Alþýðubandalagið lifnar við!

Þá er þessi kosningabarátta á enda komin. Kosningabaráttunni var stjórnað að þessu sinni af útrásarvíkingum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Samkvæmt upplýsingum á Eyjunni og víðar, það Jón Ásgeir sem kom upplýsingum um styrkjamálið, þannig að það varð aðalmál kosninganna. Síðan var málinu fylgt eftir á Stöð 2 og Fréttablaðinu. Reyndar var bara sá hluti styrkjamálsins sem þótti heppilegur tekinn fyrir.

Efnahagsmálin sem hefði þurft að taka á í þessari kosningabaráttu, urðu útundan. Hvernig hefja eigi endurreisnina. Með formannsskiptum í Samfylkingunni tók sá hluti flokksins við sem er lengst til vinstri. Saman með VG verður til ríkistjórn sem hefur áherslur gamla Alþýðubandalagsins. Því má búast við að þegar umsókn verður sett inn í Evrópubandalagið þá verði ástandið í atvinnumálum á Íslandi orðið þannig að fólk mun kjósa aðild í þeirri von að það bjargi einhverju, og tilbúið að fórna öllu, sjávarauðlindinni, orkunni og væntanlegum olíuauðlindum. Kosningarnar voru því um ESB, í boði Baugs.

Hefur Alþýðubandalagið lifnað við, í vinstri Samfylkingu og VG?


mbl.is Bjarni Ben kaus fyrstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Voru ekki sjálfstæðismenn að þiggja styrki frá Baugsveldinu í stórum stíl ?

Finnur Bárðarson, 25.4.2009 kl. 18:15

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband