Niðurlæging fjölmiðaelítunnar.

Sigri Ólafur Ragnar í kosningunum á laugardaginn er það auðvitað sigur fyrir hann, en á sama tíma er það tap fyrir fjölmiðlaelítuna. Sjónvarpstöðvarnar RÚV og Stöð 2 hafa brugðist þjóðinni með því að hafa ekki haft getu til þess að sýna hlutleysi. Starfsfólk stöðvanna eða hluti þeirra ætlaði að ákveða fyrir íslensku þjóðana hvaða forseta hún ætti að hafa. Jón Ásgeir getur að sjálfsögðu tekið ákvörðun um það hvernig hann beitir sínum fjölmiðlum og gerir það. Öðru gildir um RÚV og meðhöndlun stofnunarinnar á tilmælum Herdísar Þorgeirsdóttur var aumkunarverð, ekki síst hvernig RÚV síðan stóð sig í framhaldinu. Þjóðin vill ekki að fjölmiðlar velji fyrir sig forseta og fólk vill ekki að ráðamenn þjóðarinnar geri það heldur.

Útspil Þóru í byrjun kosningabaráttunniar var afgerandi , með stuðningi fjölmiðlanna. Svar Ólafs sló vopnin úr höndum Þóru, og hún hefur verið hálf vægbrotinn síðan. Hún hefur ekki verið sannfærandi í sjónvarpsþáttunum, tafsað og virtist eiga í erfiðleikum með að koma með skýra stefnu. Í samanburði við Ólaf hefur Þóra virst skorta þroska. 

Ég hef heyrt tvo aðila segja að þeir hafi kosið Ólaf áður, en ætli ekki að gera það nú. Við nánari hlustun voru það vinstri menn. Ég hef heyrt konur segja að þær ætli að kjósa Þóru af því að hún sé kona. Hvað myndu konur segja ef við karlar ætluðum að kjósa karl, af því að hann væri karl.  Er það þá orðið jafnréttisbarátta. 

Aðrir frambjóðendur gjalda þess að fjölmiðlarnir ákváðu að þessi kosningabarátta snérist  ekki um lýðræði, málefni og hæfni frambjóðenda, það er miður. Fjölmðlarnir hafa ekki tekið út sinn þátt í huninu, ekki einu sinni beðið þjóðina afsökunar. Nú valda fjölmiðlarnir ekki hlutverki sínu í forsetakosningum. Það kallar á endurskoðun á fjölmiðlalögum. Fjórða valdið þarf nýja umgjörð. 


mbl.is Afgerandi forysta Ólafs Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Gylfason

Auðvitað kjósum við vinstri menn hana Þóru því hún er ígildi aukaþingmanns hið minnsta og okkar öflugasta manneskja til að sameina þjóðina um að sætta sig við vinstri stjórn til lengri framtíðar, hvað svosem skoðanakannair segja nú.

Gylfi Gylfason, 29.6.2012 kl. 00:05

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Það er ljóst að Ísland er ekki fjölmiðlatengt innanlands né út  fyrir landsteinana núna á 21 öldinni.

Hér er RÚV í broddi fylkingar í að viðhalda blekkingarleikritinu frá árunum fyrir hrun, og það er sorglegt hversu auðveldlega á að kúga lýðræðið hjá báðum fjölmiðlunum: RÚV og stöð 2.

Ég hef fylgst með þessari blekkingarstarfsemi fjölmiðlanna um forsetakosningarnar af  með depurð og sorg. Sorg yfir að öllum sem starfa á þessum fjölmiðlum finnist í lagi að starfa við að leiða þjóðina fram af næstu bjargbrún og inn í næsta bankarán. Það sama gildir um fréttablöðin pólitísku. Það er líkast því að búið sé að gerilsneiða fólk allri réttlætiskennd og heiðarleika.

Það fæst ekkert réttlátt og heiðarlegt með svona vinnubrögðum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.6.2012 kl. 00:08

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gylfi auðvitað er Þóra mjög glæsilegur fulltrúi vinstri manna, hún geldur þess hins vegar að við stjórn situr mjög óvinsæl vinstri stjórn og þrátt fyrir einhvern stuðning annarra lítur út fyrir að það dugi ekki til.

Anna við erum sammála um fjölmiðlarnir þurfa að taka sér tak, og þeir þurfa nýja löggöf. 

Sigurður Þorsteinsson, 29.6.2012 kl. 06:42

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sigri Ólafur Grímsson núna þá er landinn búin að kjósa þessa ríkisstjórn þrisvar sinum óhæfa.  Þess er ég þó fullviss að það er hinni siðlausu og vitlausu Jóhönnu ekki nóg.  Hvað skyldi vera henni nóg?

   

Hrólfur Þ Hraundal, 29.6.2012 kl. 09:42

5 identicon

Ég er sammála þér um að fjölmiðlar hafi brugðist (þó ég sé ekkert hissa á því), en ósammála um lagarammann.

Nýleg fjölmiðlalög er svo gríðarlega víðfeðmin (margar blaðsíður), að þau taka áreiðanlega á öllu óréttlæti ef vilji er fyrir hendi að lyfta vendinum. 

En þau voru ekki sett til að setja báknmiðlum skorður, heldur til að hægt sé að þagga frjálsu dvergmiðlana, nýju miðlana sem fólk sjálft rekur á netinu, hvort sem það er kallað "blogg" eða"jaðarfréttir".

Við þurfum því ekki meiri lög, heldur leggja þessi lög af.  Báknmiðlarnir eru sjálfir að draga úr áhrifamætti sínum, einmitt með óvandaðri fréttamennsku og hreinum áróðri, sem fólk smám saman áttar sig á og þá missa báknmiðlarnir mátt, meðan dvergarnir vaxa.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 11:07

6 Smámynd: Agla

Ég veit ekki hvort Þóra sé "mjög glæsilegur fulltrúi vinstri manna" sem forsetaframbjóðandi.

Hefur hún sagt eitthvað í "kosningabaráttunni" sem bendir til að hún sé "vinstra megin" í sinni afstöðu til þjóðmála eða túlkun sinni á hlutverki forsetaembættisins?   

Ég hélt, í sakleysi mínu að við værum að leita að hæfasta frambjóðendanum  í þetta ópólitíska embætti frekar en þeim glæsilegasta, hvort sem hann (eða hún!) væri vinstra eða hægra megin.



Agla, 29.6.2012 kl. 13:22

7 Smámynd: Obi Wan Kenobi

Mestu mistök allra mótframbjóðenda Ólafs eru þau að opna sig ekki nægilega fyrir þjóðinni. Það hefði t.d. verið athyglisvert að fá að vita hvað þeir hefðu gert í Icesave deilunum - Þóra kinokar sér við að svara því með þeirri fráleitu athugasemd að hún hefði ekki verið forseti á þeim tíma. Hvers konar svar er það? Herdís á það til að virka stíf og þvergirðingsleg og hún á erfitt með að svara fyrir sig undirbúningslaus og hvað þá að vera hnyttin. Ari Trausti er mjög ábyrgur og er í raun príma kandidat. Hann geldur hins vegar fyrir það að vera karl, því miður. Á meðan til er fólk sem lætur út úr sér setningar eins og: "Kominn tími á konu á Bessastaði", þá er ekki komið jafnrétti hér á landi. Það lítur út fyrir að Ólafur ríki á Bessastöðum í 4 ár í viðbót, þó verður hann ekki búinn að ná Kekkonen í lok tímabilsins.

Obi Wan Kenobi, 29.6.2012 kl. 14:23

8 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Ótrúlega klárt hjá Ólafi með stuðningi Ástþórs og Herdísar

Það hefur virkað ótrúlega vel að kalla Þóru ýmsum nöfnum þar sem hún er tengd við fjölmiðla. Með því þá hafa andstæðingar hennar dregið úr gagnrýni fjölmiðla á Ólaf, þar sem þeir óttast þá að vera kallaðir vinir Þóru.

Margir Íslendingar eru mjög gjarnir að mynda sínar skoðanir á tilfinningum sínum frekar en á gagnrýnni hugsun.

Árið 1989 gerði þáverandi fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson samning við kennara eftir langvarandi verkfall. Þessi samningur var talinn mjög góður fyrir kennara og átti að vera veruleg leiðrétting á þeirra kjörum. Nokkrum mánuðum síðar voru gerði samningar við ASÍ og strax eftir að þeir samningar voru gerðir þá fór af stað orðrómur um að Ólafur Ragnar Grímsson hafi til að greiða fyrir samningum við ASÍ lofað að standa ekki við áður gerðan samning við kennara. Ólafur þvertók fyrir þennan orðróm, en vitið hvað? Vorið 1990 þegar samningurinn við kennara átti að taka gildi þá voru sett neyðarlög gegn þeim samningi

Ólafi Ragnari var boðið sem forseta Íslands í brúðkaup krónprins Danmerkur. Honum var tjáð að hann mætti ekki taka Dorrit með sér þar sem þau voru hvorki trúlofuð né gift. Ólafur mætti ekki fyrir hönd Íslands

Ólafi Ragnari var boðið sem forseta Íslands í brúðkaup yngri prinsins í Danmörku. Hann mætti ekki, en sendi unnustu sína í staðin sem fulltrúa Íslands.

Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir svokölluð fjölmiðlalög. Hanns útskýring var að það hefði myndast breið gátt á milli Alþingis og þjóðar og vitnaði þar í 22.000 undirskriftir þar sem skorað var hann á að neita að staðfesta þessi lög. Hann taldi sig ekki vanhæfan þrátt fyrir þekkta afstöðu hanns gagnvart Davíð Oddssyni sem Ólafur hafði sagt að væri með "skítlegt eðli" Einnig taldi hann sig ekki vanhæfan þrátt fyrir að önnur dóttir hanns vann á þeim tíma hjá Baugi og hin hjá 365 miðlum

Ólafur Ragnar sagðist ekki hafa þegið neina greiða frá svokölluðum útrásarvíkingum en síðan kom í ljós að hann hafði flogið með þeim í einkaþotum þeirra 9 sinnum

You ain't seen nothing yet! Sagði Ólafur í einni ræðu sinni þegar hann var að hampa Íslenskum útrásarvíkingum. Það var reyndar rétt. Þeir settu heila þjóð á hausinn.

Árið 2004 þá gáfu 2 einstaklingar kost á sér gegn Ólafi Ragnari. Þetta voru ekki sterkir einstaklingar og má kannski að hluta til útskýra mjög lélega þáttöku í kosningunum þar sem rúmlega helmingur atkvæðisbærra einstaklingar kusu. 20% skiluðu auðu, en Ólafur fékk ekki nema 67% atkvæða þeirra sem kusu. Naut semsagt ekki mikils stuðnings þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar samþykkti fyrsta Icesave samning, en neitaði að skrifa undir næsta Icesave samning eftir að hafa fengið 55.000 undirskiftir sem skorðu á hann að neita að samþykkja samninginn. (munið 22.000 yfirskriftir gegn fjölmiðlafrumvarpinu) Nú er honum þakkað fyrir að hafa neitað að skrifa undir, en ekki þeim 55.000 sem skoruðu á hann að neita að skrifa undir.

Jón Páll Haraldsson, 29.6.2012 kl. 15:47

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Honum er líka legið á hálsi fyrir að hafa neitað að skrifa undir, í staðinn fyrir að þið eltuð uppi þessa 55 þúsund og djöfluðust í þeim... eða hvað?? Svona málflutningur ágæti Jón er svo mikið 2007 eitthvað.  Þið eruð ennþá föst í þessum frösum um útrásarvíkingana og Ólaf.  Hann er EINI MAÐURINN SEM HEFUR BEÐIST AFSÖKUNAR Á ÞESSU OG VIÐURKENNT AÐ HANN HAFÐI RANGT FYRIR SÉR.  En ónei það hentar ykkur ekki að vita það.  Og það er auðvitað út af þessum ömurlega málflutningi stuðningsmanna Þóru sem fólk er almennt búið að fá upp í háls af framboði hennar.  Þið getið því þakkað ykkur sjálfum að hún er að detta út af blaðinu.  Fólk almenningur er nefnilega hugsandi verur en ekki möppur í tölvu sem hægt er að setja alla drulluna ykkar í. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2012 kl. 16:16

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Frambjóðendurnir hafa sína styrkleika og veikleika. Sem pólitíkus gagnrýndi ég Ólaf Ragnar oft, og hann hefur eflaust gert sín misttök og stundum farið rangt með. Það er áhugavert að bera saman framgöngu Ólafs Ragnars annars vegar og Jóhönnu og Steingríms hins vegar. Það skiptir líka máli hversu stór málin eru. Loforð Jóhönnu um skjaldborg heimilanna og lýsingu Steingríms á Icesavesamningum og síðan tilraunir þeirra til þess að fá samninginn samþykktan.

Jón Páll Haraldsson bloggaði í dag og kóperaði síðan pistilinn sinn hér inn. Mér finnst það fyrst og fremst hallærislegt.

Sigurður Þorsteinsson, 29.6.2012 kl. 20:18

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

jamm þegar mönnum finnst þeir hafi höndlað hinn eina sanna sannleika, þá skal hamrað á því allstaðar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2012 kl. 20:53

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=Lpaa4C_xWIw&feature=relmfu

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.6.2012 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband