Stefán Ólafsson, háskólaprófessor þarf launahækkun, og það strax.

stebbi.jpgStefán Ólafsson hefur sem fræðimaður fundið það út að tímakaup á Íslandi, sé of lágt og eigi að hækka ekki seinna en strax.  Vafalaust er þetta fræðilega innlegg Stefáns, mikilvægt í komandi kjarasamningum, og málsaðilar munu vitna til þess.  Boðskapur Stefáns er sá að launagreiðendur hafi alveg efni á að hækka tímakaupið og að landsframleiðsla á mann réttlæti þá fullyrðingu.

 

Það skal í nafni réttlætis tekið undir það, að laun og þá sérstaklega ráðstöfunartekjur eru sorglega lágar á Íslandi. Eignastaða fjölmargrar heimila er einnig þannig að stór hópur berst við alltof miklar skuldir og húsnæðiskostnaður er að sliga heimilin.  Allt hefur hækkað, ekki síst opinber gjöld.

 

Fyrri skrif Stefáns um að kreppunni sé lokið og kaupmáttur  hafi þrátt fyrir allt verið varin, hljómar því eins lygasaga í tómri buddu fólks. Þrátt fyrir allt hlutleysi Stefáns og fræðilegt yfirbragð, hefur hann leynt og ljóst tekið að sér hlutverk predikarans fyrir núverandi ríkissjórn.  Innlegg hans um launahækkanir verður að skoðast sem slíkt.   Gaman væri að vita hvort Stefán hefur talað fyrir því hjá vinum sínum,  að laun ríkisstarfsmanna verði hækkuð ríflega.

 

Hinn fræðilegi samanburður Stefáns, sem kemur fram í skrifum hans á Eyjunni og hér er vitnað til er þegar til kastanna kemur ekki svo fræðilegur.  Almenn afkoma fyrirtækja á Íslandi og fjárhagsstaða þeirra er slík, að engin geta er til að hækka laun, hvað sem landsframleiðslu líður. Hugsanlega gætu einhver fyrirtæki gert það en almennt ekki.  Raunverulegur samanburður er miklu flóknari er Stefán lætur í veðri vaka.

 

Sú mynd sem Stefán dregur upp er mynd áróðursmannsins og spunameistarans. Mynd hans passar vel, við blekkingu fjármálaspekúlantanna, „ byggja upp traust og láta allt líta eðlilega út „   Það að byggja upp falskar, óraunsæar, vonir er hinsvegar ekki stórmannlegt.

 


mbl.is Erfitt að horfa framan í reitt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ef laun hefðu verið verðtryggð eins og lán þá hefði ekki þurft að hækka launin nema ef ské kynni vegna kaupmáttaraukningar fyrir launafólk. Ef laun hefðu haldið í við lánskjaravísitöluna þá væri allt í sömu skorðum og fyrir hrun.

Guðlaugur Hermannsson, 20.3.2013 kl. 22:37

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sagði hann ekki að kaupmáttur þeirra launalægstu hafi verið varinn eins og hægt hafi verið. ertu ósammála því.

Rafn Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 23:06

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Já.

Guðlaugur Hermannsson, 20.3.2013 kl. 23:13

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt hjá þér Guðlaugur - mátti gera betur

Rafn Guðmundsson, 21.3.2013 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband