Jóhanna treysir þjóðinni ekki!

Það þurfti ekki næma tilfinningu fyrir vilja þjóðarinnar til þess að skynja að þjóðin vildi völdin í sínar hendur. Völdin frá fulltrúunum sem hún hafði valið í kosningum og til grasrótarinnar. Bráðabirgðastjórn VG og Samfylkingar lagði til að aðeins 15% þjóðarinnar gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var nú eftir vill full vel í lagt. Annað var þjóðlagaþing. Hvorugt fór í gegn og nú kom að kosningum. Jóhanna treysti þjóðinni og þjóðin treysti Jóhönnu. Í kosningunum valdi þjóðin Jóhönnu og Steingrím, en síðan vildu þau  ekkert hafa með svona þjóðaratkvæðagreiðslur að gera. Þau voru valin sem fulltrúar þjóðarinnar og þau réðu. Jóhanna treysti þjóðinni ekki til þess að taka ákvarðanir í mikilvægum. Hún skreið inn í skjaldborgartjaldið sitt og bruddi ESB töflur. Jóhanna og Steingrímur tóku við af vanhæfri ríkisstjórn og ætla sér að fá að vinna sín óhæfuverk án samráðs við þjóðina. Jóhanna segir þjóðinni ekki treystandi. Á sama tíma hrynur stuðningurinn við Jóhönnu. Hún stefnir á að verða óvinsælasti forsætisráðherra allra tíma. Nú er komin gagnkvæmni í þetta. Jóhanna treystir ekki þjóðini og þjóðin treystir ekki Jóhönnu.


mbl.is Sýn forsjármanna brengluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningana eða lífið

Evrópusambandið skorar á Alþingi að staðfesta Icesave-samkomulagið við Breta og Hollendinga. Að öðrum kosti sé aðild Íslands að ESB í hættu. Þetta er afskaplega vinsamleg ábending, af ótta við að ESB standi við hótunina er fjöldi þingmanna tilbúinn að samþykkja nánast hvað sem er. Bara fyrir það eitt að komast í dýrðina, sem þjóðin hefur enga trú á. Öll þessi framganga er síðan sögð vera í anda lýðræðis, jafnréttis og bræðralags. Að vísu hefur þetta með lýðræðið verið tekið út, því einhverjir fávísir þegnar heldur, að Icesave samningurinn yrði settur undir þjóðaratkvæði. Það var víst algjör misskilningur, fólkið hafði ekkert vit á svona stórum málum.

Nú veit ég ekki hvort ábending Evrópusambandins hafi verið send í tölvupósti, bréfi eða hvort að grímuklæddir menn með byssu komu þeim á framfæri.

 Þetta innlegg inn í umræðuna hér er afskaplega ósmekklegt. Það fjölgar ekki þeim sem vilja láta samþykkja ríkisábyrgð á Icesavesamningunum og það stuðningurinn við inngöngu í ESB mun ekki aukast. Það skelfilegasta við þetta mál er að það þarf ekki að snúa upp á hönd allra þingmanna til þess að fá þá til þess að samþykkja Icesave og vilja ganga í ESB. Það gerist af frjálsum og fúsum vilja.


mbl.is Skora á Alþingi að samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar

Verkalýðshreyfingin hefur verið gagnrýnd á undanförnum árum fyrir að vera ekki í jarðsambandi, þ.e. vera ekki í tengslum við grasrótina. Þessi gagnrýni á fullan rétt á sér. Þetta á sannarlega ekki við um Framsýn stéttarfélag á Húsavík. Maður finnur kraftinn frá þessu félagi hingað suður. Aðalstein Baldursson er mikill hugsjónamaður sem margir aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar gætu tekið sér til fyrirmyndar.  
mbl.is Nær allir ánægðir með þjónustu Framsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir dulnefni

Nú fer að líða að sveitarstjórnarkosningum. Oft skaðar það flokksfylgið í héraði ef stjórnmálaflokkur er í ríkisstjórn. Ekki síst ef lítið gengur. Það er mikill vandræðagangur á ríkisstjórnarheimilinu, og það mun örugglega bara versna. Kjósendur eru því líklegir til þess að refsa Vinstri grænum og Samfylkingunni.

Í sveitarstjórnum skiptir meira máli hvaða fólk er í framboði, heldur en hvaða flokkar fara fram. Í minni sveitarfélögum væri mun æskilegra að um einhvers konar persónukjör væri að ræða heldur en listakjör. Samfylkingarfólk í sveitarstjórnum ætti því ekki að óska sér að fá að bjóða fram undir dulnefni vegna landsmálanna, heldur að kjósendur meti frambjóðendur að verðleikum.


mbl.is Undir eigin nafni á Nesinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúluólán.

Fyrir nokkrum árum tók ég eftir því að líkamsbrennslan hjá mér tók skyndilega að veikjast. Hafði aldrei getað fitnað, en nú virtist allt sem ég boðaði breytast í forðabúr sem safnaðist á magann á mér. Smá saman sætti maður sig við að bera eitt kíló og síðan annað. Það var svo fyrir nokkrum vikum að ég rakst á mynd, þar sem ég stóð við hliðina á konu sem var komin 7 mánuði á leið. Mikið óskaplega var konan grönn og mittismjó. Tók þá ákvörðun að greiða þetta kúluólán mitt og þarf sannarlega að vinna fyrir afborgununum.

Engin megrun, ekkert nart, engir kúrar. Bara smá aðhald, borðað í alla mata, en bara minna. Svo ræktin. Fyrstu vikuna léttist ég ekkert, afskaplega lítið þá næstu, framfarir þá þriðju og sú fjórða lofar mjög góðu. Er farinn að sjá tölur sem ég hef ekki séð áður. Setti mér markmið fram að jólum, hafði það raunhæft. 21 dags tíminn er liðinn, og þetta er orðið léttara. Kúlulánið verður ekki greitt upp fyrir jól, en þá hefur a.m.k. verið greitt duglega inn á höfuðstólinn.


Alltaf sammála

Eftir að hafa vanið mig á að taka frá tíma rétt eftir hádegið til þess að hlusta á Silfur Egils fór ég fyrir nokkrum vikum að spyrja mig hvers vegna ég eyddi tíma í þennan þátt. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað Egill Helgason hefur haldið sér ferskum lengi,og hversu oft hann hefur bryddað upp á góðum atriðum í þáttum sínum. Að undanförnu finnst mér hins vegar komin þreyta í þetta. Fyrir nokkrum vikum stóð ég upp og fór út að labba með hundinn. Það var engin eftirsjá að Silfri Egils, síðan hef ég ekki horft á þáttinn í beinni. Sundum hef ég kíkt á einhver brot úr þættinum, eða jafnvel hluta, en stundum ekki.

Ég leit aðeins á byrjunina á vettvangi dagsins til þess að sjá hvaða gestir væru í þættinum. Gunnar Smári Egilsson, Grímur Atlason, Elfa Logadóttir,  Þór Saari og svo að sjálfsögðu Egill Helgason þáttastjórnandi. Það sem truflar mig er samsetning gestanna. Þetta lið gæti hæglega verið í sama flokknum. Ég játa að mér finnst oft bera á frumlegri hugsun hjá  Grími Atlasyni, en ég nennti ekki að hlusta á vettvanginn til þess að bíða eftir hugsanlegu innleggi hjá honum. Þetta er svona eins og andinn var í MH hér í gamla daga, flestir höfðu sömu skoðanirnar og söfnuðust saman til þess að vera sammála.

 Í mínum huga er hreinasti óþarfi að safna fólki til að rökræða, ef það hefur allt sömu skoðanirnar. Það eru mismunandi skoðanir, áherslur og blæbrigði sem göfga góða umræðu. Ég er að átta mig betur og betur að Egill velur æ oftar skoðanabræður sína í þáttinn. Hann velur viðmælendur til þess að sýna fram á að hann sjálfur hafi rétt fyrir sér. Um hrunið eða bara eitthvað allt annað.

Fyrir mér er Silfur Egils farið af dagskrá, minni dagskrá.

 


Brúna hliðin upp

Sennilega er kjarni íslensku þjóðarinnar frjálslyndir jafnaðarmenn. Vilja nýta krafta einkaframtaksins til þess að skapa tekjur, en huga vel að þeim sem minna mega sín.  Samfylkingin leiðir þessa ríkisstjórn og ætti sem jafnaðarmannaflokkur að ná vel til þjóðarinnar. Svo er alls ekki. Vinstri sinnaðir jafnaðarmenn hafa tekið völdin í flokknum og þeir hafa valið sér að gera ekkert. Það frumkvæði sem kemur frá ríkisstjórnarflokkunum kemur helst frá nokkrum þingmönnum Vinstri Grænna, en enginn þeirra er í ráðherrastólum nú.

Nú snýr græna hliðin niður í Samfylkingunni og enginn virðist skilja af hverju það er enginn gróandi. Tónn ríkisstjórnarinnar og tónn þjóðarinnar er ekki samhljóma. Tónn ríkisstjórnarinnar er ládeyða. Katrín Júlíusdóttir og Árni Páll Árnason eru að reyna að taka sig saman í andlitinu, en með Jóhönnu Sigurðardóttur er græna hliðin niður. Þjóðin finnur veikleikana, og vandræðaganginn æ sterkar. Þessa daganna fær þjóðin að sjá vestu hliðar Samfylkingarinnar.


Hortugi forsætisráðherrann!

Jóhanna Sigurðardóttir naut virðingar og trausts í vor. 65% þjóðarinnar taldi hana traustsins verða til þess að leiða þjóðina út úr þrengingunum. Nú nokkrum mánuðum síðar telur rétt um 20% hana best fallna í leiðtogahlutverkið. Þegar fylgið við hana hrynur velur hún þá leið að vera hortug. Hún kemur með engar tillögur sem þjóðin hefur trú á. Þá velur hún hrokann og hortugheitin.


Gott og vel

Gylfi segir að líta megi á kreppuna sem tækifæri. Það er full ástæða til þess að Gylfi selji öðrum í ríkisstjórninni þessa hugmynd. Sú kenning er uppi að Svavar Gestsson hafi saknað námsára sinna í Austur Þýskalandi svo mikið að hans stærsti draumur væri að koma hér upp ástandi, eins og áður var í Austur Þýskalandi. Þess vegna hefði samningurinn um Icesave verið svona slakur.

Í dag er ekkert sem bendir til þess að þessi ríkisstjórn ætli að gefa þjóðinni von. Engar aðgerðir. Bara spuni. Ég var að vona að vinstri stjórn veitti hægri stjórnum aðhald með því að bretta upp ermarnar. Það hefði verð holl samkeppni. Það var óþarfa bjartsýni. Nú er spurningin aðeins, hvenær játar þessi vanhæfa ríkisstjórn getuleysi sitt og segir af sér.


mbl.is Skapandi eyðilegging hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni fyrir neytendur

Það er full ástæða til þess fagna komu Kosts á markaðinn. Hún er góð fyrir neytendur. Ef birgjar neyta að selja fyrirtækinu eða bjóða þeim afarkjör, ættu Neytendasamtökin að beita sér í málinu. Það er hins vegar engin von til þess, því þau hafa fyrst og fremst þaðhlutverk að halda Jóhannesi Gunnarssyni grínara í vinnu, en hann er formaður samtakanna . Umboðsmaður neytenda hefur látið í sér heyra og stendur sig vel að vanda. Margir hafa hætt að skipta við Bónus og snúðið sér t.d. til Krónunnar, Fjarðarkaup og Netto til þess að mótmæla framgöngu aðaleiganda Bónus í útrásinni og meintum einokunartilburðum. 

Ef fyrirtæki eins og Ora, Frón, Katla og Góa taka þátt í að draga úr samkeppni þá eigum við neytendur að hætta að skipta við þessi fyrirtæki, þótt íslensk séu.

Líða fer að ákvörðun verði ljós hjá Kaupþingi um eignarhald að Högum. Miðað við þau viðbrögð í þjóðfélaginu við að til stæði að semja við núverandi eigendur á ég von að ef að slíku yrði, yrði mjög almenn mótmæli í þjóðfélaginu. Fólk vill ekki meir.  


mbl.is Nýtur engra kostakjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband