Kreppulok og forsetakosningar.


Í vikunni var keppunni lokið hjá Gylfa Zoega lífskörin voru komin eins og þau voru 2005. Hann er sjálfur prófessor og  svo fær hann 270 þúsund á mánuði fyrir að sitja í peningamálanefnd Seðlabankans. Það er ekki víst að skuldug heimili og fyrirtæki kaupi þetta stöðumat Gylfa. Það læðist að manni sá grunur að mat Gylfa hafi orðið fyrir áhrifum úr póltíkinni. 

Gylfi Arnbjörnsson bendir á að hagvöxtur nú byggi á einkaneyslu, en ekki fjárfestingum í atvinnulífinu og þess vegna bera að taka hagvaxtartima nú með miklum vara.

Svo kemur Ragnar Árnason  og segir að ef við séum í holu, og við byrjum að fikra okkur upp úr henni, séum við enn í holunni miðað við 2008. Aftur grunar mann að hér hafi mat fræðimannsins orðið fyrir pólitískum áhrifum, en bara öðrum en þeim sem Gylfi Zoega varð fyrir. Varla getur 2008 verið gott viðmið hvort við séum í kreppu eða ekki.  

Til þess að komast úr kreppunni þarf að taka á skuldavandnaum, og það hefur einfaldlega ekki verið gert.  Hvort það verði þessi eða næsta ríkisstjórn sem ætlar að taka á því máli verður að koma í ljós. 

Svo eru það  forsetakosningarnar.

Þeir sem eru að tala um spennu í dag eru í svipaðri stöðu og þulir sem tala um spennu í knattspyrnuleik þegar staðan er 5-0 í hálfleik. Auðvitað er erfitt að halda úti skemmtilegri útsendingu í slíkum leik. Leikurinn er auðvitað búinn. 

Þá kemur innlegg frá Davíð Þór Jónsson, fræðslufulltrúa Austurlandsprófastsdæmis svona í lok leiks, þar sem hann skrifar blogg um:,, Að kjósa lygara og rógtungu" til stuðnings Þóru Arnórsdóttur sem hefur lagt áherslu á nýja tíma, og að við eigum að ganga götuna saman í sátt. Vonandi leggur Þóra sínar leiðbeiningar og framlag í þeirri sáttarvinnu, en hvetur vopnaða friðarsinna til að slíðra sverðin. Hatrið er ekki gott nesti í komandi göngu. 

 


 


mbl.is Kreppunni ekki lokið þrátt fyrir hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég var steinhissa þegar ég heyrði í Gylfa! Búin að kjósa og kaus rétt :-)

Bestu kveðjur úr Heiðarbæ.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.6.2012 kl. 09:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hef sjaldan orðið jafn hissa á nokkrum ummælum og vera þessa manns í peningastefnunefnd gefur þekkingu hans hans á efnahagsmálum ekki gott vitni.  Hann ætti að kynna sér efni bókarinnar "DEBUNKING ECONOMICS" eftir Steve Keene, í þeirri bók eru fróðleiksmolar, sem peningastefnunefndarmenn hefðu gott af að kynna sér..........

Jóhann Elíasson, 30.6.2012 kl. 11:36

3 identicon

Það er ekkert skrýtið að svona komi frá Gylfa, prófessor í pólitísku ormagryfjunni Hí.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 11:58

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Er líka búinn að kjósa og kaus líka rétt :)

Uppsveiflan og uppbyggin hefst fyrst þegar stjórnvöld ákveða, eða hafa kjark og dug til að fara á stað, það er okkar að veita þeim aðhald, og taka þátt í þeirri uppbyggingu. 

Sigurður Þorsteinsson, 30.6.2012 kl. 13:12

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Gamla góða Ísland aftur takk fyrir! Ekki ESB pelabörn hvorki á alþingi né Bessastaði, þóru kynslóðina sem við hin borguðum skólagönguna fyrir með sköttunum okkar öll vel menntuðu ESB pelabörnin sem fengu bankastjórastöður yfirumsjón með peningamarkaðssjóðum, markaðssérfræðingana, fjölmiðlafólk og stjórnmálafólk sem skólakerfið ungaði út og tók þátt í bólunni og sett þjóðina á hliðina og gerði næstum gjaldþrota! Ekki meira af 2007 ESB pelabörnum í stjórnkerfi Íslendinga!

Örn Ægir Reynisson, 30.6.2012 kl. 15:12

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Nei- en þessi pelabörn eru orðin ansi mörg- og þau setja ekki fjármagn í hættu með því að stofna fyrirtæki- þau finna stöður sem þau geta fengið - án mikils vinnuálags- engri áhættu og ofurlaunum- pelinn er frá þeim sem vinna !

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.6.2012 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband