Innlendar verðhækkanir

Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að matvara er að hækka. Að hluta til hækkar verð á matvöru vegna hækkunar á erlendri mynt gagnvart krónu, og að hluta vegna hækkunar matvöru á alþjóðamarkaði s.s. hrísgrjóna. Bar saman hækkun samkvæmt strimlum úr matvöruversluninni okkar í hverfinu sem er Bónus. Skoðaði tvær tegundir af innlendri matvöru.

 ABT frá MS Súrmjólk 
31.mar73  
14.apr796%106 
26.apr9320%11711%

ABT mjólk frá MS með jarðaberjum kostaði 73 kr þann 31. mars, hafði hækkað í 79 kr þann 14 apríl, eða um 6% og í 93 kr þann 26. apríl eða um 20% hækkun á einum mánuði. Súrmjólk frá MS kostaði 106 kr. þann 14. apríl en var komin í 117 kr. þann 26 apríl. eða um 11%. Er um að ræða hækkun frá MS eða frá Bónus? Hér er a.m.k. um allhressilegar hækkanir að ræða. Vonandi eru innlendir aðilar ekki að nýta sér það ástand sem nú er uppi. Þegar hætta er á verðbólguskoti ættu innlendir framleiðendur að sýna þá ábyrgð að fara sér hægt í verðhækkunum til þess að kynda ekki á verðbólgubálinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleður mig þegar fólk fylgist með.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband