Viðtalið við Geir Þorsteinsson

Saumað var að Geir Þorsteinssyni í Kastljósinu í kvöld. Hann sagði að tíðarandinn hafi mikið breyst á síðastliðnum 5 árum og e.t.v. hefði verið tekið öðru vísi á málunum ef þetta hefði komið upp nú. Talsvert til í því. Enn lengra aftur gerðist það ítrekað að leikmenn þurftu að bera fararstjóra ofurölvi út í vél á leiðinni heim, slíkt gerist ekki nú. KSÍ hefur lagt mikla vinnu í að byggja upp kvennaknattspyrnuna og það er vinna fyrir jafnrétti kynjanna. Sú staða breytir viðhorfum. Að taka þetta mál upp eftir 5 ár, er hins vegar fáránlegt. Þetta getur hins vegar verið tilefni til þess að semja siðareglur fyrir ferðir á vegum íþróttahreyfingarinnar.


mbl.is Dýrt næturævintýri Íslendings í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Enn fáránlegra er bókhald KSÍ fyrir árið 2005.  Var minnst á þetta slys þar? Pálmi var örugglega ekki búinn að borga þetta fé til baka.

Var bara látið eins og þetta fé hefði aldrei farið út? Er það ekki fölsun?

S. Lúther Gestsson, 10.11.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nafni mér finnst þú gefa þér forsendur sem eru mjög ósennilegar. Pálmi og KSÍ  hefur örugglega ekki látið þetta verið í ársreikningum og því hefur Pálmi að öllum líkindum greitt þetta strax. Við þurfum að hafa sterk gögn í höndum ef við ætlum okkur að setjast í dómarasæti  vaðandi falsanir.

Umræðan snýst fyrst og fremst hvort það sé eðlilegt að fara inn á slíka staði í ferð með íþróttahreyfingunni, með opinberum aðilum eða fyrirtækjum.

Sigurður Þorsteinsson, 10.11.2009 kl. 06:27

3 Smámynd: 365

Auðvitað þurfa að vera til heilsteyptar siðareglur fyrir íþróttahreyfinguna í landinu, maður hélt að þær væru til staðar, en eins og margt annað er ekki til reglugerð, kemur ekki á óvart.

365, 10.11.2009 kl. 10:54

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Forsvaramenn KSÍ hafa alltaf sagt að þetta sé ekki eðlileg framkoma, en samt finnst mér skrítið að þessi upphæð upp á 8 milljónir skuli aldrei koma fram í ársuppgjöri. Það segir einfaldlega að ársuppgjörið hafi ekki verið rétt.

Hvort það sé fals eða bara ekki allur sannleikurinn sagður skiptir kannski ekki höfuðmáli.

Siðareglurnar eru til, en Pálmi bara braut þær.

S. Lúther Gestsson, 10.11.2009 kl. 12:16

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurður þú fullyrðir að siðareglur séu til, hef ekki heyrt það áður í málinu. Ef þær voru til þá hefur stjórn KSÍ litið svo á að brot Pálma teldist  ekki það alvarlegt eða í ljósi þess að hann á langan farsælan feril hjá KSÍ að tiltal eða áminning hafi dugað.

Varðandi umfjöllun um ársreikninginn eða upphæðina þá finnst mér þú fara geyst. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram hafa komið var heildarúttektin mun lægri og hve stór hluti fór af korti KSÍ hefur ekki greinilega komið fram. Það er líka ábyrgðarhlutur að fara rangt með tölur og ásaka menn nema vera nokkuð vissir í sinni sök.

Ef þér er annt um að hengja Pálma, þá ættir þú að gefa þig fram.

Sigurður Þorsteinsson, 10.11.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Kæri Sigurður.

Mér er alls ekki annt um að hengja einn né neinn, ég er alls óhræddur að tjá mig hér þar sem líklega forsvaramenn KSí lesa þennan þráð þar sem hann er tengdur við fréttina og að sjálfsögðu geri ég það undir nafni. 

Skiptir heildarupphæðin öllu máli?

Hefur KSÍ gefið upp nákvæma tölu? Af hverju ekki?

Nú eru 4 ár liðin frá þessum atburði, hefði átt að upplýsa um þetta mál fyrr?

Siðareglurnar voru lesnar upp í sjónvarpsþætti, voru þær brotnar?

Ég fullyrði að Pálmi braut af sér í starfi með að nota fé til að greiða fyrir þjónustu á strippbúllu erlendis og notaði til þess fé sem hann átti ekki. Síðar varð hann fyrir að aðrir utanaðkomandi notfærðu sér ölvun hans og misnotuðu einnig fé af kortinu.

Er þetta agabrot sem hefði átt að ljúka með einhverju meira en áminningu?

S. Lúther Gestsson, 10.11.2009 kl. 14:32

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll nafni

Ég er ekki að mæla því bót að starfsmaður KSÍ fari á strippstað, þegar hann er á vegum KSÍ erlendis. Tel það reyndar mjög óheppilegt og tel að samtök eins og KSÍ eigi að hafa skýrar reglur.

Hins vegar finnst mér starfsmaðurinn hafa tekið út sína refsingu, fyrst með því að þurfa að borga stórar upphæðir, síðan með því að fá áminningu í starfi og loks með því að fá þessa fjölmiðlaumfjöllun. Hér erum við sennilega ósammála.

Það er mikið kallað á blóðsúthellingar í þjóðfélaginu núna, það svo að víða reynir fólk fyrst og fremst að fara sér hægt. Ákvarðanafælni hrjáir íslenskt samfélag. Þau samfélög sem búa við dómstóla götunnar eru ekki til fyrirmyndar.

Sigurður Þorsteinsson, 10.11.2009 kl. 17:16

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég hef hvergi sagt að Pálmi eigi að víkja eða hann hefði átt að reka úr starfi. Ég er þess fullviss um að Pálmi hefur starfað flekklaus í starfi fjármálastjóra KSÍ bæði fyrir og eftir þetta brot.

Hefði það verið röng ákvörðun af KSÍ að upplýsa almenning um þetta athæfi sama ár og það gerðist?

Og annað,  hefði það verið best fyrir Pálma að þetta mál hefði aldrei ratað á varir almennings? Var það kannski vilji KSÍ? 

Maðurinn gerði kannski eitthvað aðeins meira en að fara bara á strippstað, það er ekki stæðsta málið held ég, heldur hvernig hann borgaði fyrir þjónustuna þar.

Auðvitað spyr maður sig hvort kortið hafi verið tekið einhverstaðar annarstaðar upp fyrst það þótti sjálfsagt að taka það með ofurölvi á þessum stað.

En svona mál verða oft til þess að menn sem taka á sig sökina vinna ennþá harðar af að láta gott af sér leiða í starfi sínu, nú er bara mál fyrir Pálma að gefa í.

Einhver smá yfirlýsing myndi kannski ekki skaða.

Veistu nafni að ég held að þessi svokallaða áminning hafi ekki verið alvarleg eða sögð í skammartón, þessir menn hafa jú þekkst síðan þeir voru eins og litlar Cokedollur.

S. Lúther Gestsson, 10.11.2009 kl. 17:55

9 Smámynd: Dexter Morgan

Típískt fyrir KSÍ-klíkuna. Eins og fram kom í viðtalinu við Geir, sagði hann "fyrst þetta mál er komið í fjölmiðla, þá þyrfti stjórn að "taka" á málinu"...... Það stóð sem sagt aldrei til að "gera" neitt í málinu. Þeir neyðst til þess núna. Nú er lag fyrir knattspyrnu-grasrótina á íslandi (þ.e. félögin sem mynda sambandið) að krefjast þess að ÖLL stjórnin segi af sér og ný stjórn getur svo rekið þennan fjármálasnilling ef hann hefur ekki vit á því að hætta sjálfur.

Dexter Morgan, 11.11.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband