Össur vill jafnaðarmannaflokk!

Össur Skarphéðinsson er án efa einn öflugasti ráðherrann í ríkisstjórninni. Hann varð undir í slagnum um formannssætið við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Síðar sagði hann í viðtali að hann væri að öllum líkindum ekki týpan í formanninn og sætti sig við það. Á góðum degi er klassi yfir Össuri.

Nú gerir Össur sér grein fyrir að með áframhaldandi stefnu og forystu Samfylkingarinnar mun flokkurinn minnka eða hverfa. Últra vinstralið er ekki líklegt til árangurs. Þó Guðbjartur Hannesson hafi almenna virðingu, sé vel meinandi og góður í samskiptum, er það líklega rétt metið hjá Össuri að hann mun ekki draga miðjufylgi að flokknum. Ungt fólk hefur orðið illa fyrir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og til þess að ná til þess, þarf yngra fólk. Þau sem koma helst til greina eru Katrín Júlíusdóttir og Magnús Orri Schram. Þar er Katrín vissulega í yfirburðarstöðu komin með mikla reynslu og myndi án efa ná til jafnaðarmanna. Katrín hefur líka sýnt frumkvæði til þess að stuðla að eflingu atvinnulífsins

Nú eru jafnaðarmenn landlausir. Þeir geta farið yfir í Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðislfokkinn en að fara yfir í VG er bara eins og að fara úr öskunni í eldinn. 

Össur á sér ennþá draum um sterkan jafnaðarmannaflokk sem gæti orðið leiðandi í íslneskum stjórnmálum, rétt eins og jafnaðarmannaflokkarnir á hinum Norðurlöndunum. Samfylkingin var að braggast undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar, en núverandi þáttaka í ríkisstjórn tætir fylgið af flokknum. 

Hörðustu andstæðingar Samfylkingarinnar vilja að ríkisstjórnin haldi velli út tímabilið og þá endi flokkurinn í undir 10% fylgi. Það gæti teki áratugi að vinna slíkt afhroð upp. 


mbl.is Össur: Endurnýja þarf forystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það væri óvitlaust að skoða hvers vegna Alþýðuflokkurinn/Samfylkingin hefur ekki  náð meiri árangri á Íslandi en raun ber vitni. Á öðrum Norðurlöndum hafa hliðstæðir stjórnmálaflokkar ævinlega verið í góðum málum og farið fyrir ríkisstjórnum árum saman.

Hjá okkur hafa stjórnmálaflokkar jafnaðarmanna farið með veggjum og hálfpartinn beðist afsökunar á því að vera að bjóða fram! Og svo þegar landið fer að rísa, þá er það í og með vegna þess að flokkurinn nær til bandamanna meðal atvinnurekenda og athafnamanna. Það gekk eiginlega ekki upp.

Óhjákvæmilegt böl? 

Flosi Kristjánsson, 29.12.2011 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband