Uppgjörið búið, eða rétt að byrja?

Föðurbræður Þorsteins Hjaltested ætla að stefna Kópavogsbæ og krefjast allt að 75 milljarða frá bænum. Ekki þarf að ræða það að ef svo færi væri Kópavogskaupstaður kominn á hausinn. Ármann Ólafsson bæjarstjóri sagði í þessu tilefni að búið væri að gera upp við rétta aðila vegna Vatnsenda, eða um 3 milljarða. Þetta vekur nú nokkra furðu, því að vitað er að fyrir Héraðsdómi lá fyrir málarekstur sem gerði rúmlega 6 milljarða kröfu á Kópavogsbæ auk dráttarvaxta, kröfu sem væntanlega verður á bilinu 15-20 milljarða. Yfirlýsingar Ármanns nú og áður vekja því mikinn ugg, nú þegar skiptastjórinn ætlar að afhenda Þorsteini Hjaltested Vatnsendajörðina. Líklega lækkar risið á bæjarstjóranum, við þetta. Allar yfirlýsingar bæjarstjórans hér eftir vegna þessa máls gætu reynst bæjarbúum afar dýrkeyptar. 

Kjósendur ættu að rifja upp það sem bæjarfulltrúar Kópavogs hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum um þetta mál og spyrja sig hvort þeir séu réttir fulltrúar til þess að semja um þetta erfiða mál.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband