9.12.2024 | 22:05
Endurtalning
Farið var fram á endurtalningu í Kraganum í s.l. kosningum. Ef rétt er að um örfá atkvæði var að ræða þegar tveir þingmenn féllu út af þingi, finnst mér full ástæða fyrir endurtalingu. Finnst þessi ósk réttlæta endurtalingu.
7.12.2024 | 19:07
Möguleikar á framförum?
Það er verið að setja saman nýja ríkisstjórn, og kristaltært að það mun takast. Helstu hindranir eru yfirlýsingar frá frambjóðendum Fokks fólksins um það sem á að leysa og hvernig. Þetta er bara ekki svona auðvelt. Meginþorri þjóðarinnar eru hægri sinnaðir jafnaðarmenn. Sem þýðir að vilja efla atvinnulífið, styðja frumkvæði þaðan, helst frá einstaklingum og minni fyrirtækjum. Síðan að styðja þá sem minna mega sín. Komandi ríkisstjórn getur vel mætt þessu. Það gerist ekki með því að ráðast að lífeykissjóðskerfinu enda átti eftir að hugsa það betur. Þetta með að reka Ásgeir Jónson eða fara að ráðskast með hann afgreiddi Inga Sæland sem tómt bull. Hún ræður öllu. Einn af frambjóðendum Flokks fólksins er Ragnar Ingólfsson, hann fer mikinn en hann hefur líka sína styrkleika. Hann hefur komið að Bjargi íbúafélagi og hann hefur komist að sömu niðurstöðu og Félagi sextíu ára og eldri, lóðaverð á Höfuðbogarsvæðinu er of hátt. Það þýðir ekki að lóðir á þéttingarreitum séu endilega á of háu verði, en það hefur ekki verið brotið nýtt land með ódýrari lóðum. Þar ber Reykjavíkurborg mesta ábyrgð. Þetta kemur mest niður á ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Það vill svo til að meirihlutastjórn Reykjavíkurborg hefur verið Samfylking, Viðreisn og Píratar. Þá spiluðu VG líka með. Framsókn kom inn fram og lögðu áherslu á að bjóða nýjar lóðir, og það er ástæða til þess að gefa þeim tækifæri Ef ný ríkistjórn kemur með húsnæðisstefnu þar sem boðið eru upp á að ungt fólk, og þeir sem minna mega sín geti eignast eigin íbúð er það gott mál. Þá þurfa sveitarfélögin, ásamt stéttarfélögunum og lífeyrissjóðunum að spila með. Það þýddi gjörbreytta stöðu og stefnu.
Viðskipti og fjármál | Breytt 8.12.2024 kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.12.2024 | 21:43
Kosningar og framhaldið.
Hressilegar kosningar að baki. Piratar, Sósíalistar og VG hverfa af sviðinu, og kom það ekki alveg á óvart. Átti von á betri úrslitum hjá Framsókn, en það sem var verst var að Willum Þórsson hverfur af þingi, þrátt fyrir mjög góða frammistöðu í heilbrigðisráðuneytinu, þá er mikil eftirsjá af Lilju Alfreðsdóttur. Mitt mat er að Sigurður Ingi Jóhannsson hefði átt að vera búinn að stíga til hliðar sem formaður. Að missa forystuna í Suðurlandskjördæmi eru skýr skilaboð. Valið hefði örugglega orðið á milli Willums og Lilju.
Hef kynnst vinnubrögðum í einum af undirstofnunum Innviðaráðuneytisins Samgöngustofu. Góð þjónusta þegar kemur að skráningu bifreiða, en þegar kemur að flugi og siglingum tekur annað við. Minni fyrirtæki og einstaklingar í rekstri eru beittir hreinu ofbeldi, þar sem virðing einstakra starfsmann t.d. fyrir stjórnsýslulögum eru afar takmörkuð. Slíkt framferði er algjörlega óásættanlegt í nútíma samfélagi. Í stjórnsýslulögum er skýrt að ef opinberir starfsmenn brjóta stjórnsýslulög í samskiptum við einstaklinga og fyrirtæki sem þau þjóna. Viðurlögin gætu orðið háar sektir eða fangelsisvist. Brýnt er að næsti innviðaráðherra ásamt Umhverfis og samgöngunefnd láti fara fram úttekt á stofnuninni og taki þar til.
Glæsileg útkoma hjá Kristrúnu og Samfylkingunni og gott yfirbragð á flokknum. Viðreisn fær hörkukosningu. Flokkur fólksins er sigurvegari hvað varðar auglýsingar og kynningu enda fengu marga þingmenn. Það er misskilningur að það sé hægt að gera allt fyrir alla og það helst strax. Sumt af loforðunum flokksins er einfaldlega ekki framkvæmanlegur. Loforðaflaumurinn hafði yfirbragð ofurtrúar á populisma. Þetta gæti gert flokknum mjög erfitt fyrir þegar kemur að stjórnarmyndun.
Viðskipti og fjármál | Breytt 2.12.2024 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10