6.2.2010 | 14:30
Á hvaða leið erum við?
Fór til Þýskalands í síðustu viku og hitti þá mjög áhugaverða tengdafeðga. Tengdasonurinn hafði flutt til Austur-Þýskalands rétt eftir hrunið til þess að koma verksmiðju aftur í gang og vinna að endurbótum þannig að hún stæðist samkeppni við nýjar aðstæður. Hann kynntist núverandi konu sinni og setti upp tölvufyrirtæki. Hann sagði marga Austur Þjóðverja afar óhressa með misskiptinguna í Þýskalandi, og atvinnuleysið. Hins vegar væri frumkvæði afar lítið og menn bíða ákvarðana að ofan. Hræðslan við að taka ákvörðun og að bera ábyrgð væri landlægur vandi.
Hómosovjetíkus spurði ég?
Já, það er ótrúlegt hvað þetta kerfi hefur dregið úr góðu fólki á 40 árum, óttast að það taki langan tíma að jafna sig á þessum áhrifum.
Hann kynnti mig fyrir tengdaföður sínum, reffilegum karli rétt undir sjötugu. Hann varð yfir sig hrifinn þegar hann vissi að ég kæmi frá Íslandi. Þekking hans á landi og þjóð kom mér skemmtileg á óvart. Hann útskýrði að hann hafi kynnst íslendingi á námsárum sínum afar vel. Tengdafaðirinn sagði það hafa verið ranga ákvörðun að sameinast Vestur-Þýskalandi. Austur-Þýskaland hafi verið draumaríkið. Mikið var hann kátur þegar ég sagði honum að á Íslandi væri nú vinstri stjórn, en ánægja hans dalaði þegar hann áttaði sig á því að með Vinstri Grænum væri sosíaldemokratar. Hann sagði þá auma auðvaldsinna. Hann náði gleði sinni að nýju þegar ég útskýrði að innan sosialdemokratanna væri vinstri armurinn alsráðandi. Ísland verður fyrsta ríkið sem við tökum upp stjórnmálasamband við upplýsti hann mig.
Ég sagðist vita hver yrði fyrsti sendiherra Íslands í Austur-Þýskalandi, en ákvað að ræða það ekki frekar.
Við vorum allir sammála um að áhrif ríkisstjórnar á Íslandi yrði mikil, en við höfum misjafnt mat á því hvort það yrði gott fyrir Ísland eða ekki. Hvort við tekjum frumkvæði og vilja til nýsköpunar af hinu góða eða ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2010 | 23:53
Spunameistar Samfylkingarinnr taka yfir RÚV
Samkvæmt frétt á RÚV í dag kemur fram að meirihluti ætli að segja nei við Icesave. Þetta kemur nú ekki á óvart, en í mínu héraði hefði þetta þýtt að rétt rúmlega 50% ætlaði að fella samninginn. Við lestur fréttarinnar kemur hins vegar í ljós að samkvæmt könnun Gallups ætluðu 61% að segja nei, en aðeins 30% já. Samkvæmt mínum útreikningum þýðir þetta að rúm 2/3 þjóðarinnar ætlar að setja nei við Icesavesamningum. Mín niðurstaða er sú að spunameistarar Samfylkingarinnar kunna ekki að reikna, og eru okkar mesta ógn við lýðræðið í landinu.
Fréttin er hér að neðan.
Meirihluti ætlar að segja nei

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar ætlar sér að fella Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt nýrri könnun Gallup. Flestir eru á því að forsetinn hafi gert rétt í því að neita að skrifa undir.
61% aðspurðra telur Ólaf Ragnar Grímsson hafa gert rétt í því að skrifa ekki undir Icesave-lögin í byrjun janúar. Tíundi hluti hefur enga sérstaka skoðun á málinu en innan við þriðjungur telur ákvörðun hans hafa verið ranga. Stuðningur við ákvörðun forsetans hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur. Í upphafi taldi rúmur helmingur hann hafa gert vitleysu, en rúm 40% voru sammála ákvörðun hans.
Gallup valdi 5.600 manns handahófskennt út úr viðhorfahópi sínum til að spyrja um Icesave og ákvörðun forsetans. Tveir þriðju svöruðu á tímabilinu 20. til 26. janúar. Rúmlega einn þriðji telur það hafa slæm áhrif á þjóðarhag að forsetinn hafi neitað að skrifa undir. Álíka hópur að það hafi haft góð áhrif en tæpur þriðjungur er á því að synjunin hafi engin sérstök áhrif á hag þjóðarinnar.
Stefnt er að því að þjóðin greiði atkvæði um Icesave lögin sjötta mars. Þá ætlar meirihluti fólks, eða 61%, að segja nei samkvæmt könnun Gallup. 30% hyggjast segja já og 4% hyggjast skila auðu. Andstaða við samningana hefur aukist jafnt og þétt frá því að forsetinn synjaði lögum um þá staðfestingar í byrjun janúar.
Bloggar | Breytt 2.2.2010 kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.2.2010 | 19:52
Leiðtogi fallinn frá
Það er ekki sjálfgefið að stjórnmálamenn séu miklir leiðtogar. Reyndar er það afar fágætt. Leiðtoginn þarf að geta hlustað, og laðað það besta fram í hverjum og einum. Nota lýðræðið til þess að fá fram sem bestu lausnir. Þetta gerði Steingrímur afar vel. Þjóðarsáttin fræga var gerð í stjórnartíð Steingríms Hermannssonar. Hann vakti mikla athygli þegar hann flutti langa ræðu í eldhúsdagsumræðum án þess að þurfa að líta á blöðin, flutningurinn einstakur. Hann átti sér hugsjónir og hafði kjark til þess að berjast fyrir þeim.
Blessuð sé minning Steingríms Hermannssonar.
![]() |
Steingrímur Hermannsson látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10