Sætta sig ekki við atvinnuleysið!

„Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þetta atvinnuleysi,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Ég er honum algjörlega sammála. 

„Það eyðileggur sjálfsmynd okkar og trú á framtíðina. Nú erum við að sjá fjórða ár í kreppu og á þriðja þúsund félagsmanna í Eflingu eru atvinnulausir og þar af eru langtímaatvinnulausir stækkandi hópur. Við sjáum ýmis merki þess að fjárhagur margra fjölskyldna sé í úlfakreppu, því mjög hafi þrengt að á síðustu misserum.

Á sama tíma dásamar Jóhanna árangur sinn og verkin sín. Það gerir engir aðrir. 

Í byrjun næsta árs verður ný bylting ef þetta lið segir ekki af sér. Þá kemur eflaust Hallgrímur Helgason og lemur í bílinn hennar Jóhönnu og öskrar að henni hótanir. Hörður Torfason mun ákveða að verða sjálfum sér samkvæmur og hvetja til þess að fólkið á Austurvelli kalli vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn......

 


mbl.is Getum ekki sætt okkur við atvinnuleysið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eru ekki nægir peningar í bönkunum og erum við ekki með frjálst markaðskerfi?

Ef við ákvðum að taka upp ríkisrekna atvinnustarfsemi þurfum við að ræða það af einurð og opinskátt.

Mér gengur illa að skilja þá umræðu þar sem í öðru orðinu eru allir vinstri menn kallaðir kommúnistar en svo í hinu orðinu heimtuð ríkisafskipti af allri atvinnustarfsemi.

Árni Gunnarsson, 27.12.2011 kl. 21:26

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Árni, við skulum ræða málin á mannamáli.

Í fyrsta lagi, þá töldu báðir núverandi flokkar að einkavæðing bankanna eina af aðalástæðu fyrir hruninu, og hvað gerðu þá þessir flokkar þegar þeir komust til valda. Jú, einkavæddu bankanna, og ekki með því að bjóða þá til sölu á almennum markaði. Nei aldeilis ekki ríkisstjórnin færði þá í hendur erlendra útrásarvíkinga, vonunarsjóða sem nú nota bankana til þess að pína almenning og fyrirtækin í landinu. 

Ef þú vilt taka upp ríkisrekna atvinnustarfsemi, þá munt þú örugglega fá stuðning núverandi ríkisstjórnar, en þú færð ekki stuðning minn. Það er þegar búið að ríkisvæða fullt af fyrirtækjum og hlutfall ríkisstarfsmanna hefur aldrei verið hærra. Sveiattann. 

Sjávarútvegurinn er í gíslingu og á meðan fjárfestir hann ekki. Framtíðarfyrirkomulag sjávarútvegsins verður ekki leystur á þessu ríkissjórnartímabili. 

Byggingariðnaðurinn er í rúst og lítið sem ekkert gert til þess að örva hann. 

Fullt af verkefnum sem vilji er á að vinna að bíður ákvarðana stjórnvalda, sem ekki koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut, og á meðan kemst atvinnulífið ekki í gang. 

Ekki allir vinstri sinnar eru kommúnistar. Ég hef hins vegar unnið í fyrrum kommúnistalöndum og hönd dauðans sem þar reynir að halda öllu niðri þar með afturhaldi sínu, er keimlík þeirri sem heldur hér öllu niðri. Þú munt sjá hreinsanir í ríkisstjórninni bráðlega. Þar verðum þeim sparkað sem ekki flokkast undir öfgavinstristefnuna. 

Sigurður Þorsteinsson, 27.12.2011 kl. 22:39

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Áfram Siggi áfram gott svar og kröftugt. Atvinnuleysi er böl og því miður böl margra landa. Við verðum að berjast gegn því með öllum ráðum og sætta okkur ekki við það sem staðreynd eða lögmál. Það er auðvitað rétt hjá Árna að það eru nægir peningar en framtakið vantar. Hvers vegna !!

Jón Atli Kristjánsson, 27.12.2011 kl. 22:53

4 Smámynd: Björn Emilsson

Það kom fram í frétt um efnahagsuppgang Braziliu að meginuppstaðan væri matvælaframleiðsla, rétt eins og í öðrum löndum sem hafa slíka aðalatvinnuvegi. Það liggur beint við að á Fróni, miklu fremur en í öðrum löndum að ´utrýmingu´ atvinnuleysis og volæðis getur átt sér stað með aukningu fiskveiða og landbúnaðar, þar með grænmetisrækt. Nokkuð sem á við landann.

Megin áhersla verði lögð á unnar fiskafurðir í neytendaumbúðum. Lambakjöt sem hreina nátturuafurð til útfltunings. Og loks en ekki síst, Gróðurhúsa grænmeti eins og tómata og agúrkur til útflutnings einnig. Ferðamannaiðnaðurinn myndi sannarlega njóta góðs af að njóta náttúrulegra matvæla. Tala nú ekki um umtalsverða lækkun á góðum veigum, sem fygldi í kjölfarið. Allar þessar atvinnugreinar eru nú þegar til staðar á Islandi. Og sem betur fer ekki í ríkiseign. Eingöngu þarf að haga til umhverfinu með lækkuðu rafmagsverði og auðvelda rekstrarfé. Engin erlend fjárfesting nauðsynleg.

Björn Emilsson, 28.12.2011 kl. 01:38

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björn ræktun grænmetis hérlendis er afar áhugaverð. Til þess að slíkt verði gert í stórum stíl þarf skýra stefnumörkun stjórnvalda. Hún liggur ekki fyrir.

Sigurður Þorsteinsson, 28.12.2011 kl. 10:03

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurður. Eiginlega er mér svar þitt illskiljanlegt sem er von því þú hefur ekki skilið mig. Mér hugnast ekki ríkisrekin atvinnustarfsemi og bið ekki um hana. Mér er hinsvegar óskiljanleg sú árátta að æpa og kveina vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnar við atvinnuuppbyggingu. Ég átta mig vel á því að hér eru átök um stóriðju og þau átök skekkja alla pólitíska sýn á atvinnusköpun.

En ég held að það sé rangt að hér bíði fullt af verkefnum eftir ákvörðunum stjórnvalda. Ég held að samfélagið bíði eftir kjarkmiklum einstaklingum með eigin hugmyndir og framtak.

Ég held að það sé rangt að ríkisstjórnin eigi að bjóða byggingaverktökum í vinnu við að byggja fleiri íbúðir til að grotna niður mannlausar.

En ég veit að það er rétt hjá þér að þessi ríkisstjórn margfaldaði alla heimsku fyrri stjórnvalda í efnahagsmálum þegar hún fór að "taka til hendinni" í bankamálunum. 

Ég efast um að ámóta fréttir eigi eftir að berast frá Norður - Kóreu.

Sjávarútvegurinn er í gíslingu LÍÚ og Hafró. Við eigum ekki að nýta auðlindir hafsins - fiskimiðin í þágu örfárra fjölskyldna sem misnota aðstöðu sína með því að svelta fiskistofnana fremur en veiða þá. Þetta virkar eins og þvérsögn í málflutningi og líklega óskiljanlegt öðrum en sjómönnum.

Ég vil ráðleggja þeim sem ætla að taka til máls um nýtingu fiskistofna að kynna sér bloggsíður Kristins Péturssonar og Jóns fiskifræðings Kristjánssonar.

Það er rétt að stefnumörkun stjórnvalda í tengslum við stóriðju í grænmetisrækt skortir. Margir telja að fullnusta Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra á tilskipun EES um dreifingu raforku hafi verið slys. Líklega var ráðherrann Valgerður eitt samfellt stórslys.

Árni Gunnarsson, 28.12.2011 kl. 10:51

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ps. Ég held að margir "athafnamenn" í samfélagi okkar misskilji sjálfa sig og meini pilsfaldakapitalisma (svona eins og kvótakerfið) þegar þeir krefja ríkisstjórnir um athafnir.

Árni Gunnarsson, 28.12.2011 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband