9.12.2010 | 16:48
Ísland - Kambodía í anda rauðu khmeranna
Áherslur þessarar ríkisstjórnar er ekki vinna fyrir fólkið, heldur vinna fyrir einhvers konar rauða hugmyndafræði sem enginn vill vita af né sjá. Hneppa átti þjóðina í ánauð með því að samþykkja afleitan Icesave samning sem hefði þýtt vel á 300 milljarða yfirteknar skuldbindingar. Skuldbindingar sem þjóðin hefði þurft mörg ár til að jafna sig á. Áróður ríkisstjórnarinnar dugði ekki til og málið kolféll í þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að forsetinn neitaði að skrifa undir lögin.
Fjölmiðlafulltrúar ríkisstjórnarinnar tala um norræna velferðarstjórn, og forsætisráðherrann um skjaldborg um heimilin í landinu. Á meðan skynjar almenningur að hugmyndafræðin er miklu rauðari. Nú er napur sannleikurinn að koma æ skýrar fram. Hámenntaðir læknar og aðir sem eytt hafa mörgum árum í sérnám eru nú gerðir útlægir. Til þess að skilja hugmyndafræðina getur verið gagnlegt að skoða hugmyndafræði rauðu khmeranna, þar sem menntun og þekking var glæpur.
Það er komið nóg af þessum rétti. Ekki meira takk. Ykkar tími er liðinn.
![]() |
Greiða Icesave með 3% vöxtum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2010 | 10:48
Setja þarf viðurlög við að falsa fjárhagsáætlun sveitarfélaganna!
Nú er tími fjárhagsáætlanagerða sveitarfélaganna. Þetta er ótrúlega mikilvæg vinna, en þá kemur á óvart hversu margir sveitarstjórnarmenn hafa ekki græna glóru, hvað fjárhagsáætlun yfirleitt er, hvað þá síður þá verkþætti eða þá vinnu sem leggja þarf fram til þess að vönduð fjárhagsáætlun verði að veruleika. Stjórnendur flestra sveitarfélaganna nota fjárhagsáætlanirnar sem stjórntæki. Menntasvið fær svo og svo miklar tekur og áætlar svo og svo mikil gjöld og leitast við að halda sig innan rammans. Til þess þarf virkt eftirlit. Það er því alvarleg fölsun þegar sveitarstjórnarmenn vitsvitandi setja inn tölur inn í áætlanir sem ljóst er að muni ekki standast.
Ég hef reynt að kynna mér fjárhagsáætlanagerð í mínu sveitarfélagi Kópavogi síðastliðin ár. 2008 sýndu bæjarstjórnin mikla ábyrgð með því að standa saman að fjárhagsáætlun. Ekki verður séð annað en mjög vel hafi til tekist. Niðurskurður og aðhald gerði það að verkum að útkoman var mjög ásættanleg.
Annað var uppi á tenginum 2009. Fór á fund í lok árs þar sem nýr bæjarstjóri Gunnsteinn Sigurðsson boðaði yfirferð yfir fjárhagsáætlun. Auðvitað er það svo að bæjarfulltrúar skipta með sér verkum, og eftir fundinn var ljóst að Gunnsteinn hafði ekki valið sér fjárhagsáætlanir sem aðalfag. Hann hefur þó örugglega heyrt á fjárhagsáætlun minnst, einhvers staðar, þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir til hvers slíkir hlutir yrðu notaðir.
2009 var ár samstarfs í fjárhagsáætlanagerðar hjá bæjarfulltrúunum í Kópavogi, án Gunnars Birgissonar, sem er þó sennilega eini bæjarfulltrúinn sem hefur einhverja hugmynd um hvað fjárhagsáætlun fjallar. Hætta er á að niðurstaðan verði að Bæjarsjóður Kópavogs verði rekinn með mun verri útkomu en áætanir bentu til.
Hver er ábyrgð bæjarfulltrúa? Segja þeir af sér? Það verða þeir að svara hver og einn. Bæjarfulltrúarnir í Kópavogi sem báru ábyrgðina voru:
Fyrir Sjálfstæðisflokkinn:
Gunnsgeinn Sigurðsson
Ármann Ólafsson
Sigurrós Þorgrímsdóttir
Margrét Björnsdóttir
Ragnheiður K. Guðmundsdóttir
Fyrir Framsóknarflokk
Omar Stefánsson
Fyrir Samfylkingu
Guðríður Arnardóttir
Hafsteinn Karlsson
Jón Júlíusson
Flosi Eiríksson
Fyrir VG
Ólafur Þór Gunnarsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2010 | 17:32
Lækni vísað úr landi!
Í gær hitti ég góðan vin minn. Hann hefur um 15 ára háskólanám í læknisfræði og kom hingað heim með fjölskylduna fyrir nokkrum árum. Keypti sér fljótlega íbúð og stækkaði við sig 2007. Fjölskyldan var með tvo bíla. Að ráðgjöf bankans voru lánin í erlendri mynt.
,,Sonur minn reiknaði út fyrir mig hvaða laun ég þyrfti að fá til þess að ná sömu heildar ráðstöfunartekjum og bróðir minn, en sá er með kr. 560.000 í laun. Hann fær persónuafslátt sem ég fékk ekki á meðan ég var í námi, og ég þarf að greiða af námslánum sem hann þarf ekki að gera. Það verður erfitt að ná sömu kjörum og bróðir minn hefur náð. Þ.e. heildarlífstekjum."
,, Nú koma þær fréttir frá ríkisstjórninni að ég stend ekki jafnfætis öðrum, hvað varðar 110% regluna, um afskriftir af því að ég hef svo háar tekjur. Skuldir mínar eru umfram eignir, þannig að það er verið að vísa mér úr landi" sagði læknirinn. Þegar einnig er tekið tillit til þess að auka á tekjutengingar þá á ég engan möguleika. Við erum búin að fá vinnu úti, og erum að pakka niður. Bankinn og lánastofnanir fá lykilinn að húsinu og bílunum"
Fer í norræna velferðarkerfið, úr þessu hér, sem er eitthvað allt annað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2010 | 22:38
Silfur Egils tekur upp hlutleysisstefnu.
Silfur Egils hefur að sögn, ósaðfest, ákveðið að taka upp hlutleysisstefnu. Þátturinn hefur í vaxandi mæli snúist um að draga fólk í þáttinn sem er sammála þáttastjórnandanum Agli Helgasyni. Gestir verða að vera á línu mitt á milli VG og Samfylkingar. Áður fyrr kom oft fyrir að vart yrði við gagnrýna hugsun í þáttunum, en slíkt þekkist vart lengur.
Ég er alveg hættur að horfa á Silfur Egils í beinni. Stundum koma góðir gestir hjá Agli, en meir og meir minnir Egill mig á stelpurnar sem eltu hljómsveitirnar hér í gamla daga. Þær gerðu allt til þess að vera í návist stjarnanna, komu líka naktar fram. Egill slefar og kinkar kolli allt eftir því sem ,, mikilmenni hans" óska eftir, e.t.v. kemur hann líka nakinn fram.
Í dag kom Jón Baldvin í heimsókn. Til þess að halda jafnvægi ætlar Egill að sögn, að fá Davíð Oddson í heimsókn næst. Sama hversu trúgjarn ég er, trúi ég ekki, alls ekki. Næsti bókadómari verður annað hvort Steingrímur Sigfússon eða Svavar Gestsson. Það tónar við Silfur Egils. Ég trúi ekki á hlutleysisstefnu Egils Helgasonar.
Bloggar | Breytt 6.12.2010 kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.12.2010 | 22:22
Sjálfsniðurlæging
Það þarf ákveðinn manndóm til þess að biðjast afsökunar á mistökum sínum. Staðreyndin er sú að sé það gert af heilum hug, er yfirsjónin fljótt gleymd. Ef afsökunarbeiðninni fylgir hins vegar að gerandinn beri ekki ábyrgð á yfirsjóninni, sökin sé annarra eða leitast er til að fá vorkunn hjá þeim sem afsökuninni er beint að, er betra að biðjast ekki afsökunar. Virðing afsökunarbeiðandans er komin niður á aumingjastigið.
Hvenær hafa forystumenn Samfylkingarinnar haft manndóm til þess að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut? Allt er öðrum að kenna. Nú er afglöpin ekki Samfylkingunni að kenna, heldur að hafa farið í ,,trans" í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, og því var það Sjálfstæðisflokknum að kenna að Samfylkingin gerði mistök. Samfylkingin var undir ,,áhrifum" frá Sjálfstæðisflokknum.
Ég sendi vinum mínum úr Samfylkingunni samúðarkveðjur. Það hlýtur að vera skelfilegt að sitja upp með flokksforystu sem ekki getur gert nokkurn skapaðan hlut rétt.
![]() |
Samfylkingin biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.12.2010 kl. 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10