Efnahagsmálin - húsnæðismálin.

Pawel Bartozek frambjóðandi Viðreisnar segir frá því í bloggi sínu:  Við í Viðreisn höfum á fjölmörgum fundum fundum í verslunarmiðstöðum landsins spurt gesti og gangandi: “Hvað liggur þér mest á hjarta?”. Niðurstaðan var afgerandi. Vextirnir og verðbólgan er það sem fólk vill tala um. Skoðanakannanir staðfesta þetta. Það eru efnahagsmálin sem liggja fólki mest á hjarta. Aðrar skoðanakannanir fá aðra niðurstöðu, húsnæðismálin! 

Greinendur eru nokkuð sammála, húsnæðisverð hefur rokið upp og hækkar þess vegna verðbólguna, því húsnæðiskostnaðurinn er inn í verðbólgumælingunum. Æ fleiri eru búnir að finna aðalsökudólginn. Eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu hefur komið með þá stefnu að ung fólk þurfi ekki að eiga húsnæði, geti bara leigt eins og gert er víða í Evrópu. Þessi nýja stefna er bara í engum tengslum við vilja Íslendinga. milli 80 og 90% Íslendinga vilja eignast sitt eigið húsnæði. 

Almenningur vill ekki leiguliðastefnu meirihlutans í Reykjavík s.l. 10 ár. Lengst af sátu í honum Samfylking, Viðreisn, Píratar og VG. Sl rúm tvö ár kom Framsókn inn í staðinn fyrir VG. Með því markvisst að brjóta ekki nýtt land t.d. þegar Breiðholtið var byggt, er verið að bjóða nánast eingöngu upp á þéttingarstefnu, sem skilar mun dýrari íbúðum. Forráðamenn ASÍ sögðu í vikunni, Það er verið að byggja íbúðir og húsnæði í Reykjavík sem væri ekki að biðja um af fólkinu. Of stórar og of dýrar íbúðir. Síðan er verið með skilyrði og kvaðir, of fá bílastæði og ekki íbúðir á neðstu hæð. Í umræðunni er að taka þurfi skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg með lögum. 

Pegar Pawel segir fólkið vilji ræða um efnahagalsmál þarf hann að skilja hvað fólkið er að segja. Hann endar blogg sitt á: 

It’s the economy, stupid. Já, hlustum á almenning. Þá þarf að breyta um stefnu. Húsnæðismálin eru stór hluti efnahagsmála. 


Viðreisn kemur út úr þögninni

Það þótti mörgum áhugavert að sjá hvernig Samfylkingin jók fylgi sitt framan af ári. Hæst mældist Samfylkingin með yfir 30% fylgi. Flokkforystan sagði sem minnst, á meðan ríkisstjórnarflokkarnir voru ósammála um mörg mál Flokksformaðurinn sagði baraa sem minnst. Hún hafði hins vegar byrjað að grisja í flokknum. Fyrst flaug Helga Vala út af þingi, og síðan lak aftökulistinn út. Þrátt fyrir pirring, gátu almennir flokksmenn ekki kvarað svona fylgi hafði ekki sést áður. Nokkrar grunnlínur voru þó lagðar. ESB aðild var ekki eitt af aðalmálunum. Svo kom að því að koma með punkta um Efnahagsmálin, og þá var ljóst að árangur og stefnan í borgarmálunum gat ekki farið með stefnu Kristrúnar Frostadóttur um árangur í Landsmálunum. Það mátti öllum vera ljóst að Dagur B. Eggertsson var ekkert velkominn um borð í landsmálin. Uppstillingarnefnd virti vilja Kristrúnar að vettugi og sprengjan hlaut springa. Fram að þessum tíma var Samfylkingin í forystu og Kristrún líklegasta forsætisráðherraefnið. Þá kemur næsta sprengja Þórður Snær Júlíusson mætir í Spursmál hjá Stefáni Einari Stefánssyni. Þetta var það síðasta sem Kristrún Frostadóttir og Samfylkingin mátti við. 

Það er að gerast fleiri hlutir. Verkalýðshreyfingin er að gera sér grein fyrir að þéttingarstefnan í Reykjavík og Borgarlínan er að koma í veg fyrir að ungt fólk geti eignast eigið húsnæði. Hjá meirihlutanum í Reykjavík hefur komið æ sterkar fram að slík stefna sé algjört óþarfi. Það sé alls ekki stefna alls staðar í Evrópu. Á Íslandi hefur þetta verið lykilstefna, og meira að segja Stefán Ólafsson hefur komið með þá kröfu að aðilar í Eflingu geti eignast sitt eigið húsnæði 

Við þessar aðstæður fer Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir með Viðreisn fram úr Kristrúnu og Samfylginni. Þorgerður orðin forsætisráðherrafenið. Ekki endilega mikið fagnaðarefni á öllum stöðum.

Við þessi tímamót ákveður Þorgerður Katrín að koma fram með stefnu Viðreisnar. Forystusauðurinn verður jú að vita hvert á að stefna. 

Fyrsta málið er að lækka verðbólgu og vexti. Þetta er erfitt mál Fyrir Þorgerði Katrínu. Hún er guðmóðir Meirihlutans í Reykjavík og þéttingarstefna Reykjavíkurborgar er ein aðal ástæðan fyrir hárri verðbólgu og vöxtum. Þetta er jafn slæmt áhersluatriði og íbúðaál ungs fólks. Þorgerður Katrín gagnrýnir skuldastöðu ríkisins á sama tíma og skuldastaða Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum 

Áður en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tekur við sem forsætisráðherra verður hún að útskýra fyrir okkur kjósendum hvernig henni tókst að greiða ásamt eiginmanni sínum rúm 1700 milljónir . Á Wikipedia segir: Í 2. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall íslenska bankakerfisins, er fjallað um þá stjórnmálamenn og maka þeirra sem höfðu heildarlánastöðu sem var hærri en 100 milljónir króna. Nafn Þorgerðar Katrínar og eiginmanns hennar er þar ofarlega á blaði en heildarlán hennar og eiginmanns hennar námu nærri 1700 milljónum króna. Þorgerður Katrín sagði af sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins og tók sér tímabundið hlé frá þingstörfum þann 17. apríl 2010.


Reykjavíkurmódelið

Nú þegar vika er til kosninga er margt sem bendir til að Reykjavíkurmódelið verði einnig í landsmálunum. Samfylking og Viðreisn myndi ríkisstjórn, og þá sennilega með Framsókn. Píratar eru að mestu í kafi þessa dagana og litlar líkur til þess að þeir komi manni á þing. Hverju má búast við? Ungt fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af húsnæðislánum, því stefnan í íbúðamálum unga fólksins er þegar til. Unga fólkið getur bara leigt, nema börn ríka fólksins. Ef litið er til reynslunnar af þessu formi í borgarmálunum, er ástæðulaust að vera með bjartsýni. Skuldasöfnun verður dyggð, og skattar verða hækkaðir. Lofaorðalistinn er langur. 

Það vakti athygli að það var ekki samstaða í fyrsta málinu. Viðreisn studdi ekki að Stefán frá Glæpaleiti yrði endurráðinn sem útvarpstjóri. Sagan segir að Þorgerður Katrín Gunnardóttir hafi hugsað sér stöðuna og hafi ætlað að hætta sem formaður Viðreisnar en Samfylkingin hafi ekki tekið það í mál að Þorgerður yrði útvarpsstjóri. Samfylkingin lítur á RÚV sem sitt vígi. Þorgerður er víst komin með kalda fætur varðandi rekstarfyrirkomulagið á RÚV. Hún greiddi atkvæði gegn ráðningu Stefáns í stöðuna og vildi auglýsingu. 


Ungt fólk og eigið húsnæði

Lengi vel var sú stefna hjá sveitarfélögunum að selja eigin lóðir á lágmarksverði. Lengi vel var lóðaverð 2-5% af söluvirði fasteigna. Þegar lóðir voru t.d.  til úthlutunar á höfuðborgarsvæðinu sótti fólk um slíkar og þá var oft dregið milli aðila, eða fram fór mat. Yfirleitt hefur einhver skortur verið á lóðum. Þetta lága lóðarverð varð til þess að ungt fólk, og þeir sem minna máttu sín gátu eignast eigið húsnæði. Auk byggingarfyrirtækja voru til byggingarsamvinnufélög og verkamannabústaðir sem voru á vegum sveitarfélaganna. Breiðholtið varð til m.a. með aðkomu stéttarfélaganna. Sveitarfélögin voru misduglega að brjóta land fyrir nýtt húsnæði, og það ver ekki alltaf vel séð þegar framboðið nálgaðist eftirspurnina. Þannig vrru þeir Gunnar Birgisson og Sigurður Geirdal duglegir í Kópavoginum að dæla lóðum á markaðinn á tímabili. Skortur á lóðum gat þýtt að aðilar sóttu um lóðir og seldu. Það gerðist svo í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að farið var að bjóða út lóðir, sem þýddi hækkun lóða. Þetta var umdeilt skref. Hækkun á lóðum sem þrengir m.a. að ungu fólki. 

Það bætist svo við að sveitarfélög eins og Kópavogur sérstaklega Seltjarnarnes eiga ekki lengur land til þess að byggja á. 

Í þessum jarðvegi er sprettur síðan ný stefna, sem hefur læðst inn nýjar áherslur og stefna. Í Reykjavík hefur lítið land verið brotið, en aðaláherslan er á þéttingu byggðar. Þá þarf oft að brjóta niður gömul hús, og kaupa dýrar lóðir. Flestir geta verið sammála um að þetta er nauðsynlegt með, en ef þetta er aðalatrið í íbúðastefnu þýðir þetta stórhækkað íbúðaverð. Langstærsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu hefur boðið upp hlutfallslega fæstar lóðir og þá nær eingöngu dýrar lóðir. Til þess að mæta þörfum ungs fólks og þeirra sem minna mega sín hefur í vaxandi mæli komið upp krafa um fleiri lóðir, en einnig hefur verið mynduð stefna í Reykjavík að koma upp leigumarkaði eins og víða þekkist í Evrópu, þar sem ungt fólk á ekki íbúðir heldur leigir. Lífeyrissjóðirnir hafa fengið leyfi til þess koma inn og byggja leiguíbúðir. Það getur örugglega lækkað leiguverð til lengri tíma. Það mun örugglega henta mörgum innflytjendum. 

Eftir stendur að kannanir sýna að ungt fólk fædd á Íslandi vill í 80-90% eiga eigið húsnæði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið að virða ekki þennan vilja, og þegar til viðbótar koma áherslur á að fólk eigi ekki að eiga eigin bíla, þá er átak eins og Borgarlína notuð til þess að þrengja enn frekar að ungu fólki. Þrátt fyrir mikilli fjölgun á höfuðborgarsvæðinu bæði með fjölgun innflytjenda og einnig flutningum innanlands, hefur ungu fólki fæddu á Íslandi fækkað hlutfallslega í Reykjavík. 

Þessi nýja stefna ber að stórum hluta ábyrgð á hækkun á verðbólgu og hækkun á vöxtum. 

Þessi þróun sést vel þegar tölur eru skoðanir um íbúafjölda og lóðaframboð t.d. á 10 ára tímabili. Þessi nýja stefna hefur verið í valdatímabili Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata. Lengst af voru VG með þeim í för, en síðustu tvö ár kom Framsókn að málinu. Framsókn hefur lýst yfir að þau vilja breyta stefnunni, en enn sem komið er hefur ekki verið brotið mikið af nýju landi þar sem boðið er upp á hagkvæmari lóðir. 

Þegar stjórnmálamenn tala um að lækka vexti og verðbólgu, verður einnig að skoða hvaða stefnu viðkomandi hafa rekið m.a. í íbúðamálum á sveitarstjórnarstiginu. Það verður að fara saman hljóð og mynd. 

Spurningin sem við verðum öll að svara viljum við á Íslandi geti aðeins það unga fólk sem á ríka foreldra eignast eigið húsnæði? 


Að missa trúverðuleikann

Nú þegar stjórnmálaflokkarnir keppast við að lofa kjósendum gulli og grænum skógum ganga þeir stundum svo langt að trúverðugleikinn glatast. 

Þegar Inga Sæland kemur fram í auglýsingu og segir að allar ríkisstjórnir sem hafa verið, hafi svikið kjósendur sín, er ástæðan sennilega afar lélegir auglýsingasmiðir. Ekki það að Inga Sæland á til þess að slá fram fullyrðingum sem almenningur er löngu hætt að taka mark á. Vitandi að þetta er bara í nösunum á henni. Frasar án innihalds sem koma í stað rökræðu. Svo getur hún komið sterk inn í umræðuna, þegar frösunum sleppir. Þegar hún er spurð um skoðun flokksfélaga sinna Ragnars Ingólfssonar oddvita flokksins í Reykjavík norður og Ásta Lóa Þórsdóttir oddviti flokksins í Suðurkjördæmi að reka eigi Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra hristir Inga bara hausinn brosandi og tekur ekki undir svona bull. Til þess að vera stjórntæk verða frambjóðendur flokksins að vanda sig betur og kynna sér málin. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir er sjarmerandi frambjóðandi Sósíalistaflokksins og hefur þægilega nærveru. Þegar kemur að lausnum þá fer hún í lausnir sem ungt fólk í MH á menntaskólaárum mínum var að daðra við. Frá því að vera kommúnismi Austur Þýskalands eða austar. Sjávarútvegsmálin á að leysa með því að hið opinbera á að taka við. Endurvekja gömlu bæjarútgerðirnar. Húnsæðismálin á að leysa með því að hið opinbera á að byggja. Rifja upp þann tíma sem ég kynntist Austur Þýskalandi. Öllum sjarma er sturtað niður í klósettið. 

Þá kemur að VG. Persónutöfrarnir og leiðtoga hæfileikarnir hennar Katrínar Jakobsdóttir eru ekki lengur til að byggja á, og þá er eymdin og kerfismennskan bara eftir. Hafði þá trú að Svandís Svavarsdóttir myndi með sín hæfileika lyfta sér upp fyrir kerfismennskuna. Valdi gamla farið.  Blandan Svandís og Guðmundur var eitthvað sem hrindir meira að segja fjölda úr innsta kjarna VG út, og fólk tekur til fótanna. Gamla Austur Þýska kerfismennskan á lítið erindi í nútímann. 

 


Áfall fyrir RÚV

Röðun á lista, hefur sína vankanta, það hefur prófkjör reyndar líka. Kristrún Frostadóttir er í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Uppröðunarnefnd setur Dag B. Eggertsson umdeildan fyrrum borgarstjóra í annað sætið, og Þórð Snæs Júlí­us­son­ í það þriðja. Hann er sannarlega umdeildur og ekki síst eftir að bloggskrif hans frá fyrri tímum hafa birst. Þórður hefur gefið út að ef hann nái kosningu, muni hann ekki taka sæti á Alþingi. Hárrétt ákvörðun. Næst á lista er Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir sem hefur setið á Alþingi síðan Helga Vala Helgadóttir sagði af sér. Það er ekki spurning hvort Dagbjört nái þriðja sætinu heldur gæti hún náð öðru sætinu ef Dagur fær margar útstrikanir. Dagbjört ein ein af þessum þingmönnum sem flestir vilja hafa á þingi, málefnaleg og hæfileikarík. Þórður Snær hefur verið einn af þessum ,,hlutlausu" ráðgjöfum RÚV sem m.a. veldur því að æ fleiri vilja leggja RÚV niður. 


Vilhjálmur Birgisson hristir upp í liðinu.

Vilhjálmur Birgisson mætti í Í bítið í morgun á bylgjunni og hristi upp í liðinu. Tveir síðustu matvælaráðherrar hafa ákveðið að fara ekki að lögum og virða stjórnarskrána, og afgreiða ekki umsóknir í tíma til þess að hvalveiðar geti hafist. Ljóst er að ríkissjóður á von á að greiða hundruð milljóna í skaðabætur fyrir athæfið. Nú eru umsóknir komnar fram um hvalveiðar og þá ber sitjandi matvælaráðherra að afgreiða umsóknirnar. Það skiptir engu þó fjölmiðlamennirnir á Glæpaleiti hafi aðrar skoðanir á málinu. Þeir drógu skattsvikarann og formann Blaðamannafélagsins Sigríði Dögg Auðunsdóttir til þess að fá álít hennar á málinu. Hún er nú varla rétta manneskjan til þess að fjalla um siðferðileg álitamál. Bjarni Benidiktsson á auðvitað að afgreiða umsóknina hið snarasta. Það er nauðsynlegt að hlusta á viðtalið við Viljhálm Bítið - Segir að búið sé að snúa hvalveiðimálinu á hvolf - Útvarp - Vísir (visir.is)


Hverjir borguðu reikninginn?

Fyrirtækið Black Cube var fengið til þess að ræða við son Jóns Gunnarssonar og fá út úr honum upplýsingar um hvalveiðar á Íslandi, leyfi til hvalveiða og allt sem því tengist. 

Það er engu til sparað vinnudýrin gista á einu dýrasta hóteli á Íslandi og borðar þar. Það hlýtur að vera eðlilegt að kannað verði hver eða hverjir  borga reikninginn? Er fjármögnunin innlend eða erlend. Hvað kostar að fá slíkt fyrirtæki til þess að ,,taka menn niður". 

Hefur eitthvað slíkt gerst áður? 

Ef grannt er skoðað þá minnir upplegið nokkuð á þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var veiddur i gildru af RÚV á sínum tíma. Handritið furðu líkt. 

Aftur kemur RÚV upp í hugann, en þá varðandi byrlunarmálið svokallaða. Nú er ekki notuð lyf, heldur áfengi notað til þess að veiða upplýsingar. 

Er gengið á Glæpaleiti aftur komið á kreik? 

 

Það er ljóst að það eru ekki stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eða Miðflokksins sem liggja undir grun að standi að fjármögnun. Tilgátur eru hins vegar komnar fram. 


Vandaðri skoðanakannanir

Það er í raun merkilegt hvað fjölmiðlar virðast taka skoðanakannanir alvarlega. Kemur þar margt til bæði niðurstöður kannana hérlendis í samanburði við niðurstöður kosninga. Það sama má reyndar segja um skoðanakannanir víða annars staðar t.d. í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Það er vitað að ákveðnir stjórnmálaflokkar fá meira í kosningum en í skoðanakönnunum og aðrir fá minna. Sjálfur leitaðist ég við að leiðrétta spár til gamans fyrr á árinu. 

Í dag kemur á Visi.is frétt um nýtt líkan undir heitinu Kosningaspá Meitils, einmitt þar sem faglega er leitast við að leiðrétta þær skoðanakannanir sem hafa verið að birtast. 

Niðurstaðan mun síðan breytast því sem nær líður að kosningum. 

Nú er spáin þessi: 

Samfylking 18%

Sjálfstæðisflokkur 17%

Miðflokkur 15%

Viðreisn 14%

Flokkur fólksins 11%

Framsóknarflokkurinn 9%

Píratar 5%

Vinstri græn 4%

Sósíalistar 3%

Lýðræðisflokkurinn 1%

Þetta er áhugavert framtak og spurning hvort Kosningaspá Meitils muni boða nýja faglegri spá. Það segi ég án þess að gera lítið úr þeim aðilum sem hafa verið að vinna að kosningaspám á Íslandi. Niðurstöður fyrri kosninga segja okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fá betri niðurstöður en skoðanakannanir sýna. Það kallar á að leiðrétta þarf þær. Bara það eitt segir okkur að þessar kannanir eru gallaðar. Rétt eins og í forsetakosningunum hérlendis á eftir að gera upp mál við kjósendum. T.d. er byrjað að fjalla um 101 milljóna tekjur Kristrúnar Frostadóttur sem hún taldi fyrst fram sem fjármagnstekjur. Afar óheppilegt. Þá verða fjármál Reykjavíkurborgar og framlag meirihlutans í Reykjavík í húsnæðismálum sérstaklega ungs fólks tekin upp. Þegar er farið að ræða um hlutafjárkaup Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og eiginmanns hennar Kristjáns Arasonar í Kaupþingi, og meðferð þeirra mála. Á Wikipedia voru þau sögð skulda 1700 milljónir í hruninu. Þetta er bara hluti af hverri kosningabaráttu. Þó maður vonist eftir málefnalegri kosningabaráttu þá eru rangfærslur m.a. í efnahagsmálum hreint út sagt með ólíkindum, sem ég reyndar skrifa oftar á þekkingarleysi fremur en populisma. Lítil þekking getur verið hættuleg þekking. 


Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband