1, 2 ... og 3

Jæja þá er spilaborgin, eða skjaldborgin, eins og sumir vilja kalla það, byrjuð að falla. Fyrst kom að því að fella hollensku ríkistjórnina hans Jan Peters Balkenede og síðan kemur að, Gordon Brown í Bretlandi og síðan þegar kemur fram á vorið fellur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar. Ferill ríkisstjórnarinnar er ekki ósvipaður og ferill Silvíu Nótt í Eurovision. Innihaldið var slappur brandari, hluti þjóðarinnar var frá sér numinn, en nú þegar söngurinn er búinn, vilja flestir að þetta sýningaratriði verði klárað og síðan burt.

Við eigum ekki að flýta okkur að gagna frá þessu máli. Þeir einu sem þurfa að flýta sér eru Hollendingar og Bretar. Við eigum að kjósa um þetta mál hér heima ...... og kolfella það.  

Fyrir hverju ætlar Jóhanna og Steingrímur að berjast. Ætla þau að segja þjóðinni ennþá að þetta sé það besta sem völ er á?


mbl.is Hollenska stjórnin fallin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæf ríkisstjórn!!!!!

Ríkisstjórn Íslands hefur unnið gegn hagsmunum Íslendinga í langan tíma. Hún hefur unnið gegn íslenskum hagsmunum í Icesave. Markvisst hefur þetta lið leitast við að verja algjörlega óásættanleg vinnubrögð samninganefndar í stað þess að viðurkenna mistök og vinna fagnlega að verkefninu.

Við kjósendur sem ekki erum vanir að mótmæla þurfum að mæta á Austuvöll við þurfum að mæta að stjórnarráðinu og fara að fyrirmynd byltingarsinna frá í vor og berja bifreið forsætisráðherra og fjármálaráðherra, kasta tómötum og eggjum.

Við þurfum byltingu ekki í anda Álfheiðar Ingvadóttur heldur í anda venjulegs fólks. Burt með vanhæfa ríkisstjórn, fyrstu kommúnistastjórn Íslandssögunnar!!

Fellum Icesave. Mælirinn er fullur.


Óþarfa atvinnuleysi

Atvinnuleysi er í raun óþarfi. Það þýðir ekki að ekkert atvinnuleysi mælist, því talið er að 1-2% atvinnuleysi sé eðlilegt, þar sem fólk er að skipta um vinnu. Fyrirtæki er að leggja upp laupanna og fólk er að leita að vinnu við hæfi. Fullt af verkefnum bíða þessarar þjóðar, en óttinn lamar faramkævmdaviljann.

 Í stað þess að telja kjark í þjóðina velur ríkisstjórnin að eyða tíma sínum að verja stærstu mistök ríkisstjórnarinnar sem framkvæmd var strax í byrjun starfstímans, en þá sendi fjármálaráðherra kommúnistasnúða til samninga við Breta í stað fagmanna og hann hefur ekki ennþá haft manndóm til þess að viðurkenna mistök sín. Öll þjóðin veit hins vegar það sanna í málinu.

Hinn tími ríkisstjórnarinnar hefur farið í það að telja þjóðinni trú um það að ESBinnganga muni leysa öll vandamál þjóðarinnar. Þeim mun meira sem gert er í að sannfæra þjóðina verður þjóðin ESB aðild andsnúnari.

Við þurfum ríkisstjórn sem ákveður að leggja áherslu á að byggja upp efnahag þjóðarinnar en ekki að leggja áherslu á sín eigin gæluverkefni. Ef ríkisstjórn ákveður að eyða atvinnuleysinu þá er það hægt á tiltölulega stuttum tíma. Vilji er allt sem þarf.

 


Forsetinn slær í gegn!

Forseti Íslands hefur slegið í gegn hjá íslensku þjóðinni. Hvernig má það vera þegar aðeins 1,7% þjóðarinnar töldu hann hæfan til þess að leiða íslensku þjóðina út úr erfiðleikunum fyrir nokkrum mánuðum? Jú, Ólafur Ragnar Grímsson hitti á rétta tóninn, hann virti lýðræðið, vilja þjóðarinnar og endurvann traust þjóðarinnar. Hann gerði gott betur. Hann kemur fram í erlendum fjölmiðlum og kynnir málstað okkar í erfiðri stöðu, sem núverandi ríkisstjórn er gjörsamlega fyrirmunað að gera og að því sem best verður séð hefur engan vilja til þess að gera.

Útspil forsætisráðherra okkar Jóhönnu Sigurðardóttur er að fara til Brussel. Við héldum til þess að fá stuðning við málstað okkar varðandi Icesave. Nei aldeilis ekki tilgangurinn var að ná því fram að aðildarviðræðuumsókn okkar í ESB verði tekin fyrir. Hún nær því fram og fagnar, en þjóðin verður öskuíll. Hvernig stendur á því að þessi forsætisráðherra okkar sem eitt sinn hafði stuðning 65% þjóðarinnar, en við síðustu mælingu hefur ekki einu sinni stuðning síns eigin flokks vogi sér að beita sér í málefni gegn vilja þjóðarinnar, þegar þjóðn taldi hana vinnað að hagsmunm heildrinnar. Þjóðin fékk að vita að Jóhanna hefði farið í frí, og meginþorri okkar óskaði þess  að það frí yrði til frambúðar. ´

Þó að mér persónulega sé afar hlýtt til Jóhönnu Sigurðardóttur sem fyrrverandi félagsmálaráðherra. Vissi um einlægan vilja hennar til þess að vinna að málefnum skjólstæðinga sinna af heilindum, hefur hún brugðist í hlutverki forsætisráðherra, nei gat ekki staðið sig í hlutverki sem hún vildi ekki og gat aldrei staðið undir væntingum til það að vera leiðtogi.

Þjóðin lætur ekki spunameistara ljúga að sér, til þess er lýðræðið of sterkt. Þeir geta sent Jóhönnu í litgreiningu, við trúum ekki. Forseti okkar hefur þrátt fyrir að þjóðin hafi ekki alltaf verið sátt við hann komið til baka og sameinar þessa þjóð.

Baráttan gegn ESB er öflugri en nokkru sinni. Alþingi á að draga umsóknina til baka. Það getur verið innlegg fyrir Forseta Íslands, fyrst stjórmálamenn okkar skilja ekki skilaboðin sem þjóðin sendir þeim.


Alveg forviða!

Ég á ekki orð að lýsa undrun minni, við komum til Bretlands til þess að fara yfir samningamálin að nýju. Gömlu drögin gangi ekki, og Bretar verði að gefa eftir. Þá eru Bretar bara lítt hrifnir. Undrun Steingríms Sigfússonar er einlæg. Auðvitað átti hann von á að bresku samningamennirnir myndu stíga fagnaðardans. Þetta eru algjörir byrjendur í samningagerð þessir Bretar. Það var því vel til fundið hjá Steingrími að bjóðast til þess að senda Svavar út til bresku sendinefndarinnar til þess að halda fyrir þá stutt námskeið í samningagerð. Svavar tók fyrstu flugvél til Bretlands. Fyrsti kaflinn í námskeiðinu heitir, þú þarft ekki endilega að lesa samninginn til þess að skrifa undir. Sá sem fyrst skrifar undir vinnur.

Það er óþarfi hjá Steingrími að vanmeta Bretana þrátt fyrir hjákátleg fyrstu viðbrögð þeirra. Þrátt fyrir að þeir munu skrifa undir talsvert lakari samning munu þeir fagna. Það kom íslensku samninganefndarmönnunum verulega á óvart, að Bretarnir sögðust enn vera að fagna eftir síðasta samning og þá hlakkaði mikið til þegar þessum er lokið. Þá byrja þeir að fagna að nýju. ´

Íslensku samningamennirnir komu færandi hendi til Bretlands og færðu kollegum sínum 15 bestu fögn IBV, árið sem þeir urðu Íslandsmeistarar.


mbl.is Furðar sig á ummælum fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kaffi hjá Láru

Það eru fimm ár síðan mér var fyrst boðið í kaffi til Láru. Tvisvar í mánuði koma gestir til Láru og ræða þjóðmálin. Hvernig er hægt að stuðla að betra Íslandi. Umræðurnar hófust löngu fyrir hrun. Góður vinur minn tók mig með, vitandi að umræðuefnið þá var virkjanir, álver og nýting auðlindana. Hann taldi mig full hallan undir það að virkja og stóriðju.  

Það hefur verið tekið afar gagnrýnið á málum. Þó að aldrei sé rætt á flokkpólitískum línum, fann ég að ég var grunaður um að fylgja Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki að málum. Sá fyrrnefndi er eitur í beinum hluta kaffigesta. Það varð mitt hlutskipti að taka fyllilega undir gagnrýni á Davíð Oddson og Geir Haarde, og Halldór Ásgrímsson, Jón Sigurðsson og Guðna Ágústson. Hins vegar benti ég á að gagnrýnin hugsun hlyti einnig að sjá þá jákvæðu þætti sem þessir menn kæmu fram með. Mér fannst stundum eins og að ég væri í varnarstöðu, því margir kaffigesta áttu erfitt með að sjá neitt jákvætt sem þessir flokkar og forystumenn þeirra höfðu fram að færa.

Nú hefur þetta snúist við. Flest okkar tóku þátt í mótmælunum á Austurvelli þó í mjög mismiklu mæli væri. Við vildum meiri heiðarleika, meira lýðræði og að unnið yrði fyrir opnum tjöldum. Nú er það ég sem spyr erfiðu spurninganna. Hvar er atvinnusköpunin? Hvar er skjaldborgin? Hvar er lýðræðislegri og opnari stjórnarhættir.  Hvar eru aðgerðirnar. Hvar er heiðarleikinn. Aðeins einn er hættur að koma. Það er sá sem fór á listann í síðustu kosningum. Hann var sá kjaftforasti þar til eftir að minnihlutastjórnin hafði lokið hlutverki sínu, og núverandi stjórn tók við. Eftir kosningar fannst honum að sýna þyrfti umburðarlindi. Eitthvað sem hann skorti algjörlega. Síðan varð hann reiður og nú er hann horfinn.

Mín tilfinning er að hópurinn sem fer í kaffi hjá Láru sé meira og minna orðið svokallað lausafylgi. Fjórflokkarnir þurfa standa sig vel til þess að ná til þessa hóps. Spunaneistarnir ná ekki til okkar. Engin okkar vill samþykkja Icesave.Þessi ríkisstjórn fær falleinkunn.   Við erum hins vegar ekki á einu máli hvað ætti að taka við. Þjóðstjórn eða utanþingstjórn.  


Árásir á Sóleyju

Þetta er nú bara afbrigðsemi, að gera athugasemdir við þetta forval. Sóley fór í heimsreisu á vegum Hitaveitunnar og lærði fullt af lýðræðislegum opnum vinnubrögðum. Þannig að ferðin skilaði sér afar vel. Hún lærði  í Afríku að hægt er að kjósa fyrir þá sem ekki vita hvað þeir eiga að kjósa. Það er hægt að kjósa fyrir þá sem eru veikir og fylla út kjörseðlana fyrir þá. Sumir eru of latir til að fara á kjörstað, og aðrir eru með stífni og vilja hreint ekki kjósa.  Öll þessi atkvæði fékk Sóley og allt þetta var gert lýðræðislega og opið. Það voru konur sem stóðu fyrir þessari nýbreytni í kosningafyrirkomulagi og aðstoð við kjósendur, og auðvitað kemur þá fram karllæg gagnrýni.  Sagt er að þegar Þorleifur fór að gera athugasemdir við þessi vinnubrögð, hafi hann fengið framan í sig að þetta væri bara nöldur miðaldra karla. Það hefði verið  minna pukur og allt meira upp á borðum en t.d. hjá ríkisstjórninni.

Þessu hefur ekki verið neitað og því er úrslit forvalsins látin standa.


mbl.is Kjörstjórn víkur og forvalsreglur VG verða skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maybe I should have, taka tvö!

Grein Kristrúnar Heimisdóttur hefur kallað á miklar umræður. Það vekur nokkra athygli hverning fjölmiðlar ákveða að fjalla um greinina, en full ástæða væri til þess taka málið upp í  umræðuþáttum. Ingibjörg Sólrún reyfaði þetta mál fyrir allnokkru síðan, sem þá fékk litla athygli.

Svavar Gestsson kemur nú fyrstur fram til svara og segir Jóhönnu Sigurðardóttur hafa verið beitta miklum þrýstingi þegar hún sagði að eftirá hefði átt að kalla til sérfræðinga í samningamálum í stað Svavars Gestssonar, eða eins og sagt var forðum ,,maybe I should have". Jóhanna sagði þó bara það sem sjálfsagt yfir 90% þjóðarinnar er alveg sammála um.

Nú kemur Steingrímur með útspil. Samningsdrög frá fyrri ríkisstjórn. Samtímis kannast hann ekkert við að hafa heyrt um svokölluð Brusselviðmið, og hafi þó setið í utanríkisnefnd.

Er hér um að ræða valdatafl milli Steingríms og Ingibjargar Sólrúnar. Eru stjórnarflokkarnir að skapa sér stöðu, þegar til stjórnarslita kemur. Eða er hér um að ræða allsherjar klúður í ráðuneytunum, þar sem mikilvægir þættir komust ekki til skila. Fjölmiðlar þurfa að fylgja þessu máli vel eftir. Það sem fram er komið dugar nú ekki til þess að þeir Svavar Gestsson og Indriði Þorláksson fari að hoppa upp vinsældarlistann hjá þjóðinni. Staðreyndirnar þurfa hins vegar að koma fram. Það skyldi þó aldrei vera að það verði fleiri sem þurfi að segja okkur ,, Maybe I should have".


Kandidat í formannsslaginn?

Þrátt fyrir að Dagur B. Eggertsson hafi unnið Árna Pál Árnason í slag um varaformanninn hjá Samfylkingunni, held ég að flestum hafi verið ljóst að ekki væri sjálfgefið að Dagur yrði næsti formaður. Jóhanna hafði virðingu sem ábyggilegur stjórnmálamaður, en fylgi hennar hefur hrunið. Nánast ekkert hefur heyrst til Dags og lítið til Árna Páls, þá kemur óvænt grein frá Kristrúnu Heimisdóttur. Þrátt fyrir að greinin sé löng og ítarleg, þá er hún afar vel læsileg og skýr. Hún er hreinskilin án þess að meiða.

Þeir sem fylgjast með samkeppni Samfylkingar og VG hafa séð að fylgi VG er á uppleið á kostnað Samfylkingar. Ekkert virtist benda til annars en að sú þróun héldi áfram. Grein Kristrúnar veikir VG í þeirri baráttu. Kristrún sýnir fram á að VG er ekki treystandi fyrir svo vandasömum verkefnum. Jafnframt hljóta að vakna upp spurningar, hvernig stóð á því að ráðherrar og alþingismenn Samfylkingarinnar hafa verið jafn eindregnir í stuðningi við að semja þau samningsdrög sem fram hafa komið. Ekki síst í ljósi þeirrar þekkingar sem innan Samfylkingarinnar var varðandi Brusselviðmiðin. Það sýnir sýnir veikleika Jóhönnu en einning annarra forystumanna Samfylkingarinnar.

Ein af þeim skýringum sem fram hafa komið, hvers vegna forráðamenn Samfylkingarinnar gerðu ekkert með Brussel viðmiðin, er barátta milli vinstri og hægri aflanna innan Samfylkingarinnar. Með brotthvarfi Ingibjargar náði vinstri armurinn völdum og þá var allt það sem Ingibjörg stóð fyrir af hinu illa. Nú er meira að segja vinstri arminum innan flokksins orðið ljóst að engin atvinnuuppbygging er að vænta  í ríkisstjórn með VG. Í örvæntingu sinni leita þeir til Framsóknar sem ekkert vill með Samfylkinguna hafa eftir reynslu þeirra af minnihlutastjórnuninni sálugu.

Kristrún Heimisdóttir hefur  stimplað sig inn sem kandídat í formannslaginn með eftirminninlagum hæti. Hún hefur áður sýnt að hún er glögg og hefur hugmyndir til þess að bæta samfélagið. Það er með ólíkindum hversu lítið hefur verið fjallað um grein Kristrúnar, miðað við þau áhrif sem hún hefur haft út í þjóðfélagið. Þegar hún var spurð hvort greinin hefði verið skrifuð í samráði við Ingibjörgu Sólrúnu, svaraði hún ég heiti Kristrún Heimisdóttir og er 37 ára gamall lögfræðingur. Það sem hún sagði ekki, var, og ég gef kost á mér til formennsku í Samfylkingunni. Það  væri fengur fyrir pólitíkina að fá Kristrúnu fram.   


Á aftur að reyna á traustið?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom með óvænt útspil þegar hann bauðst til að styðja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG falli. Slík staða er alþekkt í nágrannalöndum okkar. Sá flokkur sem er utan ríkisstjórnar en styður ríkisstjórnina hefur þá ákveðna stöðu og er hafður með í ráðum. Þetta samstarf þarf að byggjast á samstarfi, trausti og virðingu. Ekkert af þessu var til staðar. Samfylkingin gat ekki leynt fyrirlitningu sinni á Framsóknarflokknum og hér á blogginu fóru stuðningsmenn Samfylkingarinnar hamförum.

Það fer ekkert á milli mála að uppgjörið er byrjað. Kristrún Heimisdóttir tekur af skarið og útskýrir fyrir alþjóð ófagleg vinnubrögð Steingríms Sigfússonar og VG varðandi Icesave. Steingrími verður vart lengi stætt sem formanni VG mikið lengur.  VG bendir á móti með nokkrum rétti að í Samfylkingunni sé enginn leiðtogi við völd, og enginn sjáanlegur sem gæti tekið við.  Ríkisstjórninni hafi í  raun verið haldið saman af Steingrími Sigfússyni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  vildi mynda stjórn til vinstri eftir síðustu kosningar. Nú hefur hann kynnst samstarfinu, traustinu og virðingunni. Það verður að teljast afar ólíklegt að niðurstaðan verði að Framsóknarflokkurinn fari í samstarf við Samfylkingu og VG, þótt hlýir ráðherrastólarnir bíði þeirra.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Feb. 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband