18.11.2011 | 09:31
Af hverju ættum við að skreppa í heimssókn hjá ESB
Flestir sem styðja ESB inngöngu gerða það af því að þeir telja að upptaka Evrunnar skipti sköpun fyrir þjóðina. Á sama tíma eru Danir í ESB, og 62% þeirra vilja ekki Evruna, ekki sjáana! Þar sem ESB er í upplausn væri það nú varla ástæðan fyrir inngöngu.
,,Stefán Haukur kom inn á hvaða áhrif viðræðurnar hafa haft á pólitískt landslag á Íslandi einkum og sér í lagi vegna sjávarútvegsmála".
Hvað þýðir nú þetta? Jú, þegar Samfylkingin samþykkti fyrir nokkrum árum að stefnan væri á ESB, var stjórn hennar falið að semja samnigsmarkmð og koma á frammfæri. Það hefur verið svo erfitt að það hefur tekist enn þann dag í dag.
Ef þjóðin yrði spurð, yrði svarið eflaust við ætlum ekki að gefa eftir yfirráð yfir fiskistofunum, hvorki nú eða í framtíðinni og við ætlum ekki að fórna landbúnaðinum. Aðrar greinar eru ekki í hættu. Hins vegar er ástandið nú þannig hjá ESB að öll þjóðin væri í hættu með að fara þangað inn.
Stefáni er nú orðið alveg ljóst að dulin samningsmarkmið í sjávarútvegsmálum un ekki takast. Eftir því var beðið.
Það er sjálfsagt eðlilegt að ljúka þessum viðræðum. Ekki það að það þýðir að öll orka stjrórnvalda fer í þessar viðræður og engin orka er eftir í stærri mál. Þó að við hættum þessu viðræðum trúir enginn að annað muni breytast. Getuleysi ríkisstjórnarinnar er algjört.
![]() |
Mögulegt að ljúka ferlinu 2013 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.11.2011 | 22:57
Vinnur Jón Ásgeir formannsslaginn?
Jón Ásgeir keypti Samfylkinguna með húð og hári fyrir nokkrum árum. Síðan hefur hann verið með það lið í bandi og hlýðniæfingar hafa gengið fullkomlega eftir. Jón vildi meira, hann vildi Sjálfstæðisflokkinn. Formaður flokksins fékk rausnarlegt tilboð sem var umsvifalaust hafnað. Þessu reiddist útrásarvíkingurinn, sem ekki samþykkir nei sem svar. Um leið og Samfylkingin komst til valda lét Jón Ásgeir ráðherrana sína hrekja Davíð Oddson úr embætti Seðlabankastjóra. Hann vildi meira. Hann vildi ráða formanni Sjálfstæðisflokksins. Honum fannst lítið til koma ráðherra Samfylkingarinnar. Þetta verður sennilega síðasta verk útrásarvíkingsins áður en hann verður látinn bera ábyrgð á verkum sínum fyrir dómi.
Fyrir formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum nú var gefið út að Baugsmiðlarnir yrðu látnir vinna með Hönnu Birnu. Fréttablaðið, Stöð 2 og síðan kæmi sóðagrein í DV um helgina. Hingað til hefur allt staðist. Í fréttum Stöðvar 2, var sagt að vígi Bjarna væri í kraganum þar sem 25% landsfulltrúa kæmu, 30% kæmu frá Reykjavík, vígi Hönnu Birnu. og 45% kæmu frá landsbyggðinni Þá var klekkt út með að Hanna Birna hefði einmitt farið í fundarherferð landsbyggðina og fólk ætlaði að kjósa Hönnu Birnu. Þessi frétt er eflaust skrifuð af Jóni Ásgeiri. Áður var af handahófi haft samband við fundargesti og allir þeir sem gáfu út afstöðu sína ætluðu að kjósa Bjarna.
Það yrði mikið áfall fyrir útrásarvíkinginn Jón Ásgeir að tapa formannsslagnum rétt áður en honum verður stungið inn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2011 | 15:18
Landsamband sjálfstæðiskarla styður Bjarna!
Þegar fólk hefur enga þekkingu á félagsmálum og er kosið í stjórn, þá er mjög algengt að fólk viti ekki hvað er brot á félagslegum hefðum og hvað ekki. Ástæðan fyrir venjum og hefðum í félagskap er oftast sú að af fenginni reynslu myndast rammi sem unnið er innan.
Í samtökum eins og Kvennréttindafélagi Íslands eru væntanlega einstaklingar úr öllum stjórnmálaflokkunum. Það getur verið fyllilega eðlilegt að slík samtök myndu fagna kjöri kvenna í formennsku flokkana, en það er arfavitlaust að blanda sér í kosningabaráttu innan flokkana. Slíkt er félagslegur sóðaskapur. Það sama á við ef stjórnir t.d. Skátanna, Íþróttafélaga, góðgerðarfélaga og hagsmunasamtaka. Þau álykta ekki um stjórnarkjör í pólitískum félögum.
Við skulum skoða hvaða félagslegu börn eru í stjórn Kvennréttindafélagsins. Hafi samþykkin ekki verið samþykkt af stjórn, heldur sé framlag eins eða tveggja úr stjórn ættu hinir að mótmæla þessari ályktun.
Stjórn | ![]() | ![]() | |
Framkvæmdastjórn:
Formaður: Helga Guðrún Jónasdóttir
Varaformaður: Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Ritari: Fríða Rós Valdimarsdóttir
Gjaldkeri: Hildur Helga Gísladóttir
Aðrir í stjórn eru:
Inga Guðrún Kristjánsdóttir
Margrét Björnsdóttir
Ragnheiður Bóasdóttir
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir
Stjórn kosin á aðalfundi 28. mars 2011
Auk framkvæmdastjórnar sitja í aðalstjórn:
Andrés Ingi Jónsson frá Vinstri hreyfingunni - Grænu framboði
Guðrún Erla Geirsdóttir frá Samfylkingu
Hildigunnur Lóa Högnadóttir frá Sjálfstæðisflokki
Ragna Stefanía Óskarsdóttir frá Framsóknarflokknum
Framkvæmdastýra:
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
![]() |
Fagna framboði Hönnu Birnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2011 | 09:46
Í sama flokki með mismunandi áherslur.
Í dag hefst Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Saman kemur fólk alls staðar af landinu, fólk með mismunandi reynslu og þekkingu. Í ljósi þess hefur þetta fólk mismunandi áherslur í málum, en það sem sameinar það er ákveðin grunngildi. Eitt af þeim sem lagt er upp með er frelsi til þess að hafa skoðanir og fá að setja þær fram. Á þeim grundvelli rökræða Landsfulltrúar um mál og komast oft að niðurstöðu sem fleiri eða flestir eru ánægðir með.
Þessi rökræða kemur fólki úr flokkum eins og VG og Samfylkingunni, mjög á óvart. Þar eru allir sammála, það er ein skoðun, sem öllum ber að hlýta. Í erfiðum málum eins og ESB, eru um 20% Samfylkingarfólks á móti aðild að ESB. Þetta fólk þorir aldrei að gefa sig upp. Í VG eru einnig lítill hluti sem vill ganga til samninga við ESB, í þeim heyrist aldrei.
Í Sjálfstæðisflokknum þora menn að hafa sjálfstæðar skoðainir sem oft eru á móti straumnum. Þannig er Þorsteinn Pálsson stuðningsmaður þess að fara í samningaviðræður við ESB. Þar er hann með andstæða skoðun en flestir af hans nánaustu samstarfsmönnum í gegnum tíðina. Hann setur rök sín fram, skrifar og heldur fram máli sínu. Afstaða hans auðgar umræðuna og hann sýnir með framgönu sinni að styrk sinn og manndóm. Hann heldur viðringu sinni.
Hver niðurstaða verður í ákveðnum málum kemur í ljós. Það verða kosningar milli manna, en hjá VG og Samfylkingunni minnti kjör á landsfundi úr gömlu kommúnistaríkjunum. Lýðræðisleg umræða og kosningar skerpa línur. Það er bara til þess að ná meiri styrk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2011 | 23:42
Enn ein árás ríkisstjórnarinnar á ESB og innflytendur!
Nú er allt upp í loft á Bifröst. Katrín Jakobsdóttir er talin hafa brotið alvarlega á sér með því að veita Kristínu Marju Baldursdóttur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, fyrir það eitt að skrifa almennilegan texta á íslensku. Sagt er að Eiríkur Bergmann muni ekki sofa vært í nótt. Hvað hefur þessi verðlaun með ESB að gera, eða hvað gerða þau fyrir innflytjendur? Er ekki verið með þessum verðlaunum,að æsa upp andúð sem gætu leitt til óhæfuverka eins og gerðust í Noregi í sumar? Auðvitað hvetur rektor háskólans í Bifröst Eirík Bergmann nú til að vera duglegan að skrifa.Oft var þörf en nú nauðsyn.
Það er ekki bara að þessi verðlaun hafi veirð veitt. Heldur dirfist þessari kommúnistakerlingu, sem starfar í nafni ríkisstjórnarinnar að veita Stuðmönnum sérstök verðlaun líka, fyrir það eitt að syngja á Íslensku. Meðlimir Stuðmanna eru hér með komnir á svartan lista. Andstæðingar Bifrastar, ESB og Samfylkingarinnar. Líka Jakob Magnússon, sem samkvæmt nýjustu fréttum var bara lélegur Samfylkingarmaður og átti löngu að vera búið að reka hann úr flokknum. Þó að fyrr hefði nú verið. Sveiattann.
Það sem fór verst í Eirík von Bifröst, var að íslenska fánanum var flaggað og Stuðmenn sungu lag til dýrðar íslenskunni. Er hægt að komast nær hægri öfgastefnum? Táknin maður, táknin!
Skólastjórnendur, starfsmenn og nemendur reyna nú að koma Eiríki Bergmann í rúmið, róa hann niður og gefa honum margfaldan skammt af ESB stílum í óæðri endann.
Á morgun er nýr dagur. Þá byrjar Eiríkur að undirbúa skrif sín í Fréttatímann. Þá verða teknir fyrir óvinir ESB og Samfylkingarinnar.
Bloggar | Breytt 17.11.2011 kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2011 | 00:39
Örvætingin á Bifröst
Mikill kennaraskortur er á Biföst. Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi fagmanna er nánast ómögulegt að fá þangað hæfa kennara. Þess vegna situr Biföst upp með kennara eins og Eirík Bergmann, sem verður sér og skólanum aftur og aftur til stórskammar.
Nýjasta útspil Eiríks var að níða Framsóknarflokkinn. Ekki það að það sé neitt nýtt úr herbúðum Samfylkingarinnar, níð sem Samfylkingin tók sem arf frá Alþýðuflokknum gamla. Samfylkingin hatar Framsóknarflokkinn. Eiríkur telur að Framsóknarflokkurinn sé nýr nasista eða fasistaflokkur, sem hætta sé á að komi upp gasklefum til þess að murka lífið úr andstæðingum sínum. Þessu til staðfestingar, nefnir hann merki Framsóknarflokksins og að þeim skuli dirfast að sýna glímu á flokksþingum sínum undir fánahyllingu.
Eiríkur sem hefur í atvinnubótavinnu unnið sem lektor við Háskólann á Bifröst, fullyrti ekki alls fyrir löngu að það síðasta sem íslensk þjóð þyrfti á að halda væri sterkur leiðtogi. Auðvitað leit hann fyrst á samflokksmenn sína í ríkisstjórn, þar var engann leiðtoga að finna, og hvað þá sterkran leiðtoga. Andstæðingar leiðtoga, en leiðtogar nota lýðræðið til þess að ná áragnri, eru fyrst og fremst alræðissinnar sem annað hvort eru þá kommúnistar annars vegar eða fasistar eða nasistar hins vegar. Hvar Eiríkur Bergmann er á því litrófi skipir mig ekki nokkru máli.
Rektor Háskólans við Bifröst, Bryndís Hlöðversdóttir gerir lítið úr sér, þegar hún ákveður að verja sóðakrif Eiríks Bergmanns. Auðvitað hefur hún tekið Eirík á teppið þegar hann kom úr höfuðborginni. Hún hefur sennilega réttlætt þau, með því að þegar menn fari í höfuðborgina detti menn í það og komi hálfruglaðir til baka. Fyrst og fremst hefur hún ákvðið að verja Eirík vegna þess að hann hefur sömu fíkn og hún sjálf. Hann tekur ESB stíl á hverju kvöldi og er í ESB vímu, og því ekki sjálfrátt.
Á Bifröst er fólki orðið ljóst að ESB verður hafnað og í örvæntingu sinni halla þau sér að níðinu í umsögnum sínum um þá sem ekki eru sömu skoðunar og það sjálft.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.11.2011 | 23:45
Jóhanna færði ESB ,,The Shieldcity "að gjöf.
Jóhanna Sigurðardóttir er í Brussel til þess að ræða við Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrst var talið að Jóhanna hefði verið kölluð á teppið fyrir að stunda bjölluat, enda tók forseti leiðtogaráðsins skýrt fram að algjört grundvallaratriði væri að meirihluti þjóðarinnar styddu aðlildarumsókn stjórnvalda.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum, óstaðfestum voru það þó tvö stór mál sem settu mest mark sitt á fundin. Í fyrsta lagi boð íslenska forstætisráðherrans um gjöf skjaldborgina, the Shieldcity, til þeirra fjöskylnda í Evrópusambandinu sem eru nú selfingu lostin vegna skuldakrísunnar. Þar bauð Jóhanna einnig upp á faglega aðstoð með íslensku leiðinni. Hér væri allt á uppleið og bjarsýnin í hverju horni.
Sagt er að Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins hafi orðið orðlaus vegna útspils íslenska forsætisráðherrans. Hakan niður á bringu og sé þar enn.
Bloggar | Breytt 10.11.2011 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2011 | 20:05
Er innihald í eineltisdeginum?
Ráðuneytin setja saman verkefnisstjórn, og upp er settur vefur, og fullt af fólki safnast saman á blaðamannafund. Ekkert af þessu hefur mikla þýðingu nema að kjarninn komi síðar. Það eitt að safna fulltrúum frá ráðuneytunum í einhverja nefnd er afskaplega lítils virði, ef leiðbeiningar og aðgangur að sérfræðiþekkingu er ekki til staðar.
Á þennan blaðamannafund er safnað saman alls kyns samtökum, en hvernig er vinnuferlið vegna eineltis hjá þessum samtökum og hvernig er raunveruleg aðkoma þegar eitthvað kemur uppá. Hvernig er aðgerðaráætlun hjá ÍSÍ og UMFÍ hjá aðalsrifstofum þessara samtaka, hjá héraðs og íþróttasambandalögum, hjá félögunum og deildunum.
Mér segir svo hugur að víða þyrfti að taka til hendinni.
Eineltisdagurinn má ekki bara þýða, bros ráðherra fyrir myndavélar og kaffi og kruðerí.Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.11.2011 | 11:27
Yfirvöld heltekin af hræðslu við gjaldeyrisumræðuna.
Löngu fyrir hrun fór umræða í gang um hvort við Íslendingar ættum að taka upp annan gjaldmiðil. Áttum við að taka upp Evruna annað hvort einhliða, eða með samningum við ESB eða inngöngu þar inn. Eigum við að taka upp norsku krónuna eða þá sænsku, eða dollar, þann bandaríska eða kanadíska. Ein leið gæti verið að leyft yrði að eiga viðskipti hér innanlands með tvo gjaldmiðla íslenska krónu og t.d. Evru og þannig kæmi nýr gjaldmiðill inn með íslensku krónunni.
Vandinn við umræðuna í fjölmiðlunum er að umræðan fer út í að uppfylla einhverja sjúklega athyglisþörf fjölmiðamannana. Þessu var vel lýst þegar einn fjölmiðlasérfærðinguinn sagði svekktur út í kollega sína, að margir í fjölmiðlastéttinni óskuðu þess heitast að það kæmi eldgos í Heklu því að, myndefnið færi svo vel í bakrunninn á þeim sjálfum.
Stjórnvöld hafa engan áhuga á umræðuna um gjaldmiðilinn, reyndar lömuð af hræðslu um að slík umræða fari á stað. Samfylkingin hefur Evruna sem helgitákn, en getur enga rökræðu tekið um málið. VG hefur þá stefnu helsta að vara á andstæðri skoðun við Samfylkinguna og vill friða krónununa, allt annað kallaði á það andlega álag sem fylgir því að fara í röræðurm um mál sem meginþorri félaga þeirra hefur nokkra þekkingu á. Hver sem niðurstaðan er, ef gripið yrði til aðgerða er ríkisstjórnin fallin.
Það væri þjóðþrifamál að samtök t.d. eins og Félag viðskipta og hagfræðinga héldi ráðstefnu þar sem málið yrði reifað af okkar bestu sérfræðingum. Það væri auðveldlega að vera gerast þó einhverjir fyrirlesara væru ekki á staðnum, en yðu þá í upptöku, eða í beinni á skjá.
Við eigum marga góða fyrirlesara innanlands, og við gætum fengið nokkra erlendisfrá. Mikilvægt væri að upplýsa þessa fyrirlesara um íslenskar aðstæður á eins hlutlausan hátt og möguleiki er á.
Það sem svona ráðstefna gæti fjallað um er :
1. Kostir og gallar þess að taka upp nýjan gjaldmiðil
2. Hvaða gjaldmiðlar koma til greina og hvers vegna.
3. Einhliða upptaka eða upptaka með samningum við aðila
4. Áhrif gjaldmiðils á efnahagsstjórn
Síðan þarf að taka þessa þætti saman og setja fram á ,,mannamáli" þannig að almenningur geti myndað sér upplýsta skoðnum á málefninu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.11.2011 | 19:53
Vinnur Jón Ásgeir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum?
Í íþróttum er langoftast att keppni á drengilegan hátt. Óíþróttamannsleg framkoma er ekki vel séð. Eftir leik þá takast keppinautar oftast í hendur og þakka hvor öðrum um fyrir keppnina.
Við sem komum úr íþróttum söknum oft þessa hugarfars, þegar komið er í pólitíkina. Það tíðkast alls kyns sóðaskapur, sem gerir það að verkum að margt heiðarlegt fólk hættir þáttöku eða fer ekki á stað. Því miður er t.d. ekki mikið tekið á siðblindum einstaklingum í pólitíkinni hérlendis, eins og víða er gert hjá nágrannaþjóðum okkar. Þetta skýrir hluta af því vantrausti sem er á pólitíkinni.
Nú er kosnignabarátta í Sjálfstæðisflokknum. Að mínu mati væri æskilegt fyrir land og þjóð, ekki bara Sjálfstæðismenn að sá hæfari myndi vinna. Það skiptir mig engu máli hvern ég þekki eða hvort ég er skyldur einhverjum ég reyni að meta frambjóðendur á eins faglegan hátt og mér er unnt.
Þegar ég fæ kynningu á einum frambjóðanda, með þeim skilaboðum að mótframbjóðandinn muni fá árás frá DV, ,, vera tekinn niður" fyrir landsfund og að Baugsmiðlarnir hafi ákveðið að taka þátt í kosningabaráttunni þá er mér ofboðið. Svona óiþróttamannsleg framkoma sætti ég mig ekki við. DV kemur aldrei inn fyrir mínar dyr, hvorki á mitt heimili eða í vinnuna. Það segir allt að 1,9% þjóðarinnar treysta DV.
Ég ákvað að fylgjast með hvort Baugsmiðlarnir myndu blanda sér í kosningabaráttuna. Gat alveg trúað því upp á DV en að allur pakkinn yrði notaður var ég efins um. Í dag koma síðan tvær fréttir á visi.is, og síðan étið upp á Bylgjunni. Sú fyrsta:
Framboð Hönnu Birnu líkist framboði Davíðs Oddssonar 1991
http://visir.is/frambod-honnu-birnu-likist-frambodi-davids-oddssonar-1991-/article/2011111109537
Síðar í dag:
Helmingur lýsti ekki yfir stuðningi við Bjarna
http://visir.is/helmingur-lysti-ekki-yfir-studningi-vid-bjarna-/article/2011111109420
Í fyrri fréttinni segir m.a. að Bjarni Benediktsson sé tengdur við útrásarvíkinga. Fréttinni fylgir enginn rökstuðingur enda gæti það þýtt málaferli fyrir 365 miðla. Sjáfsagt væri hægt að finna einhverjar tengingar Hönnu Birnu sem hægt væri að gera torkennilegar ef vilji væri til. Fjölmiðlamenn 365 milðla ættu að hafa í huga tengsl þeirra við einn helsta útrásarvíking Íslandsögunnar Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann borgar launin þeirra!!!
Jón Ásgeir er talinn hafa reynt að kaupa Davíð Oddson sem ekki tókst. Nú er næsta tilraun. Tekst Jóni Ásgeiri að eignast næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Hverjum er það keppikefli að útrásarvíkingur eignist Sjálfstæðisflokkinn?
Bloggar | Breytt 5.11.2011 kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10