Hans tími var ekki kominn.

Ágúst Ólafur Ágústsson var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar í maí 2005. Það vakti mikla athygli vegna ungs aldurs. Hlutverk varaformanns í stjórnum er mjög mikilvægt, og hann verður að vera tilbúinn að taka við tímabundið eða varanlega ef eitthvað kemur uppá. Það að velja mjög ungan og óreyndan einstakling í slíkt embætti orkar mjög tvímælis. Það að kjósa ungan einstakling í erfitt hlutverk getur verið bjarnargreiði. Helstu mistök Ágústar voru að yfirlýsingar hans voru stundum ekki í takt við framgöngu formannsins Ingibjargar Sólrúnar, en varaformaður hefur alltaf bundnar hendur að hluta. Ef formaður forfallast tímabundið þá verður formaður að geta treyst því að varaformaðurinn fylgi settri stefnu en sigli ekki í allt aðrar áttir. Þetta traust virðist ekki hafa verið til staðar milli formanns og varaformanns.  Það kæmi ekkert á óvart að Ágúst kæmi aftur í pólitík, hans tími er ekki kominn, a.m.k. ennþá.
mbl.is Ágúst Ólafur hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband