Tvískinningur í neytendamálum.

Í kvöld fjallaði Stöð 2 um landbúnaðarmál. Það lofaði ekki góðu þegar fyrrum framkvæmdastjóri samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson leiddi fréttina. Heimir byrjaði að segja okkur að formaður þingflokks Framsóknarflokksins héldi því fram að sumt kjöt gæti reynst Íslendingum hættulegt! 

Nú er það svo að allnokkuð er flutt inn af frosnu kjöti, en ferskt kjöt má ekki flytja inn. Nú spurði ég í hóp fagmanna á matvælasviði út í þetta bann, og varð talsvert vísari. Væri áhugavert að fjölmiðlar myndu upplýsa okkur neytendur vel um hvað sérfræðingar óttast með innflutningi á fersku kjöti.

Til þess að kóróna fréttaflutninginn var fenginn helsti óvinur neytenda á Íslandi, formaður sjálfra Neytendasamtakanna sem virðist eiga þá ósk heitasta  að verða sjálfdauður í embætti.  Hann byrjar að gagnrýna með fullum rétti að merkja þurfi upprunaland þess kjöts sem selt er. Hins vegar slær út í fyrir honum þegar hann fer að tala um innflutning á fersku kjöti, og reynir að koma því inn hjá áhorendum að til standi að flytja inn fersk kjöt frá Bandaríkjunum en ekki Evrópu. 

Langt skal seilst til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er formaður neytendasamtakanna ekki löngu dauður í embætti? Það er ekki annað að sjá og hefur ekki verið í árafjöld. Hann fengi í það minnsta ekki hlutverk í einni einustu vítamínauglýsingu, svo mikið er víst. Fréttaflutningur stöðvar tvö er síðan alveg sér kapítuli útaf fyrir sig og lítið mark á honum takandi. Þeir gætu alveg eins fengið Jóku gömlu, eða Þistilfjarðarkúvendinginn, til flytja okkur fréttir, þegar Heimir Már er annars vegar.

Halldór Egill Guðnason, 8.7.2014 kl. 22:25

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef til vill var þetta Jóka í dulargerfi? Tími þeirra beggja er löngu liðin, en það virðast þau hvorugt skilja.

Sigurður Þorsteinsson, 8.7.2014 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband