27.10.2024 | 21:19
Breiðablik Íslandsmeistari
Góðu Íslandsmeistaramóti í knattspyrnu lokið með sigri Breiðabliks í Bestu deild karla og áður kvenna. Afar áhugavert lið og góð blanda leikmanna. Þetta er stór sigur fyrir Halldór Árnason þjálfara sem verður ekki talinn reynslumikill sem þjálfari. Ráðning aðstoðarþjálfara til félagsins nýlega er afar skynsamleg ráðning. Þá er Höskuldur Gunnlaugsson verskuldað valinn leikmaður ´Bestu deildarinnar í ár. Mér finnst með ólíkindum hvernig landsliðsþjálfararnir komast hjá að velja hann í landsliðið, ekki síst eftir að Aron Gunnarsson datt út. Alhliða góður leikmaður með einstakan karakter. Til hamingju Breiðablik.
22.10.2024 | 22:49
Eru kennarar jafnari en aðrir?
Kjarasamningar í voru viðleitni til þess að ná þjóðarsátt. Enn og aftur fengu þeir sem verst stóðu mest. Það mun ekki ganga til lengdar því þá hefur það litla þýðingu að afla sér menntunar. Samningarnir skila öllum hins vegar allnokkru, ef þeir halda. Því reynir á þeir sem síðar semja virði ramman. Allir jafnir. Nú eins og áður koma hópar fram sem vilja vera jafnari en aðrir. Fyrst kennarar. Það er sérlega slæmt nú í ljósi umræðna um skólakerfið, og sýnir mikið dómgreindarleysi. Svo koma kröfurnar upp í rjáfri. Borgarstjóri bendir síðan á að veikindadagar og frí eru óásættanleg innan kennarastéttarinnar. Það ástand verður að skoða sérstaklega. Þá er ráðist á borgarstjóra og kennarar hóta uppsögnum. Það er almenningur en ekki kennarar sem á að vera móðgaður.
5.10.2024 | 09:09
Populismi á Austurvelli
Annað slagið hlusta ég á Útvarp sögu. Það kom mér á skemmtilega á óvart að margir þættir á stöðinni eru góðir. Segir okkur að það er vel hægt að bjóða upp á vandaða umfjöllun án þess að vera ríkismiðill. Stöðin mætti vel styðja betur. Rétt um hádegið var þáttur sem var ekki par skemmtilegur. Ragnar Ingólfsson formaður VR og Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins. Kom sennilega inn í þáttinn þegar honum var að ljúka, Þau ræddu m.a. verðbólguna, og verðtrygginguna. Umræða á sorglega lágu plani og alveg laus við að þau hefðu þekkingu á málefninu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir situr þó í Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis Ragnar lagði til að eitt útlánaformið þ.e. verðtryggð lán ætti að banna til einstaklinga. Það kom engar útskýringar. Samskonar rökleysa kemur reglaulega frá Hagsmunasamtökum heimilanna.Það hefur verið reglulega borin saman verðtryggð og óverðtryggð lán og þegar til lengdar er litið eru kjörin nokkuð sambærileg. Eini mismunurinn er að afborganir eru jafnháar að raungildi allan lánstímann, en er hærri í óverðtryggðum lánum í byrjun en afborganir lækka að raungildi þeim mun lengra sem líður á lánstímann. Kostulegast var síðan að hlusta á Ásthildi svara einstaklingi sem ekki fékk hækkaðar vaxtabætur. Hún svaraði því til að fólk hefði fengið um 250.00 sem hefði farið inn á höfuðstólinn, sem hefði bara verið verra!!!! að fá. Það er spurning hvort að svona bull ætti að taka fyrir í siðanefnd Alþingis? Þessi tvö keppast svo við að gera lítið úr Ásgeiri Jónssyni og hafa bæði talað um að taka þyrfti fram fyrir hendurnar á honum, eða jafnvel segja honum upp. Þetta verður vart skilið nema sem alvarleg minnimáttarkennd hjá hjúunum. Næst fara þau að gera lítið úr læknisfræðiprófessorum til þess að upphefja sig. Svo kom rúsínan í pylsuendanum, þau ætla að safna saman fólki á Austurvelli í dag. Síðasta samkoma Ragnars Ingólfssonar á Austurvelli var slík háðung að lengi verður í minnum haft.
Viðskipti og fjármál | Breytt 6.10.2024 kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.10.2024 | 21:50
Grunnnám í hagfræði
Það ætti að vera inntökuskilyrði fyrir ákveðnar stéttir að taka grunnnámskeið í hagfræði. Þingmenn, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fjölmiðlamenn sem fjalli um efhahagsmál.
Í morgun voru stýrivextir lækkaðir um 0,25. Hafði skotið á þessa niðurstöðu nokkru fyrir ákvörðunina. Óbreytt vaxtastig hefði ekki komið mér sérlega á óvart. Þetta var blanda af óskhyggju og tilfinningu. Almenningur getur haft áhrif. Bíðum með stórar framkvæmdir og spörum, leggjum fyrir eða greiðum niður skuldir
Það þarf meira til. Sveitarfélögin verða að taka þátt í dæminu. Ekki safna skuldum og brjóta land fyrir íbúðahúsnæði. Tökum á bákninu sem hækkar húsnæðisverð og opnum fyrir nýjar ódýrari leiðir til þess að byrja.
Þá þarf að skoða möguleika lífeyrissjoðanna til þess að koma með nýtt húsnæði bæði fyrir leigumarkaðinn og til sölu
Þá þurfa aðilar eins og bankarnar að sýna ábyrgð
Þegar aðilar úr verkalýðshreyfingunni tjá sig skiptir það máli. Ragnar Ingólfsson formaður VR tjáir sig um stýrivaxtalækkunina og telur hana of litla og of seint fram komna. Ragnar hefur áður tjáð sig um ákvarðanir í Seðlabankanum og persónugert þær, með að taka þurfi völdin af Ásgeiri Jónssyni. Í hans hópi er kallað eftir því að Ásgeir Jónsson verði rekinn. Þetta er slíkur loddaraskapur og ber vott um þekkingarleysi Ragnars á efnagasmálum. Á sama tíma heyrist lítið í honum þó Reykjavíkurborg standi sig afar illa að sinna eftirspurn eftir lóðum og þá þá ódýrari en þær sem fást með þéttingu byggðar. Þannig er Ragnar að bregðast ungu fólki í VR, því þessi stefna Reykjavíkurbogar hækkar verð á íbúðum og er nú svo komið að nánast aðeins ungt fólk með ríka foreldra sem getur stutt þau fjárhagslega getur eignast íbúðarhúsnæði. Ragnar er því orðið sérstakt efnahagsvandamal, sem m.a. heldur verðbólgunni uppi
Viðskipti og fjármál | Breytt 3.10.2024 kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10