Voðalega spennandi!!!

Ég mætti í vinnuna í dag, fullur eftirvæntingar. Minnist úrslitaleiksins í handbolta á Ólympíuleikunum. Skildum við hafa það. Átti erfitt með að koma mér að verki. Þurfti ítrekað að standa upp frá skrifborðinu og ná mér í vatn eða kaffi. Í hádeginu voru allir á iði. Hvernig haldið þið að það fari. Einn úr innsta hring Samfylkingarinnar sagði: ,, Við vinnum 14-2" og ljómaði.

,,Asni" sagði vinur hans og flokksfélagi. ,,Ef einhver er á móti, er dæmið fellt"

,, Allt í lagi, þá 14-0, fulltrúar Breta og Hollendinga fara á klósettið meðan kosið er"

Upp úr þrjú var farið í ríkið og keypt dálítið af bjór, og nú settust menn niður og ræddu málin. Þetta var meira spennandi en handboltinn, miklu meira spennandi. Maður velti því fyrir sér hvort það væri bein útsending í Vetrargarðinum. Kannski þúsundir Íslendinga. Loks kom niðurstaðan. Hugsið ykkur allir utanríkisráðherrarnir samþykktu samhljóma að vísa umsókninni til framkvæmdastjórnar ESB. Við stukkum á fætur og föðmuðumst. Hoppuðum um og grétum af gleði. Ísland vann, Ísland vann. Guðmundur kommi tók þátt í fagnaðarlátunum og var manna kátastur.

,, Varst þú ekki á móti inngöngu í ESB" spurði ég

,, Jú, jú, sagði hann, en þetta var bara svo spennandi. Maður hrífst alveg með. Ísland vann."

Svo hlustuðum við á Össur Skarphéðinsson  og hann sagði.

„Ég er auðvitað ákaflega glaður og hamingjusamur með það að utanríkisráðherrarnir skuli hafa afgreitt þetta í dag. Það er diplómatískur sigur fyrir okkur Íslendinga. Það var ekki sjálfgefið,“

 Nei þetta var svo sannarlega ekki sjálfgefið. Strákarnir eru enn niður í vinnu að fagna. Þegar ég kom heim kom hún Sara mín á móti mér, hoppaði af gleði, og gelti. Það var eins og að hún vissi að við værum á leiðinni í ESB. WizardWizardWizard


mbl.is Össur: „Diplómatískur sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband