Kínverjar lögðu hendur á einn helsta talsmann ríkisstjórnarinnar.

Samráð og opin stjórnsýsla voru einnkunarorð Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún tók við sem forsætisráðherra. Þá kom lýðræði, jafnrétti og skjaldborg fyrir heimilin. Allt þetta og miklu meira hafði Jóhanna í fartaskinu, en allt þetta hefur Jóhanna forðast eins og heitan eldinn. Að sjálfsögðu stóðu íslenskir fjölmiðlamenn ekki jafnfætis þeim kínversku í heimsókn kínverksa forsætisráðherrans. Einn helsti aðdáandi ríkisstjórnarinnar úr íslenskri fjölmiðlastétt gerðist svo ósvífinn að ætla að spyrja Wen um meðferðina á einhverjum afar vinstrisinnuðum stjórnarandstæðingi í  Kína. Á sama tíma og  Wen er á leið með Kína hægt í áttina til nútímans, markaðsvæðingu og lýðræðislegri stjórnarhátta, er Jóhanna á leið með Ísland í hina áttina, í heim kommúnismans. Nú eru Kína og Ísland brátt að mætast á mismunandi vegferð. Kínverskir örggisverðir tóku sig til og hrintu vesalings fjölmiðlamanninum ítrekað og gott ef þeir spörkuðu ekki í afturendann á honum. Einhverjir töldu sig sjá hann líta fyrst til Jóhönnu og síðan til Jóhanns Haukssonar, en þar var enga hjálp að hafa. Bara bros.

Það var ekki að sjá nein sérstök svipbrigði á Jóhönnu. Stuttu síðar skálaði hún hins vegar hin ánægðasta við Wen í kampavíni. Viðræðurnar höfðu þá skilað einhverjum áþreyfanlegum árangri. 


mbl.is Samþykktu kínverskan forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Grunnfeillinn er að ganga út frá því að við á Íslandi búum ennþá í lýðræðisríki, það gerum ekki lengur. Ísland var lýðræðisríki fram að því að ríkistjórn Jóhönnu og Steingríms tók við. Með hverjum deginum siglum við lengra og lengra inn í einræðisstjórnun, því lét Jóhanna sér vel líka þegar "sparkað" var í einn af undirlægjupennum hennar. Þar sýndi hún sitt rétta eðli sem er skör lægri en haughænsni, svo dapurt sem það er.

Sólbjörg, 23.4.2012 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband