna þess að þessi nemandi var gott dæmi um einstakling sem ég mat að virti  kristin gildi. Ég játa að ég hafði ekki tekið tillit til þess að einhverjir í hópnum voru ekki kristnir og baðst afsökunar. Viðkomandi tók ekki þátt, en ég ræddi málið við hann og ég fann að hann virti það.

Boðun nemenda minna til kirkjuferða mótaðist af þeim mistökum sem ég gerði. Að sjálsögðu á að taka tillit til þeirra sem ekki vilja taka þátt, og ekki láta þá einstaklinga gjalda þess á neinn hátt. 

Tveimur árum síðar fór ég með sama hóp í kirkju og þá mætti þessi nemandi sem ekki kom tveimur árum áður. Hann hafði sjálfur tekið afstöðu. Þó ég fagnaði því í hjarta mínu, sýndi ég engin viðbrögð. 

Mannréttindaráð Reykjaíkurborgar hefur  látið fámennan öfgahóp móta ályktanir sínar, og það segir fyrst og fremst eitthvað um meðlmi þessa ráðs. Það kom mér fyrst og fremst á óvart að Margrét Sverrisdóttir skuli stýra  því batterí. Það er henni til minnkunar. 

 


mbl.is Með sama sniði og fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Æi Sigurður, þetta er ómálefnalegt og óheiðarlegt. Þú getur betur.

Ákvörðun Mannréttindaráðs Reykjavíkur byggir á skýrslu sem fjölmargir aðilar komu að (þ.m.t. Biskupsstofa) og sem unnin var í tíð síðasta meirihluta í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin.

Matthías Ásgeirsson, 30.11.2011 kl. 08:45

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Matthías meðal vina minna og samstarfsmanna í gegnum árin eru margir sem hafa litla eða enga trú. Það hefur ekki truflað mig hið minnsta. Hins vegar er einn af mínum samstarfsmaður sem tilheyrir þessum hóp sem stöðugt er að koma trúleysi sínu að í tíma og ótíma. Ég hef sagt honum að áróður hans ,, sem ekki trúandi" minnir mig á þá sem voru að reyna að fá mig til þess að drekka, þagar ég bragði ekki vín.

Það eru jafn miklir öfgar að vera með stöðugan áróður fyrir trú sinni í tíma og ótíma, og að boða trúleysi í tíma og ótíma. Það kalla ég öfgahreyfingar. 

Sigurður Þorsteinsson, 30.11.2011 kl. 10:35

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Eru trúleysingjar mikið að "boða trúleysi" í grunnskólum Reykjavíkur?

Ég man eftir mörgum kirkjuferðum í grunnskóla, en engum trúleysingjaheimsóknum. Ég fékk ekki að sleppa kirkjuferðum, þar sem a) mamma hafði ekki beðið um það, b) þetta var hluti af skólastarfi, og ekki hægt að fá að sleppa því frekar en stærðfræði eða sögu, og c) það var enginn starfsmaður laus til að líta eftir mér á meðan. Ég neyddist því til að stinga af úr halarófunni á leið til kirkju og skrópa restina af deginum, því ég var þá þegar þess fullviss að ef ég tryði á eitthvað, væri það ekki ríkisrekna kirkjan.

Eftir "fermingaraldur" var mér þar að auki illa við prestinn, sem mætti með fermingarskráningarblöðin í saumatíma. Hann gekk mikið á eftir mér að fermast, og sagði mér að taka nú blöðin samt. "Kannske vilja foreldrar þínir að þú fermist!" Þegar ég stóð föst á mínu varð hann heldur fúll.

Ég get ekki sé hvernig það að banna trúboð geti talist öfgar. Börnin munu áfram læra um trúarbrögð, aðallega kristni, þau munu áfram fara í krikjuheimsóknir. Eini munurinn er að nú mega hvorki prestar né kennarar skylda börnin til þáttöku í trúarathöfnum. Öfgar væru að banna kristnum að iðka sína trú. Að banna trúboð innan skóla eru ekki öfgar, frekar en það eru öfgar að banna Vífilfelli eða Glitni að auglýsa í skólum.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.11.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband