Bæjarstjóri á að segja satt!

Auglýsingastofur og almannatenglar hafa oft æði mismunandi áherslur. Almannatengar leggja oftast áherslu á að skjólstæðingar þeirra segi satt, veri heiðarlegir og viðurkenni mistök sín ef þeir gera mistök. Auglýsingamenn virtasta leggja áherslu á að komast frá hlutunum, og þá oft nota þeir þau ,,trikk" sem þeir komast upp með. 

Ármann Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi kemur úr auglýsingabransanum og það mótar vinnubrögðin.

Í desember segir Ármann Ólafsson í umræðum um leiguíbúðir að Kópavogsbær hafi keypt 11 íbúðir á árinu. Hann tekur það nú ekki alvarlega, þó honum sé bent á að aðeins hafi verið keyptar 7 íbúðir, en síðan hafi 4 íbúðir verið í miklu viðhaldi.

Í janúar er umræða um leiguíbúðir í Kópavogi og þá segir Ármann á bæjarstjórafundi. Við keyptum 15 íbúðir á árinu 2013. Hvernig í ósköpunum geta þessar 7 íbúðir orðið að 15 íbúðum. Jú, ef við tökum þessar 7 íbúðir, og leggjum þessar 4 íbúðir við sem ekki voru keyptar og voru því oftaldar. Bætum síðan þessum oftöldu aftur við þá fáum við 15 íbúðir! Svona myndu almannatengslar aldrei ráðleggja bæjarstjóra að gera, en auglýsingamenn gætu gert það. Þegar Ármann er beðinn um lista yfir þessar 15 íbúðir þá vandast málið og hann segir að kannski misminni hann þetta, eða hann hafi farið rangt með! Þetta bendir til mikils áhuga Ármanns á málaflokknum.

Á sama fundi fullyrðir Ármann og reyndar einnig Ómar Stefánsson að Kópavogsbær ætli að kaupa 15 leiguíbúðir á þessu ári. Þeir leggja mikla áherslu á að ekki megi fara fram úr fjárhagsáætlun. Hvað er þá sett í kaup á leiguíbúðum í fjárhagsáætlun. Jú, 100 milljónir.  Það þýðir að hver íbúð á að kosta 6.666.667 krónur. Það eru ansi ódýrar íbúðir. Svo ódýrar íbúðir hafa nú ekki verið seldar á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn áratug. Getur verið að Ármann hafi alls ekki ætlað að kaupa neinar 15 íbúðir. Meðalverð íbúa er áætlað um 30 milljónir, og miðað við það er aðeins rými í fjárhagsáætlun fyrir 3 íbúðir. 

Á síðasta bæjarstjórnarfundi var ekki heimiluð umræða um  fjármögnun tillögu sem hafði  verið samþykkt í bæjarstjórn. Málið er rætt nú í bæjarráði og nú segir Ármann að nú sé málið í fyrsta skipti komið í faglegan farveg.

Er ekki kominn tími til þess að skipta þessu liði út úr bæjarstjórn og fá hæfara fólk til starfa!  


mbl.is Sátt um húsnæðismálin í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband