Ég er þjóðin

Búsáhaldabyltingin hefði átt að sýna stjórnmálamönnum að þjóðin rís upp ef henni er ofboðið. Í framhaldinu urðu stjórnmálamennirnir okkar óskaplega lýðræðislegir. Á Alþingi var lagt fram frumvarp það átti að duga að fá stuðning 15% þjóðarinnar til þess að fá fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin skyldi ráða. Þessa lýðræðisást mátti sjá í andliti sumra þingmanna rétt fyrir kosningar, þeir urðu svo lýðræðislegir og þjónustusinna. Þegar ég sá þennan svip fyrst á fyrrum kennara mínum Álfheiði Ingadóttur, þekkti ég hana ekki fyrst. Hélt að hún hafi farið í lýtaaðgerð. Svo nú þegar kemur að máli sem er verulega stórt þá er gamla Álfheiður kominn í stólinn. Hún stappar fætinum í bræði þegar fram er lögð tillaga um að þjóðin fái að greiða atkvæði um Icesave. ,,Þjóðin er búin að kjósa. Hún gerði það í april. Ég er þjóðin". 

Í svipnum mátti sjá hatur, sem sást svo oft hjá stjórnmálamönnunum  í gömlu kommúnistaríkjunum. Lýðræðissinninn var farinn. Í stað hans var sami gamli úflurinn mættur, bara í nýrri sauðagæru.


mbl.is 60-70 milljarða árleg greiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér finnst hún bara kolgalin, þetta er ekkert vit.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 12:06

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi framkoma sýnir hennar innra eðli.... skítlegt eðli.

Auðvitað á fólkið í landinu að kjósa um svona stórt mál. Steingrímur segir að engir kostir séu til að kjósa um. En það er rangt hjá honum því þeir sem hafna þessum samningi eru einfaldlega að segja að semja skuli aftur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.7.2009 kl. 12:26

3 Smámynd: Elle_

Vildi líka að konan yrði skikkuð af forseta Alþingis til hætta að öskra þar.

Elle_, 1.7.2009 kl. 17:43

4 Smámynd: Elle_

Nú vitum við það: 20% landsmanna eru fylgjandi Icesave, 60% landsmanna á móti Icesave. Kom fram í kvöld-fréttum RUV núna.

Elle_, 1.7.2009 kl. 19:09

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sem lýðræðissinnar fer þessi ríkisstjórn ekki á móti vilja þjóðarinnar. Þjóðin hefur sagt nei, takk ómögulega. Þá skilur gestgjafinn lystarleysið og hættir við, en stappar ekki niður fætinum af bræði og hreytir út úr sér. ,, Þú skalt fá hann samt".

Nú þurfa fjölmiðlar að fá fram hjá Alþingismönnum hverjir ætla að virða skoðanir þjóðarinnar að vettugi og hverjir ekki.

Sigurður Þorsteinsson, 1.7.2009 kl. 19:44

6 Smámynd: Elle_

Ekki 20%, heldur 19%.

Elle_, 1.7.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband