22.10.2010 | 06:42
Atvinnuleysi er óþarft böl.
Við erum í raun allt of lítil þjóð í stóru landi. Fólksfæðin gerir það að verkum að margir þættir eru hér dýrari en hjá öðrum þjóðum. Þar fyrir utan erum við í nokkurri fjarlægð frá öðrum löndum, sem þýðir flutningskostnað bæði vegna ferðalaga, en einnig vegna vöruflutninga. Þess vegna er það hagkvæmt að þjóðinni fjölgar.
Í samdrættinum sem hefur orðið hér frá 2008 hefur atvinnuleysi farið upp í 10%. Í raun hefur það atvinnuleysi verið meira, því margir hafa farið í nám, eða haldið áfram námi. Þá hefur fjöldi fólks flutt til nágrannalanda okkar. Oft er þetta vel menntað fólk, sem margt hvert kemur ekki til baka.
Eðlilegt atvinnuleysi er um eitt og hálft prósent. Það stafar af því að fólk er að skipta um vinnu, en einnig að atvinnustarfsemi er að breytast. Störf lögð niður og ný taka við. Þegar þjóðin er hrædd eins og nú er, heldur fólk að sér höndum, og aðhafist lítið. Þetta á bæði við þá sem ekki hafa fjármagn til þess að kaupa vöru og þjónustu, en einnig um þá sem hafa nægt fjármagn. Þetta aðgerðarleysi dregur úr atvinnu.
Eitt af hlutverkum stjórnvalda er að stuðla að jafnvægi í þjóðfélaginu, þá eining jafnvægi í atvinnulífinu. Til þess hafa ráðamenn mörg tæki. Því miður hafa tækifærin sem til staðar eru ekki verið nýtt og þess vegna er viðvarandi atvinnuleysi. Gagnrýni verkalýðsforystunnar og samtökum atvinnurekenda er að þessu leiti réttmæt.
Það getur verið fyllilega eðlilegt að þurfa að segja upp hjá Orkuveitu Reykjavíkur, en aðgerðarleysi stjórnvalda til örva atvinnuuppbygginu er í hæsta máta óeðlilegt. Ef ráðamenn treysta sér ekki í verkefnið verður að fela öðrum það.
![]() |
Fólkið auðvitað bara grét |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.10.2010 | 23:38
Niðurlæging Alþingis
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Kosningarnar um Landsdóm var ósigur fyrir Alþingi. Almenningur hefði samþykkt að allir fjórir ráðherrarnir hefðu verið verið dregnir fyrir dóm, eða enginn. Önnur niðurstaða sem rædd var um og fólk gat trúað upp á Alþingi, var að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins yrðu dregnir fyrir Landsdóm en ekki ráðherrar Samfylkingarinnar. Það hefði orðið saman niðurlægingin.
Það þarf að vera til nefnd sem skipuð er fagfólki sem fer yfir störf ríkisstjórna. Mat hennar er næg refsing ef ríkisstjórn stendur sig illa.
Niðurstaða Alþingis er í boði Samfylkingarinnar. Stuðningsmenn hennar eru margir hverjir afar ósáttir við þá Alþingismenn sína, sem stuðluðu að þessari niðurstöðu. Útkoman er einnig niðurlæging fyrir Samfylkinguna og verður innanmein hennar í langan tíma.
![]() |
Fáir ánægðir með ákvörðun Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.10.2010 kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.10.2010 | 23:44
Flokksfíflið!
Það þarf ekki að vera vel upplýstur til þess að átta sig á að mjög stór hluti þjóðarinnar er í verulegum erfiðleikum. Það sýnir fjöldi beiðna um nauðungarsölur, en það sýnir einnig að um 65% lána heimila er í vanskilum. Þrátt fyrir að nánast hvert mannsbarn áttar sig á þessari stöðu og getur dregið ályktanir um áhrif þess á samfélagið er eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar komi út úr geimnum. Það þurfti 8000 manns til þess að mótmæla á Austurvelli til þess að ríkisstjórnin fór að rumska. Nú nokkrum dögum síðar er hún komin með einhverja furðulega afstöðu til málsins. Í morgun kom til mín ungur maður sem er að missa allt sitt, eignir og fjölskyldu og sagði. ,,Það sem þarf að gera er að lemja þetta lið, það er það eina sem fær þetta lið til að rumska".
Ég spurði, hvort hann teldi það rétta aðferð. Benti honum á að mikilmenni leystu dæmin á friðsaman hátt. Gandi, Mandela og Martin Luter King. Að vísu játa ég að ég hefði haldið að eggjakastið hefði fengið þetta fólk til að hugsa.
Vestir eru ekki flokksnúðarnir sem t.d. blogga reglulega til þess að verja ónytjungana í ríkisstjórninni. Það eru frekar flokksfíflin sem t.d. skulda ekkert og hafa engan skilning á vanda almennings, þar sem staða þeirra sjálfra er önnur. Dæmi um slíkt flokksfífl er Ómar Valdimarsson. Með skrifum sínum er hann að hvetja ríkisstjórnina til óhæfuverka gegn almenningi. Það er full ástæða til þess að fylgjast með flokksfíflum sem hvetja til óhæfuverka sjá.
http://umbiroy.blog.is/blog/umbiroy/entry/1105903/
Bloggar | Breytt 14.10.2010 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.10.2010 | 14:25
Hverjir sáu hrunið fyrir?
Ég ræddi eitt sinn við fyrrum starfsmann Seðlabankans um hrunið og þá sérfræðinga sem sáu það fyrir. Þá skut hann fram.
Þeir sáu ekki síðast hrun
Sherlock Holms og Watson
Því enginn hafði grænan grun
nema Guð og Davíð Oddson
Bloggar | Breytt 12.10.2010 kl. 05:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.10.2010 | 22:37
Lífgjafi Framsóknar
Í vikunni fréttist af tilraunum nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar til þess að fá Framsókn upp í hjónarúmið með Samfylkingunni og VG. Sagt að nokkrir þingmenn Framsóknar, sem gangi með ráðherra í maganum hafi ekki tekið hugmyndinni illa. Sigmundur Davíð var hins vegar ekki á þeim buxunum og ákvað að gifta sig, og senda þannig á táknrænan hátt að rúmferðir með ríkisstjórnarflokkunum hugnaðist honum illa. Er víst brenndur eftir stuðninginn við minnihlutastjórnina um árið.
Þá kemur bjargvættur úr óvæntri átt. Sjálf Jóhanna Sigurðardóttir. Hún metur stöðuna svo að hún nái fjárlagafrumvarpinu í gegn, og skuldavandi heimilanna leysist með stuðningi Framsóknar og Hreyfingarinnar. Það sem allir sjá, er að það næst ekki samstaða um lausnir fyrir heimilin og þá er ríkisstjórnin fallin. Jóhanna kemur þannig í veg fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir taki Framsókn með sér í fallinu.
Bloggar | Breytt 11.10.2010 kl. 05:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2010 | 21:10
Fylgisþornun á landsbyggðinni.
Það eru tveir hópar sem vilja ekki að ríkisstjórnin fari frá. Það eru þeir sem styðja ríkisstjórnina heilshugar. Þeim fækkar hins vegar ört. Á landsbyggðinni ganga stuðningsmenn ríkistjórnarinnar með lambhúshettu. Hinn hópurinn eru hluti andstæðinga vinstri manna. Þeir segja að með áframhaldandi setu þurrki Jóhanna og Steingrímur upp fylgi Samfylkingarinnar og VG. Þessi vinstri stjórn verður sú fyrsta og síðasta á þessari öld, og verður ærverandi minnisvarði um skort á framtíðarsýn og getu til að taka skynsamar ákvarðanir.
Árás ríkisstjórnarinnar á sjúkrastofnanir á landsbyggðinni er dæmi um slæma ákvörðunartöku. Það þó að nú sé reynt að draga í land er búið að sýna innrætið.
Við þurfum þjóðstjórn eða utanþingstjórn sem hefur getu til þess að taka að sér verkefnið.
![]() |
Fjölmenn mótmæli á Austurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010 | 22:02
Fer Framsókn í ríkisstjórnina
Við hrunið var ljóst að Samfylkingin vildi út úr ríkisstjórninni. Innan Samfylkingarinnar var strax frá byrjun lítill eða enginn stuðningur frá vinstri armi Samfylkingarinnar að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hrunið styrkti þennan arm. Sjálfstæðisflokkurinn leiddi ríkisstjórnina en hafði einnig verið lengi við stjórnvöldin, og var því helsti skotspónn stórs hluta almennings. Jarðvegurinn var því til staðar en þá þurfti stuðning frá Framsóknarflokknum, sem var veikur. Óvænt veitti nýr formaður Framsóknarflokksins Samfylkingu og VG stuðning til þess að mynda ríkisstjórn. Djarft spil, sem Framsókn tapaði. Samfylkingunni var ekki treystandi og gamalt hatur á Framsóknarflokknum sem Samfylkingin erfði frá gamla Alþýðuflokknum. Það var ekki bara hér á blogginu sem þetta hatur kom skýrt fram hjá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar. Eftir kosningar þurftu Samfylking og VG ekki á Framsókn að halda og spýttu þeim út úr sér eins og sveskjusteini.
Framsókn kom með djarfar hugmyndir og notað óvænt og ný vinnubrögð. Allar tillögur þeirra voru notaðar gegn þeim. Eftirminnilegust er ferð Sigmundar til Noregs. Þessar stöðugu árásir Samfylkingarinnar á Framsóknarflokkinn hafa haft áhrif og hann mælist ekki hátt í skoðanakönnunum.
Það væri vissulega fengur í Framsóknarflokknum í ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn þarf að gera eitthvað til þess að ná upp fylgi. Ef þeir fara aftur uppí hjá Samfylkingu og VG, gæti saga Framsóknarflokksins orðið öll á kjörtímabilinu. Það bendir ekkert til þess að Jóhanna og Steingrímur ætli að taka upp ný vinnubrögð. Var ekki sagt að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Þessi hundur er afgamall. Eftir þessa stjórnarsetu verður honum lógað.
![]() |
Mun styðja niðurfærslutillögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.10.2010 | 14:33
Á von að Eiður spjari sig.
![]() |
Eiður: Tilbúinn að fórna mér fyrir liðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2010 | 06:37
Fyrsta skref, en svo verður að koma skrf tvö
![]() |
Ný verkefnisstjórn taki við völdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2010 | 21:27
Aulafréttamennska
Íþróttafréttamenn ríkissjónvarpsins urðu sér til stórskammar þegar þeir spurðu landsliðsþjálfara Skota hvað honum findist um þá ákvörðun stjórnar KSÍ að láta landslið U21 hafa forgang, vaðandi val á leikmönnum í landslið. Landliðsþjálfari Skota varð sýnilega undrandi á aulaspurningunni og svaraði því til að hann sæi ekkert að þeirri ákvörðun því það stangaðist ekki á við reglur Evrópusambandsins. Önnur svör gætu hafa verið.
,, Forkastanlegt, með því að velja Gylfa Þór í liðið er verið að eyðaleggja fyrir skoskum fótbolta".
,, Stjórn KSÍ ætti að segja af sér vegna þessa máls. Við Skotar erum harmi slegnir".
Liðið sýndi hins vegar í kvöld að það á fullt erindi í útslitakeppni Evrópumótsins. Þegar við vinnum á mánudaginn í Skotlandi, eignumst við lið sem spilar í úrslitakeppninni, öðlast reynslu og sjálfstraust. Þannig munum við fá A landslið sem mun geta ógnað þeim bestu í náinni framtíð.
Stórkostleg ákvörðun stjórnar KSÍ.
![]() |
Eins marks forskot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10