„Bankarnir þöndu húsnæðismarkaðinn“

Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala segir Seðlabankann hafa ráðist að rótum fasteignamarkaðarins með spá sinni um 30 prósenta raunlækkun fasteignaverðs. Hún telur jafnframt að 90% lán Íbúðalánasjóðs hafi ekki orsakað þenslu á markaðnum síðustu ár, heldur bankarnir.

Nú hef ég aldrei tekið mark á því þegar fréttamenn eiga viðtöl við formenn Félags fasteignasala. Fasteignasalar hafa mikla hagsmuni af því að verð á fasteignum haldist hátt og sala haldi áfram. Samdráttur á markaði þýðir launatap fasteignasala. Þegar Ingibjörg fullyrðir að þeir sem hafi skoðað markaðinn viti að 90% lán Íbúðalánasjóðs hafi ekki orsakað þenslu á markaðinum, slær út í fyrir henni. Hún er fyrsta manneskjan sem ég hef heyrt halda þessari kenningu fram. Fjölmiðlamenn verða hafa getu og dug til þess að taka fulltrúa hagsmunasamtaka á beinið þegar þeir bulla fyrir framan alþjóð. Svar bankanna við hækkun Íbúðalánasjóðs er vissulega ámælisverð, en það er hafið yfir allan vafa að hækkunin hafði mikil og slæm áhrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kíktu til mín, Sigurður...  kannski geturðu og vilt leggja þitt af mörkum - og aðrir sem hingað koma. Ég vona það... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.5.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

Gaman að lesa bloggið þitt...ég mun svo sannarlega koma í kaffi ;)

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 6.5.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Siggi.

Góð færsla hjá þér.

Bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband