Hetja eða þjóðnýðingur?

Því verður ekki neitað að Draumalandið var áhrifarík bók. Höfundurinn er hörkugóður penni og hreyfir við manni. Bókin fær mann til þess að staldra við og meta hvort við séum á réttri leið. Hvort við æðum áfram með álverin ein sem lausn allra efnahagsvandamála, rétt eins og nú hluti þjóðarinnar æðir áfram með ESB sem alsherjarlausn. Gagnrýnislaust. Að ná að hafa þessi áhrif er auðvitað afbragðs gott verk. Löskuð þjóð þarf nú að taka stórar ákvarðanir. Andri Snær hafði trú á að í þjóðinni búi hugmyndaauðgi, krafti og þor sem til þarf. Þetta virðast stjórnmálamenn okkar ekki koma auga á. Andri Snær er vel að þessum verðlaunum kominn.
mbl.is Andri Snær hlýtur Kairos verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Las ekki bókina en myndin var hörmung og bauð engar lausnir heldur bara eitthvað væl yfir orðnum hlut.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 00:46

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

 Gylfi þú ert  hugmyndaríkur, ef það er rétt að hvert starf í álveri kosti 500-800 milljónir króna, gætir þú skapað 2 eða jafnvel fleiri störf ef þú fengir 50 milljónir að láni með ríkisábyrgð til nokkurra ára?

Vilhjálmur er það rétt munað hjá mér að Nobel fékk gagnrýni fyrir það hvernig hann auðgaðist? Það er sannarlega til öfgafólk með umhverfisvernd, sem að mínu mati skaðar umræðuna, en það er einnig til öfgafólk í hópi þeirra sem eru á öndverðu meiði. Mér finnst þessi linkur því miður bera vott um öfga, það er miður. Andri Snær verður nú seint talinn til öfgamanna.

Sigurður Þorsteinsson, 3.12.2009 kl. 10:59

4 identicon

Ég þarf ekki nema eina millu til að bæta við starfsmanni og fara sjálfur að starfa alfarið við útflutning svo ég er ekki neitt sérlega óhagstæð rekstrartillaga.

Varðandi Andra þá er hann örugglega strákur hinn vænsti en hann boðar engar lausnir og það er ákveðinn ábyrgðarhluti. Markmið hans er fækkun starfa við stóriðju en hann kemur ekki með neitt bitastætt í staðinn og þessvegna er fullt af fólki búið að fá nóg af þessum fórnarlambsjarmi í honum.

Annað hvort kemur fólk með eitthvað sem virkar eða ekki. Og Andri hefur ekki komið með neitt. Það þyrfti að fá mann eins og mig til að endurskrifa Draumalandið á rökrænum atvinnulegum forsendum en ekki undir þessari óraunhæfu slepjusýn sem birtist mér í heimildarmyndinna.

Andri er best geymdur einn í kofa á Jan Mayen eða Svalbarða því tillögur hans henta einsetufólki frekar en nútíma borgurum.  Hann ætti því að vera samkvæmur sjálfum sér og flytja

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síbyljan um að ekki sé boðið upp á betri lausnir er röng. Að undanförnu hafa fjölmörg erlend fyrirtæki sýnt áhuga á að fá að kaupa hér orku þar sem hvert starf er mun ódýrara og betra en í áliðnaði og mengunin minni.

Þessi fyrirtæki hrökkva hins vegar frá þegar þau komast að því að hér er stefnt að því að afhenda tveimur stórum álfyrirtækjum alla fáanlega orku og jafnvel gott betur.

Ég hef fært að því ítarleg rök að með því að friða heimsundrið Gjástykki-Leirhnjúk fáist mun meiri atvinnusköpun á svæðinu en með því að virkja svæðið.

Fyrir 15 árum voru þeir menn taldir "geimóramenn" sem töldu framtíð í því að reka hér hvalaskoðun.

Fyrir tíu árum hefðu stóriðjusinnarnir hlegið sig máttlausa yfir því ef ég hefði sagt að Reynir Harðarson ætti eftir að skapa jafnmikil útflutningsverðmæti í fyrirtækinu CCP en nemur launum allra starfsmannanna á Íslandi.

Það sem verst er, er það að þótt öll orka Íslands yrðu sett í álver myndu aðeins 2% vinnuaflsins frá vinnu í þessum álverum. Þetta er mesta orku- og peningabruðl til atvinnusköpunar sem hugsast getur og ryður mun betri kostum frá.

Ómar Ragnarsson, 3.12.2009 kl. 21:03

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vantar eitt orð í setningu sem átti að vera svona: Fyrir tíu árum hefðu stóriðjusinnarnir hlegið sig máttlausa yfir því ef ég hafði sagt þá að Reynir Harðarson ætti eftir að skapa jafn mikil útflutningsverðmæti í fyrirtækinu CCP en nemur launum allra starfsmannanna í ÁLVERUM á Íslandi.l

Ómar Ragnarsson, 3.12.2009 kl. 21:06

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gylfi ef ég réði ríkisfjármálunum þá fengir þú nokkrar milljónir til þess að þróa þitt frumkvöðlastarf. Ef þú lest bókinni  Draumalandið þá eru í henni fullt af lausnum. Til þess að skilja þær þarf e.t.v. að hugsa út fyrir rammann.

Ómar góður vinur minn og samstarfsmaður fór með þér í ferð um háhitasvæðið við Mývatnsveit fyrir nokkru og sagði hana ógleymanlega. Ef þú tækir að þér að vera ,,tæknilegur ráðgjafi" fyrir fararstjórateymi, þá gætir þú eflaust skapað á skömmum tíma störf fyrir nokkra tugi manna. Ég á ekki von að slíkt átak myndi kosta milljarða.

Sigurður Þorsteinsson, 3.12.2009 kl. 22:05

8 identicon

Ég árétta það sem ég áður sagði um skynjun mína á myndinni. Þú veist ekki hvað ég styð þig mikið Ómar en ykkur hefur bara mistekist að sýna fram á nytsemi grænna atvinnumöguleika, eins og þú sjálfur segir... Það segir líka að Andra Snæ hafi mistekist að undirbúa jarðveginn sem segir mér að það eigi alveg eftir að finna ykkur leiðtoga til að ná ásættanlegum málamiðlunum

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband