Eru útrásarvíkingarnir enn við völd?

Valdinu var hér áður skipt í dómsvald, framkvæmdavald og löggjafarvald. Með þeirri þróun sem hefur orðið í heiminum á síðustu áratugum, var fjölmiðlavaldinu oft bætt við sem fjórða valdinu og síðar kemur fimmta valdið á síðustu árum þ.e. fjármálavaldinu. Við Íslendingar kynntumst þessu valdi mjög sterkt á síðustu árum. Mikilvægt er að þessir valdsþættir séu í jafnvægi og þeir virði landamæri, ef ekki á illa að fara. Hérlendis kom skýrt fram að dómsvaldið, framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið var oft álitið aðeins vera til óþurftar fyrir þá sem fóru með fjármálavaldið, og fjölmiðlarnir voru síðan í eigu þeirra. Það vill enginn til baka, til þessa tíma en umræðan hefur ekki farið fram hvernig fyrirkomulag við viljum hafa.

Lýðræðisleg umræða er aldrei sterkari en í aðdraganda kosninga, og einmitt nú ættum við að vera að fjalla um hvernig þjóðfélag viljum við lifa í á komandi árum. Mál eins og styrkjamál Sjálfstæðisflokksins eru eitt af þeim málum sem geta tekið umræðuna frá þeim megin verkefnum sem við þurfum takast á við. Ekki það að þetta styrkjamál eigi ekki að ræða, en það eru mun brýnni og stærri mál sem skipta þjóðina meira máli fyrir þessar kosningar.

Hvernig ætlum við að taka á vanda heimilanna? Hvernig ætlum við að koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný? Hvernig ætlum við að haga samstarfi okkar við nágrannaríki okkar, innan ESB eða utan?Hvað gerum við með íslensku krónuna? Hvernig höldum við sem flestum íslendingum á Íslandi? Hvernig getum við varið velferðina? Hvernig tökumst við á við atvinnuleysið? Í þessari kosningabaráttu er lítil áhersla á þessa þætti. Fjölmiðlarnir hafa sett kastljósið á styrkjamál Sjálfstæðisflokksins. Styrkjamál annarra flokka hefur fallið í skuggann, svo og fjármálaleg staða flokkanna.

Er það mögulegt að Stöð 2 hafi haft upplýsingar um styrkjamálið í nokkra mánuði? Ef svo er, er það tilviljun að upplýsingar um það sé sett fram um páskana rétt fyrir kosningar? Er það tilviljun að Jón Ásgeir Jóhannesson var bæði stór eigandi í FL Group og er nú stór eigandi í Stöð 2? Gæti verið að upplýsingarnar hafi verið auðfengnar. Þá er spurningin um tilganginn?

Verða kosningaúrslitin í Alþingiskosningunum 2009 í boði útrásarvíkinganna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er og hefur verið deginum ljósara síðan um síðan stjórnarskiptin fóru fram, hverjir stjórna umræðunni, skopannakönnununum og öllu þessu bulli sem okkur er boðið uppá í fjölmiðlunum. Og með þessu eru þeir að heilaþvo mikinn hluta þjóðarinnar. Þann hluta sem láta úrslit skoðanakannanna og mál sem skipta litlumali núna.(það má fara yfir styrkjamál allra flokkanna síðar) sem þær séu kosningar.

Ég veit að stór hópur kjósenda halda að skoðanakannanir skipti máli.

En málið er sem betur fer, að við kjósum öll á kjördegi, um hverjir eigi að fara með stjórn landsins næstu 4 árin.

Það er deginum ljósara að sú stjórn sem núna hefur setið, er stjórnað af einhverjum úti í þjóðfélaginu. Ég vil ekki nefna hér nein nöfn, en allir sem fylgjast með, vita hver..ir eiga hlut að máli.

Þetta er grafalverlegt mál. Þetta er heilaþvottur.

Hvort að eigendur fjölmiðla séu þeir sem stjórna eigi landinu eða kjörnir þingmenn.

Núna þegar er komið að prentun kjörseðla, þá er spurning hvort það eigi ekki bara að vera kosið um hver útrásar-víkinganna eigi að stjórna landinu.

Það er leiðinlegt að svo stór hluti kjósenda hafi ekki sjálfstæða skoðun.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigrún ég held að það hafi nú legið nokkuð lengi ljóst fyrir að Samfylking og VG munu mynda næstu ríkisstjórn. Verkefnið er mjög vandasamt. Líklegt er að þeir flokkar sem munu sjá um ríkisstjórnina muni fá slæma útreið í næstu kosningum þar á eftir. Þess vegna hefði ég talið að þjóðstjórn nú væri rétta leiðin.

Þegar fjölmiðlalögin voru fyrir þingi á sínum tíma, heyrði ég hjá öllum flokkum, að menn voru sammála um að það þyrfit að setja takmarkanir. Rétt eins og það hefði þurft að setja bönkunum skýrari línur og regluverk, þá átti það einnig við um fjölmiðlana. Þegar frá líður verður það gert.

Það er slæmt að umræðan fari ekki um þau mál sem mestu máli skipta. Ef næstu dagar fara í það að ræða styrki Samfylkingarinnar og aðkomu Ingibjargar

Sigurður Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 10:25

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

frh. Sólrúnar, þá þakka ég pent fyrir. Fáum faglega umræðu um efnahagsmálin, endurreisn atvinnulífsins, og heimilanna.

Sigurður Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 10:27

4 identicon

Það er leitt að frelsinu þurfi að fylgja höft.

En alltaf í hverju þjóðféagi eru til siðspilltir einstaklingar, sem sjá tækifæri í frelsinu. Tækifæri til að koma, samlöndum sínum í efnahagslega fjötra um langa framtíð.

Viðurkenni samt, að þeir fengu hjálp erlendis frá.

En dýfan kemur harðar niður vegna þessa sem með öllum mögulegum löglegum en siðferðilega skamarlegum hætti sópuðu til sín peningum og komu þeim undan. Og sjálfum sér og sínum.

Sigurður, fagleg umræða. já.

Ég á erfitt með það núna. Þú veist hvernig mín staða er. Og sú ríkisstjórn sem núna situr og mun sennilega verða við völd næstu 4 árin, leggst á öllum þunga á þá sem minnst hafa og þá sem eru sjúklingar og eiga allt sitt undir tekjum frá TR. Og þeir svo sannarlega ætla líka á koma á sköttum á þessa einstaklinga. Ekki bara sjálfsögðum sköttum svo sem VSK á allt ...lyf líka, heldur taka upp eignarskatt.

Snauð komum við í heiminn og þrátt fyrir að hafa erfiðað allt sitt líf, þá er það mottó vinstri manna að snauð skulum við fara héðan.

Svo snauð að ef líf okkar verður lengra en 67 ára, þá er það líf sem er undir fátækramörkum.

Nema fáir útvaldir.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:53

5 identicon

Ég er heimili og með lán. En enga greiðslugetu af svo mjög hækkuðu láni. Ég tók ekki lán sem var yfir mína getu til að borga það.

Hver hefur leyfi til að gera mér þetta. hvernig eru úrræði mín.

Ég hef leitað eftir þeim, en er þvælt á milli stofnanna, og fá misjafnar móttölur starfsmanna. Sem eru sumir í vinnu hjá mér. Ég er skattgreiðandi og borga laun þeirra sem fá laun sín frá almenningi.

Þingmenn eru þar meðtaldir. Bankastarfsmenn og hjá rágjafastofu heimilanna. Líka þeir hjá Íbúðalánasjóði.

Hvar er Samfylkingin og Jóhanna núna!!!

Bjargvættir alþýðunnar, úr klóm íhaldsins, sem hefur verði lýst sem ímynd hins illa ???

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:00

6 Smámynd: Alli

Útrásarvíkingarnir eru ekki lengur við völd.

Ísland er ekki lengum með fjórskipt vald eins og var meðan Sjálftökuflokkurinn var við stjórnvölinn:  Löggjafavald, dómsvald, framkvæmdavald og VÍKINGAVALD.

Það er búið að henda út strengjabrúðum víkinganna: Íhaldi og Frjálshyggju.

Alli, 17.4.2009 kl. 12:00

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigrún Jóna. Ætla að vera þér sammála að þau úrræði sem fram eru komin eru allt of veik og duga skammt. Hef hins vegar trú á Jóhönnu að hún muni taka þessi mál upp strax eftir kosningar. Staða margra heimila og fyrirtækja er á heljarþröm.

Alli þegar menn eru ekki  skráðir á bloggið, og skrifa ekki undir nafni, bendir það til þess að þú virðir skoðanir þínar lítils. Hverning ætlast þú til þess að aðir virði þær þá. Frasar leysa engan vanda.

Sigurður Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband